Freyr - 15.05.1992, Page 36
420 FREYR
10.’92
Girðingar og hlið
Helgi Þórðarson, Ljósalandi, Vopnafirði
Fyrr á þessum vetri sendi Helgi
Þórðarson á Ljósalandi í Vopna-
firði Bjarna E. Guðleifssyni á
Möðruvöllum bréf og myndir um
girðingar og hiið. Tiiefnið var skrif
Bjarna um girðingar fyrir
nokkrum árum. Með leyfi Helga
sendi Bjarni bréfið og myndirnar
áfram til Freys, ef blaðið teldi efniö
eiga erindi til lesenda sinna. Hér
reyndist hið athyglisverðasta og
þarfasta efni á ferð og fylgir bréfið
hér á eftir, en sleppt er inngangi og
niðurlagi. Kann blaðið þeim Helga
og Bjarna þakkir fyrir.
„Fyrir um það bil 35-40 árum hafði
ég girt nokkuð stóra fjárgirðingu,
einkum til nota vor og haust. Á
sama tíma, og raunar lengi síðan,
var ég á sífelldum flótta með tún-
girðinguna undan skurðgröfum og
öðru bjástri við nýræktir.
Af þessu leiddi að sjálf túngirð-
ingin var orðin hálfgert ræksni.
Þegar það bættist við að hún Iá
víðast hvar á þýfðum kanti utan
nýræktanna og hlaðið var undir
hana í lautum, reyndist það kjörin
aðstaða fyrir kindur að smjúga
undir. Eða eins og einn nágranni
minn sagði: „Komi þær snoppunni
undir neðsta vírinn, fara þær í
gegn“. Ég færði því girðinguna inn
á slétt túnið og bar heldur ekki við
að endurnýja fjárgirðinguna fyrr
en ég hafði sléttað undir línuna 3-4
m ræmu og sáð í hana grasfræi.
Við gömlu girðinguna studdist
ég að einhverju leyti við prentaðar
leiðbeiningar. Muni ég rétt var þar
ráðlagt að ganga frá hornum á
þann veg, að reka niður hornstaur-
inn og u.þb.b. 1,5 m frá honum
aukastaur báðu megin, með réttri
stefnu í línurnar sem hornið sker.
Þessa þrjá staura átti svo að tengja
saman með slá að ofan og neðan og
skástífa.
Þetta reyndist þolanlega ef
hornið var rétt eða krappara, en
Hlið á heimreið á Ljósalandi (Myndir tók Svanur Karlsson).
Túnhlið viðfjárhús.