Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 24
Skrúðgarður
sveitaheimilisins
Fáeinar ábendingar
Óli Valur Hansson
Ræktun umhveríis heimili til fegrunar og augnayndis er starf sem einnig beinist að
því að skapa fjölbreytni og örva gróðursæld svæðisins, og að gera gróðurblettinn
skýlli og hlýlegri en ella. Með ræktuninni vakir máske einnig fyrir gerandanum að
reyna að fella heimilið/húsið sem best að umhverfinu. Meginuppistaðan í rammanum
sem afmarkar gróðurblettinn, þ.e. garðstæðið, eru tré og runnar. Þessum varanlega
gróðri er m.a. ætlað að gegna því hlutverki að veita skjól. Trjákenndur gróður megnar
betur en jurtkenndur gróður að breyta umhverfi híbýla, auðga það og mýkja. Þetta
gerist samt því aðeins að vel takist til með að fá gróðurinn til að dafna.
Viö þekkjum þaö öll, aö smám
saman þegar trjágróöur kemst á
legg og fer aö teygja út lim sitt, þá
breytist svipmót umhverfisins.
Öðruvísi verður yfir að líta en í
fyrra, önnur blæbrigði lita og
þannig heldur þetta áfram eftir því
semárin líöa, stöðugarbreytingar.
Þaö er mikil híbýlaprýöi að
snotrum gróöurbletti við sveita-
heimili, bletti sem nýtur góörar
ræktarsemi. Þannig gróðurvin
eykur á vellíðan og ánægju
heimilisfólks sem og annara er
þangað leita.
Þær stuttu ábendingar um
skrúðgarðinn, sem hér fara á eftir,
ber fyrst og fremst að líta á sem
hvatningu til þeirra sem hafa
dregið að hrinda því í verk að gera
sér garð. Vonast er til að skrifin ýti
við þeim, því ekki er síður nauð-
synlegt að laga til og fegra utan
dyra en innan eins og margoft
hefur verib bent á.
Stærð og lögun garðsvæðis
Ábur en hafist er handa þarf að
ýmsu að hyggja. í fyrsta lagi þarf
að ákveba landstærð, leggja út-
línur. Varast bera að skera land-
Bzekka í Mjóafiiði. Ljósm. Björn Rúiiksson.
rýmið vib nögl, þab þarf að vera
þokkalega rúmt og umfram allt í
nokkru samræmi við stærð íbúð-
arhússins og þannig að sem
mestrar birtu njóti. Sé hægt að
koma því vib, væri æskilegt ab
húsib væri algjörlega umgirt og
þannig fribað fyrir öllum þeim
vélbúnaði sem víða virðist algengt
ab ekið sé alveg að dyrum híbýla.
Allt of víða má sjá ab hin friðaba
landspilda er of naumlega áætluð
og þrengir um of að húsinu. Þess
ætti ekki að gerast þörf þar sem
rýmið er nóg. Varpa mætti fram
grófum tölum yfir svæbi út frá
húsi, t.d. 6 m til norðurs að útlínu,
16 m til suöurs frá suðurhlib, 8 m
til vesturs og 10 m til austurs.
Miðað við íbúbarhús sem er 10x15
m gefur þetta spildu sem er
rösklega 1000 m2. Annars verður
12