Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1992, Page 16

Freyr - 15.05.1992, Page 16
400 FREYR 10.’92 J@~-RAFGIRÐINGAR #■«*?» SPENNUGJAFI FYRIR SKYNDIGIRÐINGAR • SÚ MINNSTA • GENGUR FYRIR VASAUÓSARAFHLÖÐUM • ALKAUNE RAFHLÖÐUR ENDAST í 8 -10 VIKUR • NOTADRJÚGUR OG TRAUSTUR FERÐAFÉLA.GI • GETUR RAFMAGNAÐ ALLT AÐ 1000 M. 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 95-35200 - stuðlað að notkun og upp- byggingu almenningssamgangna með hag heimamanna ekki síður en ferðamannsins að leiðarljósi. - lögð er áhersla á notkun bygg- inga sem þegar eru til staðar (breyta gömlu frekar en byggja nýtt). - forðast er að ryðja ný lands- svæði en stuðlað að nýtingu þeirra sem þegar hefur verið umbylt. - stuðlað er að uppbyggingu efnahags- og atvinnulífs á svæðinu. - hvatt er til gagnkvæmrar virð- ingar ferðamanns og heimamanna. Pessi upptalning er ekki tæm- andi en á að gefa góða hugmynd um hver stefna uppbyggingar í anda „grænnar” ferðamennsku er. Að lokum vil ég hvetja sveitar- stjórnarmenn til að kynna sér hug- myndafræði „grænnar" ferða- mennsku og stuðla að uppbygg- ingu ferðaþjónustu í anda hennar í heimabyggðum sínum. Skilaboð frá samtökum sem kallast „Green Tourism Internati- onal“ til íbúa ferðamannastaða sem vilja taka ábyrgð á umhverfi sínu tel ég viðeigandi lokaorð: Ferðaþjónusta er efnahags- og atvinnulífi okkar nauðsyn, hún skapar atvinnu og arð. Við vitum samt sem áður að hún getur verið menningu okkar og umhverfi skaðleg. Heimamenn eiga að taka ákvarðanir um öll mál sem eru mikilvæg í þróun svæðisins og vera virkir í uppbyggingu; ferðaþjón- usta á að vera mótuð af, með og fyrir heimamenn. Við ákveðum stefnuna í þróun ferðaþjónustu, takmörkum okkur við hvað er hagkvæmt og hvað æskilegt, ekki hvað er mögulegt. Við viljum vera virk í verndun náttúrunnar og umhverfisins. Við tryggjum að sérfræðingar á sviði umhverfis- og náttúruverndar séu hafðir með í ráðum. HEIMILDIR Við ritun þessarar greinar var stuðst við upplýsingar úr eftirfarandi ritum. Ferðamálaráð íslands. 1991. Ályktanir 21. feröamálaráðstefnu Feröamálaráös. Reykjavík. Ferðamálaráð. Green Tourism International, 1989. A Green Tourism Checklist. London. Green Flag International. Lebel. G.G. og Kane. H. 1991. Sjálfbær þróun, leiösögn um ritiö „Sameiginleg framtíö vor.“ Skýrslu Umhverfis- og þró- unarnefndar. S. Þ. íslensk þýðing: Týr sf. Reykjavík, Umhverfisráðuneytið. Magnús Oddsson, 1991. Skýrsla um störf Ferðamálaráðs íslands 1990; Inngangur. Reykjavík. Ferðamálaráð. Auk þess hafa hugmyndir kviknað við lestur ýmissa erlendra rita um ferðaþjón- ustu, einkum greina úr „Annals of Tourism Research." Erla Sigurdardóttir hefur BS-gráðu í hótel- og veitingarekstri frá University of Wisconsin í Bandarikjiinum.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.