Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 32
una. Unnið hefur verib að því að
leysa þetta vandamál. Umhverfis-
rábuneytið, í samvinnu við
bændasamtökin og fleiri aðila,
hefur unniö að því að móta hug-
myndir um endurvinnsluleiðir. í
A.-Landeyjum hefur staðið yfir í
vetur tilraunasöfnun á landbún-
aðarplasti. í samvinnu við Endur-
vinnsluna hf hafa um 20 tonn af
plastinu verið sett í tilrauna-
vinnslu, bæbi hér heima og er-
lendis. Einnig hefur verið unnib
að svipuðu verkefni norður í
Eyjafirði. Tilraunir þessar hafa
beinst að innsöfnunarþættinum
annars vegar og endurvinnslu til
plastframleiðslu og ýmissa hluta
hins vegar. Plastið er mjög orku-
ríkt, eitt tonn af rúllubaggaplasti
hefur svipað orkugildi og eitt tonn
af olíu. Fyrirhugab er að gera
tilraun með orkunýtingu úr þess-
um úrgangi þegar sorporkuver
þeirra Vestmannaeyinga tekur til
starfa seinna á þessu ári.
Væntanlega verður komib á
skipulagi fyrir söfnun á landbún-
aðarplasti og fjárhagsgrunnur
tryggður nú í haust; bændur hafa
því verið hvattir til að eyöa ekki
þessu hráefni, t.d. er sérstaklega
varað við þeirri mengun sem af
hlýst þegar plast er brennt við
opinn eld og lágt hitastig.
Einnig er vonast til að endur-
vinnsluleiðir fyrir önnur plast- og
gúmmíefni opnist á næstu miss-
erum.
Spilliefni
íslenskur landbúnaöur notar lítið
af hættulegum eiturefnum; samt
leggjast til ýmis spilliefni á flestum
Spilliefni og umbúÓir þeirra. Spilli-
efni eru þau efni sem eru mengandi
og geta veriö hættuleg. Þessi efni
látum viö ekki með í rusliö, heldur
komum við þau til móttöku fyrir slík
efni, þar sem þeim er eytt eöa þau
eru endurnýtt þannig aö umhverf-
inu og heilsu manna stafi ekki
hætta af. Mynd og texti myndar:
Hollustuvernd ríkisins.
bæjum. Má þar nefna notaða raf-
geyma, leysiefni, úrgangsolíur, raf-
hlöður, umbúðir undan og leifar af
dýra- og plöntulyfjum. Ein besta
fýrirbyggjandi mengunarvömin er
sú að koma þessu dóti til förgunar á
þann hátt ab mönnum, skepnum og
umhverfi stafi ekki hætta af. Öll
sveitarfélög ættu að koma upp, í
samvinnu við heilbrigðisfulltrúa
sína, móttöku og förgunarleiðum á
slíkum efnum.
Talið er að hér á landi falli til
um 250 þúsund tonn af rusli ár-
lega, eba um eitt tonn á hvern
einstakling. Eyðing þessa gífur-
lega magns af úrgangi er mikiö
vandamál víba um land, svo mik-
ið að nauðsyn er á að vinna að
lausn þess nú þegar. En hvernig?
Getum við t.d. minnkað þetta
mikla magn með örlítið breyttum
viðhorfum? Jú, því hver ber
ábyrgb á því sorpi og rusli sem við
framleiðum nema við sjálf? Vib
getum byrjað á því að skoba ruslið
okkar og spyrja, af hverju er það
svona mikið?
í sveitum landsins ætti að vera
hægt, með sameiginlegu átaki, ab
leysa þessi vandamál, enda fullur
vilji til þess.
Umhverfisvænn landbúnaður
Islenskur landbúnaður mun á
næstu árum njóta þess að í raun er
hann mjög umhverfisvænn, sam-
keppnisstaða okkar mun batna og
eftirspurn aukast eftir vörum
framleiddum í okkar hreina
umhverfi. Með bættri atvinnu-
sköpun heima í sveitunum, betri
nýtingu á þeirri reynslu, þekkingu
og hæfni sem fólk í dreifbýlinu býr
yfir mun fullvinnsla hollustu-
afurða aukast. Grunnurinn ab
þessari þróun er gott og heilnæmt
hráefni, þekking og reynsla
bænda og síðast en ekki síst hreint
og ómengað umhverfi.
Heiöi, Rangárvöllum 5. maí, 1992.
Höfundur er umhverfisskipulags-
fræöingur og búfræöingur. Starfar
viö mengunarvarnir hjá Hollustu-
vernd ríkisins.
Fegrum yfirbragð sveitanna
Frh. af bls. 3
sem muna sveitirnar ábur en
rafmagnið kom, vita að jafnvel
línustraumarnir geta vakið góða
tilfinningu. Þannig er allt afstætt
og stöbugt verður að reyna að
sameina fegurb og nytjar.
Til er erlent máltæki sem e.t.v.
mætti lýsa með oröunum „aöall
skyldar", eða „réttindum fylgir
ábyrgð". Þetta kemur í hugann
þegar hugsað er til þeirra réttinda
og skyldna sem því fylgja að vera
aðalvörslumenn landsins, en þab
eru bændur og íbúar sveitanna
vissulega.
Öll, hvar sem við erum í sveit
sett, teljum vib okkur eiga landib.
Það varðar okkur öll hvernig þab
lítur út. Það er stolt okkar hvers og
eins að sýna gestum okkar snyrti-
leg og vel umgengin heimili. Á
sama hátt er það okkur öllum
íslendingum metnaðarmál að
sýna þeim sívaxandi fjölda er-
lendra gesta, sem sækir okkur
heim snyrtilegt - hreint og fagurt
land, sem ber vitni um sanna
þjóðmenningu.
Höfundur er búnaðarmálastjóri.
20