Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 12
var Jónas Jónsson, síðar búnaðar-
málastjóri, þriðji var Þorsteinn
Tómasson, núverandi forstjóri Rala,
og sá fjórði var Arni Bragason, nú-
verandi forstjóri Rannsóknastofn-
unar skógræktar á Mógilsá. Starfið
við byggkynbætur hefur gefið öll-
um þessum merkismönnum byr
undir vængi og lyft þeim til hárra
metorða, en jurtakynbætur hafa
ekki notið starfskrafta þeirra nema
skamma hríð. Núverandi kynbóta-
verkefni er samt byggt á þeim
grunni er Þorsteinn Tómasson lagði
og hann kenndi núverandi bygg-
víxlara handtökin.
Eg byrjaði á að fikta við víxlanir
þegar gaf lausa stund sumarið
1988. Það var þó ekki fyrr en í jan-
úar árið eftir sem ég mótaði í huga
mér þá áætlun sem ég hef síðan
fylgt. í huga mér segi ég því að ég
get ekki munað og hvergi séð að
áætlunin hafi verið skrifuð niður.
Vandinn sem fyrir lá og liggur var
stór en tiltölulega einfaldur. Fljót-
þroska byggyrki sexraða, sem geta
látið sér nægja sumarhitann hér, eru
öll of veikburða í veðrum á haustin.
í hvassviðri og þurru veðri hrynur
komið úr axi og ef gerir slagviðri þá
brotnar axið af í heilu lagi og ef
komið stendur svo lengi að það
nálgist fullan þroska þá brotnar
stráið í miðju. En þau yrki, tvíraða,
sem þola veðrin em öll of sein-
þroska. Nú ætti að vera einfalt mál
að ráða bót á þessu með því að víxla
saman fljótþroska yrki og öðru
strásterku og velja úr afkvæmunum
þau sem sameina kostina og em
hvort tveggja strásterk og fljót-
þroska. En ég vissi að það hafði
gengið illa hjá forverum mínum og
að minnsta kosti einn erfðavísir sem
ræður fljótum þroska virðist sitja á
sama litningi og sá erfðavísir, sem
ræður veiku strái og þeir erfast
gjaman saman. Þess vegna tók ég
fyrst í víxlanir átta mjög fljót yrki,
sem vom að ég best vissi óskyld
innbyrðis. Þetta gerði ég í þeirri von
að á flökti væru fleiri erfðavísar
valdandi fljótum þroska en sá einn,
sem tengdur var veiku strái. Og
Sláttur í Frakklandi wn 1400 e.Kr.
þetta bar árangur. Tvö af þessum
átta yrkjum gáfu fljótþroska af-
brigði án þess að flýtirinn spillti
strástyrknum. Hvort tveggja vom
línur, sem aldrei höfðu komist í
notkun, önnur var úr Þrændalögum
en hin frá Þorsteini Tómassyni og
ætla má að sú hafi sótt flýti sinn í
færeyska byggið Tampar.
En var þá ekki bjöminn unninn
og komið strásterkt yrki og fljót-
þroska? Jú, en það er ekki allt. Ég
hef stundum sagt að það sé auðvelt
að koma fram með fljótþroska kyn-
bótalínur. Mörg hundmð slíkra hef
ég þegar sent í hina himnesku msla-
kistu. Sýnu erfiðara er ef línan á líka
að vera strásterk. Þó er það gerlegt
180 FREYR-5. ‘97