Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 4

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 4
Landbúnaðarsýning á Hrafnagili í ágúst nk. Dagana 20.-27. ágúst nœstkomandi verður sett upp landbúnaðarsýning að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Sýningin er hátíð allrar fjölskyldunnar og eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hœfi. Seldir verða aðgöngumiðar sem gilda allan sýningartímann svo að kjörið er fyrir fólk að koma og dvelja nokkra daga í blómlegri byggð Eyjafjarðar. Á Hrafnagili er sumarhótel, tjaldstœði með full- kominni hreinlœtisaðstöðu, sundlaug og heitur pottur. Aðstaða til að taka á móti gestum er öll hin ágœtasta. Framkvœmdastjóri sýningarinnar er Vaka Jónsdóttir og átti Freyr stutt viðtal við hana. Vaka Jónsdóttir. Það mun hafa verið á haustdögum 1993 að frumkvöðlar Lifandi lands fóru að ræða það af fullri alvöru að setja upp landbúnaðarsýningu á Hrafnagili. Þótti þeim sem tímabært væri að setja upp landbúnaðarsýningu þar sem nokkuð langt hlé hefði orðið á slíkum sýningum. Landbúnaðurinn hefur verið í brennidepli upp á síð- kastið svo rétt þykir að staldra við. Sýningunni er ætlað að benda á mikil- vægi landbúnaðarins fyrir íslenskt samfélag og sýna hvers hann er megnugur. Hverjir standa að sýning- unni? Fyrir sýningunni stendur Lifandi land hf sem er félag nokkurra ein- staklinga í Eyjafjarðarsveit. Félagið sinnir verkefnum sem tengjast ferða- málum á Eyjafjarðarsvæðinu og er sýningin liður í því starfi. Að sýn- ingunni er unnið í samráði við Búnað- arsamband Eyjafjarðar, sveitarstjóm Eyjafjarðarsveitar og fleiri. Skipulag Á Hrafnagili er góð aðstaða til sýn- ingahalds. Sýningarsvæðið er bæði innan dyra og utan. Utisvæðið er u.þ.b. 6 hektarar að stærð. Salur í íþróttahúsi er 600 fermetrar auk þess sem sýnt verður í 600 fermetra skóla- húsnæði, tengdu íþróttahúsinu. Hvað verður til sýnis? Allt sent tengist landbúnaði á ein- hvern hátt. Sýnd verður íslensk bú- vöruframleiðsla. Kynntar verða kjöt- og mjólkurafurðir og vörur sem unnar eru úr ull og skinni. Rannsóknastofn- un landbúnaðarins annast sýnisreiti með grænfóður- og komtegundum sem ræktaðar eru hérlendis. Áætlað er að selja grænmeti og gróðurhúsaaf- urðir á útimarkaði. Blómasýning verður í Blómaskálanunt Vín, sem stendur rétt norðan Hrafnagils. Aðföng til landbúnaðar verða einn- ig kynnt á sýningunni. Vélainnflytj- endur mæta ásamt fjölda aðila sem annast sölu véla og búnaðar sem þarf til nútíma búreksturs. Hin ýmsu þjónustufyrirtæki munu einnig kynna starfsemi sína. Þá er ætlunin að kynna brot af fjöl- þættri sveitamenningu. Sýndur verður íslenskur listiðnaður úr fortíð og nútíð og íslensk alþýðumyndlist. Sýndar Frh. á hls. 460 Hrafnagilsskóli i Eyjafjarðarsveit. 436 FREYR - 1Z'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.