Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 26
Magrtús B. Jónsson skólastjóri útskrifar fyrstu búfrceðingana af Landnýtingarsviði. Frá vinstri: Sigbjörn Sigurðsson, Lúðvík Þór Kaaber, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Arnar Amason. (LJósm. Trausti Eyjólfsson). vegna starfsemi Búvísindadeildar. Ég vil við þetta tækifæri þakka öllum samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt og árangursrík samstarf. Viðurkenningar A þessu skólaári hafa 78 nemendur verið innritaðir í bændadeild skóians. I búvísindadeild eru 12 nemendur og að auki tveir í BS-120 námi. Af nem- endum í bændadeild voru 29 í 1. bekk, 16 á haustönn og 13 á vörönn og luku 25 prófi. Alls útskrifuðust 34 búfræðingar. Þar af var 21 á búfjárræktarsviði, 4 á landnýtingarsviði og 9 á rekstrarsviði. Þar að auki voru 7 nemendur við nám á 5. önn, þarf af 1 á rekstrarsviði og 6 á landnýtingarsviði. Einn nentandi stundaði nám á 6. önn, á landnýting- arsviði, og er það fyrsti nemandinn sem lýkur í raun sex önnum við Bændadeild. Hæstu einkunn á búfærðiprófi hlaut: Trausti Þórisson, Hofsá, Svarfaðar- dal (rekstrarsvið). Búfjárræktarsvið, hæstu einkunn: Agúst Guðjónsson, Engjavegi 57, Selfossi. Sigríður Lóa Gissurardóttir, Herj- ólfsstöðum II, Skaftárhreppi. Landnýtingarsviði, hæstu einkunn: Ásla Ambjörg Pétursdóttir, Hrana- stöðum, Eyjafirði. Viðurkenning fyrir góða ástundun: Finnbogi Magnússon, Lágafelli, A,- Landeyjum. Nemendur á 5. og 6. önn skrifa 3ja eininga ritgerð um sjálfvalið efni. Bændaskólinn veitt þeim nemanda sem átti bestu verkefnið viðurkenn- ingu. Hana hlaut: Ásdís Gísladóttir, Hofsá, Svarfaðar- dal. Verkefni hennar fjallaði um riðu- veiki í Svarfaðardal. Félagsstarfi nemenda lauk á hefð- bundinn hátt með skeifukeppni á Sumardaginn fyrsta og þar hlutu eftir- taldir verðlaun: Morgunblaðsskeifan: Hallgrímur S. Sveinsson, Hvanneyri. Ásetuverðlaun: Ásgerður G. Hrafnsdóttir, Jórvjk, Álftaveri. Eiðfaxabikar: Ásgerður G. Hrafns- dóttir, Jórvík, Álftaveri. Landbúnaðurinn á lýðveldistímanum frh. afbts. 439 bjartara framundan hjá þeirn loðdýrabændum sem þraukuðu. Fjárpestir sem bárust með erlendu, innfluttu fé voru bændum þungbærar fram um 1955. Vegna mæðiveikinnar var tala sauðfjár dottin niður undir 400 þúsund um miðja öldina. Síðan varð meira en tvöföldun næsta áratuginn þar á eftir og haustið 1977 var hátt í 900.000 fjár sett á vetur. Síðan hefur sauðfé farið fækkandi og á sl. vetri voru 489.000 fjár á fóðrum, og hafði þá sauðfé fækkað hátt í helm- ing á fimmtán árum. Á sama tíma minnkaði kindakjötsframleiðsla úr hátt í 16.000 tonnum niður í 8.500 tonn og virðist ennþá of mikil. Mjólkurframleiðsla var mest um 120 miljón lítra á 9. áratugnum en hefur minnkað vegna framleiðslustýringar niður í rúrnar 100 milljón- ir lítra. Sú vemd sem íslenskur landbúnaður hefur notið fyrir erlendri samkeppni hefur að nokkru verið rofin með aðild íslands að tveimur al- þjóðlegum samningum, EES og GATT. í við- skiptum með búvörur samkvæmt GATT er vert að benda á einn þátt mála er ntun hafa mikil áhrif. Það eru umhverfismálin. Leikreglur á sviði umhverfismála munu snerta milliríkja- viðskipti með landbúnaðarvörur í framtíðinni. Þar ætti íslenskur landbúnaður að geta staðið vel að vígi 458 FREYR - 12*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.