Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 2

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 2
BÆNDUR KJOSA UM SAMEININGU Könnun á afstöðu bænda til fyrirhugaðrar sameiningar Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda hefur nú farið fram og fylgja niðurstöður hennar hér á eftir. Könnunin náði til allra þeirra sem eru félagar í búnaðarfélögum hreppanna með rétti til að kjósa til Búnaðarþings svo og til félaga í búgreinafélögum með aðild að Stéttarsambandi bænda. Skoðanakönnunin fór fram í tengslum við kosningar til sveitarstjóma þar sem því varð komið við. 1 langflestum tilfellum 28. maí en öðrunt 1 I. júní. I tveimur hreppum var þó kosið síðar vegna sérstakra ástæðna og tafði það tal- ningu. Kjörgögn voru innsigluð í hverri kjördeild og sáu búnaðarsamböndin um að safna þeim saman og koma þeirn til kjörnefndar. Talið var sameiginlega fyrir landið allt. Niðurstöður eru sem hér segir: A kjörskrá voru 5.170 Atkvæði greiddu 4.207 eða 81,4% Já sögðu 3.513 eða 83,5% Nei sögðu 492 eða 11,7% Auðir seðlar voru 185 eða 4,4% Ógild atkvæði voru 17 eða 0,4% Vissir þú að helstu ástæður þess að raf- girðingar virka ekki sem skyldi eru: * Lélegt jarðsamband. * Lélegur frágangur teng- inga á straumvírum eða jarðsambandi. * Of grannur jarðkapalvír sem leiddur er langan veg. * Útleiðsla vegna lélegrar einangrunar eða mikils gróðurs á rafgirðingunni. CZniuíŒkwSlE&llMm byggingavörur Sauðarkroki. Sími: 95-35200 Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 87,7% já 12,3% nei Upplýsingaþjónusta landbúnaÖarins. Vissir þú að INSULTIMBER er vöru- merki fyrir staura og renglur úr áströlskum harðvið. Vegna hinna sérstöku eiginleika við- arins, að draga nánast ekki í sig vatn og leiða ekki raf- magn, hentar hann mjög vel í rafgirðingar. Viðurinn er ekki úr regn- skógi, og er höggvinn undir eftirliti Ástralíustjórnar og plantað er nýjum trjám í stað þeirra sem felld eru. byggingavörur Sauðárkróki. Sími: 95-35200 Fylgist þú með? Út eru komin ritin „Hagur Landbúnaðarins", sem er fjölþætt yfir- litsrit um íslenskan landbúnað á síöustu árum og „Niðurstöður búreikninga 1992“. Tekið er við pöntunum í síma 93-70122 og 93- 70000. Verð á hvoru riti fyrir sig er kr. 500. Hagþjónusta landbúnaðarins Hvanneyri 311 Borgarnes Héraðsráðunautur Búnaðarsamband Austurlands óskar eftir að ráða héraðsráðu- naut frá og með 1. ágúst 1994. Aðalverkefni hans veröur sauö- fjárrækt. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Upplýsingar gefa Aðalsteinn Jónsson í síma 97-11694 og Jón Snæbjörnsson í síma 97-11161.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.