Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 37

Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 37
12.’92 FREYR 509 Ferð til Sovétríkjanna (Magadan og Kamtsjanka) 15.-30. ágúst 1991 Gunnlaugur A. Júlíusson 2. hluti 7 7. ágúst, taugardagur. Við vöknuðum þegar klukkan var langt gengin í hádegi og fórum að svipast um og átta okkur á aðstœðum. Nikolaj var mœttur, svo og Natalija, en hana höfðum við ekki hitt fyrr í ferðinni. Urðu þar fagnaðarfundir. Eftir að hafa ráðið ráðum okkar og rætt um daginn og veginn eins og gengur, teygt úr sér og borðað morgunmat, var haldið af stað þótt við vissum varla hvert. í hópinn höfðu bæst dóttir Nikolaj, dóttir Nataliju og tengdasonur hennar, svo og stúlka að nafni Irena, sem síðar kom í ljós að átti að vera túlkur okkar næstu daga. Hún talaði afar góða ensku, sér- staklega miðað við að hún hafði aldrei út fyrir Sovétríkin komið. Magadan svæðið er eitt af ríkjum (fylkjum) Rússlands og er það um 12 sinnum stærra en Island. Par búa um 600.000 manns. Helstu atvinnuvegir eru gullgröft- ur, skógarhögg, iðnaður, veiðar og þjónusta. Landbúnaður er þarna í nokkrum mæli, en ekki svo að þeir séu sjálfum sér nógir með mat. Þarna er engin kornrækt og verður að flytja inn allt korn. Um 20.000 kýr eru þarna á átta samyrkjubú- um. Þær mjólka ca 5000 lítra á ári. Því er veruleg þörf á innflutningi mjólkurafurða. I héraðinu eru þrjú samyrkjubú með hænsni, og fram- leiða þau um 1,5 millj. eggja á ári. Eitt bú með um 100.000 kjúklinga er þarna, en það hefur átt í veru- legum vandræðum vegna Marex sjúkdómsins, og verður líklega að farga öllum fuglunum. Þeir eru með nokkra loðdýrarækt, eða um 3000 læður af mink og um 6000 Gunnlaugur A. Júlíusson. refalæður. Silfurrefur hafði áður verið algengur, en nú var blárefur ráðandi tegund. Fiskur er ráðandi sem grunnfóður í loðdýraræktinni. Veðrið þenna fyrsta dag í Maga- dan var hálfhráslagalegt, rigning- arhraglandi annað slagið og skýj- að. A leiðinni ókum við fram á nokkra menn sem voru að slá í vegkantinum með orfum og ljáum. Við stoppuðum aðeins og tókum af þeim myndir, hvað þeim fannst heldur skemmtileg tilbreyting frá því að hjakka þarna með hálfónýtum amboðum. Okkur var sagt að vegna þess hve mikill skort- ur væri almennt á fóðri fyrir búféð í héraðinu væri hver opinber starfs- maður skyldugur til að afla 300 kg af grasi og leggja það til nærliggj- andi samyrkjubús. Þess vegna sáust menn annað slagið vera hjakkandi í vegköntum eða skóg- arjöðrum, svo og stærðar vörubílar keyra fram og aftur með smá gras- hrúgu á pallinum. Eitt sinn hafði Nikolaj beðist undan því að hann og starfsfólk stofnunarinnar þyrftu að standa í þessum aðdráttum með þeim rök- um að þau gerðu landbúnaðinum miklu meira gagn í vinnunni heldur en að hjakka í vegköntum. Að sögn komst hann naumlega hjá brottrekstri vegna slíkra hugrenn- inga. Við ókum nú sem leið lá út að strönd, þar sem stofnunin réð yfir sumarhúsi, sem stóð í þyrpingu með nokkrum öðrum álíka. Þor- steinn og Jón Loftsson tóku þegar á rás til skógar, og við hinir van- kunnandi í skógfræðum fylgdumst með og reyndum að nema fróð- leikinn en á framstreymi hans varð naumast nokkurn tíma lát. Þarna fékk maður að heyra allt um kosti og eiginleika „Elrisins“, „Klettafurunnar“ og „Steinbirkis- ins“ auk fleiri tegunda, sem í fyrstu voru framandi nöfn, en urðu að lokum allt að því velþekktir og gamalir kunningjar. Við dvöldum nokkra stund þarna í skóginum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.