Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 21

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 21
sem þá hefur skort mikilvægan hlekk í veiðistjómunina á viðkomandi laxa- stofni, og því undir hælinn lagt hvem- ig háttað er veiðiálagi á einstaka stof- na. Byltingarkenndur árangur Með samningum, sem Norður- Atlantshafslaxasjóðurinn undir for- ustu Orra Vigfússonar hefur gert, bæði gagnvart Færeyingum og Græn- lendingum, má segja að orðið liafi bylting í þessum efnum. Ahrifin geta orðið víðtæk á laxastofna allra lax- veiðiþjóða. Þannig skilar árangur m.a. af fiskræktarátaki í sérhverju veiði- vatni sér til þeirra, sem fyrir því stan- da, en þannig á það einmitt að vera. Verkefni og vinnulag og árangur Orra Vigfússonar hefur sett hann á bekk með þekktustu mönnum í út- löndum á sviði laxvemdunarmála í heiminum í dag, ekki síst eftir að Karl Bretaprins hélt honum veislu í vor og heiðraði hann sérstaklega af þessu tilefni. Sá sómi sem Orra hefur verið sýndur beinir kastljósinu einnig að Islandi og verður okkur til hagsbóta á ýmsa vegu. Það er vissulega fagnaðarefni fyrir íslenska veiðiréttareigendur og stangaveiðimenn að horfa til þessarar þróunar, sent hér hefur verið gerð að umtalsefni. Norðmenn bönnuðu á sín- um tíma allar reknetaveiðar í sjó á laxi hjá sér. Hinu er þó ekki að leyna að enn er stunduð veruleg veiði á laxi í sjó í reknet og önnur veiðitæki við strendur Bretlands og írlands. Ýmsir hér á landi óttast, þrátt fyrir bann við laxveiði í sjó, að í okkar heimagarði, sé töluvert um „arfa“, sem þurfi að slíta upp. Olöglegar sjávarveiðar á laxi við strönd landsins ættu að hverfa með öllu, annað sæmir ekki forustu- þjóð á sviði laxvemdunar. þjóðhagslega hagstœtt Að síðustu má nefna, að verðmæti stangarveidds lax er auðvitað margfalt meira en fisks, sem veiddur er í net eða á línu á fæðustöðvunum í hafinu og er ekki búinn að ná endanlegri þyngd. Stangaveiðin skilar beint miklum tekjum, og auk þess góðum tekjum í formi afnota veiðimanns af veiðihúsi, og ferðþjónustan nýtur auk þess tekna af ferða- og uppihaldskost- naði hans til og frá veiðistað og á veiðistað og fleiru. Þjóðhagslega séð er þetta því hið besta mál. i Veiðihúsið Flóðvangur við Vatnsdalsá. (Ljósm. E.H.). Einn nýjasti laxastiginn, ftskvegurinn í Búdafossi í Þjórsá. (Ljósm. E.H.). Laxveiðar í sjó við strönd Skotlands. 12'94 -FREYR 453

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.