Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 7
12.’92
FREYR 479
Fjárhundur á að geta haldið
saman hóp kinda
Viðtal við Gunnar Einarsson bónda á Daðastöðum f Öxafirði
Gunnar Einarsson heíur búið á Daðastöðum í Öxafjarðarhreppi frá árinu 1982. Áður
hafði hann gert víðreist og m.a. ferðast til Ástralíu og Nýja-Sjálands og unnið þar á
búgörðum. Þar kynnti hann sér notkun hunda við fjárbúskap og hefur unnið að því
markvisst eftir að heim kom að kynna hve mikið gagn má hafa af góðum fjárhundum
við rekstur og smölun fjár.
Til að fræðast um þetta lagði
fréttamaður Freys leið sína í Daða-
staði og bað Gunnar fyrst að kynna
sig.
- Ég er fæddur í Hafnarfirði og
alinn þar upp. Foreldrar mínur
voru Éinar Jónsson, smiður, og
Guðlaug Ágústsdóttir, kona hans.
Kynni mín af búskap hófust þannig
að ég fór ungur í sveit að Stóru-
Mörk undir Eyjafjöllum og var þar
mörg sumur. Ég fór svo í Bænda-
skólann á Hólum og útskrifaðist
þaðan vorið 1964.
Hvað tók þó við hjó þér?
Þá fór ég til Danmerkur og var
þar í tvö ár, á búnaðarskóla og við
bústörf. Skólinn hét Lyngby land-
boskole og er á Norður-Sjálandi.
Næst fór ég til Sviss og vann þar
á búi í hálft ár og þaðan til Eng-
lands þar sem ég vann líka í hálft
ár, við ýmiss konar bústörf.
Eftir þessa útivist kom ég heim
og var hér í tvö ár. Árið 1971 fór ég
svo til Ástralíu. Ég hafði heyrt svo
mikið um búskapinn á þessum
slóðum að mig langaði til að kynn-
ast honum af eigin raun. Ástralía
er heil heimsálfa og þar er afar
mikill breytileiki í búskapnum og
stór svæði óbyggileg vegna þurrka.
Frá Ástralíu fór ég síðan til Nýja-
Sjálands og vann þar líka um skeið.
Ég tók svo góðan tíma í heimferð-
ina og ferðaðist landleiðis um Ind-
land, Pakistan, Afganistan og fleiri
lönd.
Hvenœr kemur þú svo aftur
heim?
Ég kom heim árið 1974, en eftir
það fór ég til Alaska eitt sumar til
að kynna mér sauðnautarækt. Ég
ætlaði að fara kringum hnöttinn en
það tók svo langan tíma að fá
atvinnuleyfi að ég kom heim í
millitíðinni. Eftir að ég kom frá
Alaska fór ég til Skotlands í
nokkra mánuði en heim kom ég
alkominn í árslok 1976.
Hver er kona þín?
Hún heitir Guðrún Kristjáns-
dóttir, úr Reykjavík. Við eigum
þrjú börn en hún átti tvö áður.
Hvað gerist svo hjó þér þegar
þú er alkominn heim?
Mig langaði að fara út í búskap,
en átti ekki fjármuni til þess,
þannig að ég fór út í það að byggja
yfir mig hús í Hafnarfirði. Ég seldi
svo húsið og hafði þá fé í höndun-
um til að fara út í búskap. Þannig
gerðist það að ég keypti þessa jörð,
Daðastaði, þó að þetta væri ekki sá
staður á landinu sem ég hafði hugs-
að mér öðrum fremur að setjast að
á. Hér var þó á margan hátt
draumaaðstaða fyrir sauðfjárbú,
góð uppbygginging, bæði íbúðar-
hús og útihús, og mikið og gott
landrými. Þetta gerist árið 1982.