Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1992, Page 44

Freyr - 15.05.1992, Page 44
GEFIÐíí GARÐANN „r3/1992 Landssamtök sauðfjárbænda hafa fengið fyrirheit um a.m.k 35 til 40 milljón króna framlag úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins til að styrkja rannsóknar- og þróunarverkefni í þágu sauðfjárræktar á árunum-1992 til 1994. Fagráð í sauðfjárrækt markar stefnu í þessum málum með því að gera rannsóknar- og þróunaráætlun, sem er endurskoðuð árlega. Grundvallarmarkmið áætlunarinnar er lækkun framleiðslukostnaðar,markaðssetning afurða og umhverfisvæn sauðfjárrækt. Rannsóknar- og þróunarverkefni í sauðfjárrækt Verkefni á eftirtöldum sviðum njóta forgangs við styrkveitingu á næstu árum. j _ Afurðir I. - Kindakjöt og aðrar sláturafurðir. 2. Afurðir II. - Ull og gœrur. I 3. Erfðaeiginleikar, kynbœtur, sceðingastarfsemi. 4. Umbœtur á tilraunaaðstöðu í sauðfjárrcekt. 5. Framhaidsnám í búfræði með áherslu á sauðfjárrœkt. 6. Fóður ogfóðrun sauðfjár. 7. Beit sauðfjár og girðingar. 8. Húsakostnaður og vinnuhagræðing við hirðingu sauðfjár. 9. Framleiðsluhættir, burður, slátrun, rúningur. 10. Heilsufar og sjúkdómavarnir sauðfjár. 11. Umhverfismál tengd sauðfjárrækt. Fagráð í sauðfjárrækt fjallar um hvert einstakt verkefni, sem sótt verður um framlag til. Sækja skal um framlög til Landssamtaka sauðfjárbænda og skulu upplýsingar um eftirtalin atriði fylgja umsóknum. a) Hver vinnur verkið ? b) Markmið verkefnisins. c) Verklýsing. d) Verktími og áætluð verklok. e) Kostnaðaráætlun. f) Önnur fjáröflun til verkefnisins Umsóknum vegna verkefna sem á að hefja á árinu 1992 skal skila fyrir 20. júní nk. til Amórs Karlssonar, formanns Lands- samtaka sauðfjárbænda, Amarhold, Biskupstungum, 801 Selfoss. 1 !|||il|í|||| sauðfjárbænda« fomi. Amór K iarlsson - Amarhold ♦ 801 Selfoss • 98-68889

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.