Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 11
12.’92
FREYR 483
Formenn búnaðarsambandanna
iL Q ( r m -) -ur„ i
f irk i
M íp jÆ Jl mé *
Hinn29. febrúarsl. komuformenn búnaðarsambandannasaman tilárlegsfundarsínsíBœndahöllinni, enfundir
þeirra eru að jafnaði haldnir helgina áður en Búnaðarþing hefst. Að þessu sinni sátufundinn allirformennirnir og
var notað tækifœrið og mynd tekin afþeim. Peir eru, taldir frá vinstri: Arnór Gunnarsson, Glaumbœ, form. Bs.
Skagfirðinga; Georg Jón Jónsson, Kjörseyri II, form. Bs. Strandamanna; Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu,
form. Bs. V-Húnavatnssýslu; Pétur Helgason, Hranastöðum, form. Bs. Eyjafjarðar; Jón Gíslason, Stóra-
Búrfelli, form. Bs. A-Húnavatnssýslu; KarlS. Björnsson, Hafrafellstungu, form. Bs. Norður-Pingeyinga; Ágúst
Sigurðsson, Birtingaholti, form. Bs. Suðurlands; Örn Bergsson, Hofi, form. Bs. A-Skaftafellssýslu; Aðalsteinn
Jónsson, Klausturseli, form. Bs. Austurlands; Hálfdán Björnsson, Hjarðarbóli, form. Bs. Suður-Pingeyinga;
Bjarni Guðráðsson, Nesi, form. Bs. Borgarfjarðar; Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli, form. Bs. Snœfell-
inga; Guðmundur Jónsson, Reykjum, form. Bs. Kjalarnesþings; Valdimar Gíslason, Mýrum, form. Bs.
Vestfjarða, og Bjarni Ásgeirsson, Ásgarði, form. Bs. Dalamanna. (Freysmynd).
Geislavirkni fram á
nœstu öld
í Tjernobylslysinu áriö 1986
barst mikið af geislavirkum efnum
til Noregs sem einkum féllu til
jarðar með úrkomu á hálendi
landsins, þar sem búsmali gengur á
sumarbeit.
Allt frá því slysið gerðist hafa
norskir bændur orðið að gera ráð-
stafanir til að draga úr geislavirkni
afurða af sláturfé. Féð hefur haft
aðgang að saltsteini eða því hafa
verið gefnar töflur til að minnka
upptöku þess af geislavirku efnun-
um. Aðalvarnaraðgerðin er þó
fólgin í því að féð er fóðrað á húsi í
nokkurn tíma fyrir slátrun á meðan
geislavirku efnin eru að komast
niður fyrir hættumörk.
í ljós hefur komið að sveppur
sem vex á heiðum uppi og féð sæk-
ist eftir inniheldur mun meira af
geislavirkum efnum en annar
gróður. Ef vaxtarskilyrði eru
þannig að sveppurinn vex mikið í
ágúst, eykur það verulega á kostn-
að við að koma geislavirkninni nið-
ur fyrir hættumörk.
Landbúnaðarráðuneytið hefur
nú ákveðið að bændur beri eftir-
leiðis sjálfir aukakostnað af að
gera afurðir búfjárins hæfar til
manneldis. Áætlað er að ráðstaf-
anir þurfi að gera vegna þessarar
geislavirni í 20-25 ár. eða nokkuð
fram á næstu öld.