Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 10

Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 10
482 FREYR 12.’92 flutningi svo aö ég ákvaö að flytja bara inn eitt kyn og rækta þaö. Það kostar líka mikla fyrirhöfn að halda kyninu hreinu og til þess þarf töluverðan fjölda hunda. Nú hef ég hins vegar ákveðið að flytja inn geltandi nýsjálenska hunda og halda þeim alveg sér. Ég ætlaði að rækta fram geltandi hunda með því að fá blendinga af íslenskum og skoskum hundum. Ég hef fengið út úr því þokkalega einstaklinga en aldrei hunda sem svarað hafa þeim kröfum sem ég hef gert, nema í undantekningar- tilfellum. Ég hef aldrei séð íslenskan hund halda saman fjárhóp, en það er grundvallarkrafa til góðs fjár- hunds. Er mikið um að menn fái hunda frá þér? Já, ég hef getað útvegað öllum sem hafa viljað bíða eftir því, en það getur staðið alla vega á í hvolpauppeldinu. En það hafa fleiri en ég flutt inn skoska fjár- hunda og selt frá sér samalahunda. Menn hafa hins vegar lent í þrot vegna skyldleikaræktar og farið þá að blanda inn öðrum kynjum og tapað þá smalaeðlinu smám sam- an. Ég hef reynt að komast hjá þessu með því að vera með tölu- vert marga hunda og flytja inn nýtt blóð. Mér finnst að sá sem selur hunda þurfi að votta hvort um hreint kyn eða blendingskyn sé að ræða. En hundahald íslenskra bœnda er á rétfri leið? Já, en það gengur alltof hægt. Mér finnst að ungir menn sem eru að hefja fjárbúskap eigi að taka þetta sem sjálfsagðan lið í að undir- búa sig fyrir búskapinn. Menn temja hesta eins og ekkert sé og sækja kóræfingar í hverri viku langar leiðir en leggja ekki á sig að temja hundana sína. Hefur þú farið um og sýnt hundana? Já, en þá er ekki svo auðvelt að kenna öðrum skipanirnar um leið. Þess vegna útbjó ég myndbandið. Þar kemur fram hvað og hvernig ég kenni hundunum og hvernig ég nota þá. M.E. P.s. Frá því þetta viðtal var tekið hefur Gunnar flutt inn nýsjálenska rekstrarhunda (huntaway). Peir voru settir í fjögurra mánaða ein- angrun. Forystumenn bœndasamtakanna á fundi íslenskur landbúnaður á nú und- ir högg að sækja eins og landbún- aður víðast hvar um Vesturlönd. Framleiðslugeta er meiri en mark- aður tekur við með góðu móti og útflutningur á íslenskum búvörum er orðin lítill. Þessvegna þarf enn að draga saman hefðbundna búvörufram- leislu. Ekki hefur auðnast að bæta það upp með nýjum búgreinum og því fer bændum enn fækkandi og mest harðnar á dalnum í sauðfjár- rækt. Mikill vandi blasir því við bændum á næstu missirum. Þess er þó að geta sem gott er, en það er lítil verðbólga um þessar mundir, stöðugt verðlag og lægri vextir en jafnan áður hérlendis og þar með lægri greiðslubyrði af skuldum. Myndin var tekin á fundi þar sem forystumenn bændasamtak- anna voru að ræða vanda landbún- aðarins. Frá vinstri: Jónas Jónsson, Jón Helgason, Gunnar Sœmundsson, Hákon Sigurgrímsson, Egill Jónsson, Haukur Halldórsson og Hermann Sigurjóns- son- Freysmynd J.J.D.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.