Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 22
Það skiptii máli hveinig byggingai í sveitum líta út - en heildaimyndin
skiptii ekki síðui máli. Ljósm: A.S.
Fiamiæsla bieytii ásýnd landsins. Ljósm: A.S.
seig, gró&ur myndaöist og eyddist.
Inn í þessa sögu fléttast síðan 1100
ára saga mannsins í landinu.
Allar sveitir eiga sín sérein-
kenni, sína sögu, sína náttúru, sín-
ar menningarminjar auk lands-
lags. Þessu verður að gefa meiri
gaum og vinna úr, jafnt og þétt á
komandi árum.
Verndun
Ef til vill segja þá sumir að við
séum komin í örgustu náttúru-
vernd þar sem engu má breyta,
afturhald ríkir og allt á að færa í
fyrra horf. Það er ekki rétt! Nátt-
úruvernd er nefnilega ekki nein
plága sem hefur það eitt að mark-
miði að hefta framkvæmdir, hag-
vöxt og verbmætasköpun. Nátt-
úruvernd er miklu meira, annað
og jákvæðara. Hún er fólgin í því
að tryggja varðveislu, velferð og
framleiðni náttúrunnar til marg-
háttaðra og varanlegra hagsbóta
fyrir samfélagið.
Vernd eða varðveisla í þessari
merkingu er í raun og veru und-
irstaða heilbrigðrar þróunar. í nú-
tíma þjóðfélagi, þar sem mabur-
inn er kominn órafjarlægð frá
hringrás lífsins í öllum sínum
gjörðum, þarf gagnrýna umræðu,
fræðslu og kynningu. Þannig er
hægt að skilja grundvallar und-
irstööur náttúruverndar og meb-
ferðar mannsins á aublindum
jarðar — svo þær verbi varanlegar.
íslenskt landslag, náttúra, menn-
ing og saga er varanleg auðlind.
Framtíðin
Við allar framkvæmdir (eða at-
hafnir mannsins) er afar nauð-
synlegt ab gera sér grein fyrir
hvaða breytingar það hefur á útlit
landsins hvað varðar gróður og
landslag. Þar er í raun ekkert
undanskilið. Viljum við t.d. afmá
öll spor eftir margra alda búsetu
með því að friða land? Kannski
sums stabar en kannski ekki
heldur alveg. Með skógrækt breyt-
um við landinu — viljum við það
alls staðar? Hver er tilgangur
landgræðslu, búa til eða styrkja
beitarlönd, hefta sandfok og gróð-
ureyðingu eba eitthvað annað?
Það sama má segja um svo fjölda-
margar aðrar athafnir. Við megum
a.m.k. ekki slétta út öll spor eftir
búsetuna og söguna, því þannig
glatast einkenni sveitanna smám
saman.
Það er áríðandi að allir þeir sem
á einhvern hátt fjalla um og vinna
ab skipulagi og breytingum á
landi hafi þá virðingu til að bera
og ást á landinu ab þeir láti það
stjórna gjörbum sínum. íslenskt
landslag og menning er aublind
sem hægt er að nýta, en líka gjör-
eyðileggja. Við getum valið!
Höfundui ei landslagsaikitekt.
10