Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 4
Frá ritstjórn
Umhverfismál og ímynd
íslands
Arið 1987 skilaði nefnd um umhverfismál og þróun
á vegum Sameinuðu þjóðanna frá sér skýrslu sem
bar heitið: „Sameiginleg framtíð okkar“. Formaður
nefndarinnar var Gro Harlem Brundtland, þá forsætis-
ráðherra Noregs, og var nefndin kennd við hana.
I skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að fram-
leiðslu- og neysluhættir jarðarbúa hafi í för með sér
ofálag og skemmdir á náttúrunni. Einnig er í skýrslunni
lögð áhersla á að staðbundin umhverfisvandamál og
hnattræn séu samtengd og að þörf sé á alþjóðlegum
bindandi samningum til að leysa þau. I kjölfar skýrsl-
unnar fylgdi mikil umræða og skrif og ráðstefnuhöld
víða um heim, m.a. í Bergen í Noregi árið 1990. Þessar
ráðstefnur voru hluti af undirbúningi að Ríó-ráðstefnu
SÞ árið 1992, sem fulltrúar hátt í 200 ríkisstjóma sátu
og 117 þjóðhöfðingjar. Auk þess sóttu ráðstefnuna um
15 þúsund fulltrúar sjálfstæðra samtaka. Meginniður-
stöður ráðstefnunnar voru:
1. Ríóyfírlýsingin. Þar eru rakin í 27 liðum þau meg-
inatriði sem sérhvert land þarf að bera ábyrgð á í um-
hverfismálum sínum.
2. Veðurfarssáttmáii. Markmið með honum er að
hafa hemil á lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrif-
um í gufuhvolfinu þannig að vistkerfinu sé ekki ógnað.
3. Sáttmáli um fjölbreytileika lífvera. Sáttmálinn
leggur grann að varðveislu tegunda jurta og dýía.
4. Stefnumörkun um skógrækt. Stefnumörkunin
fjallar um sjálfbæra skógrækt og skógamytjar, bæði
hvað varðar umhverfis- og þróunarviðhorf.
5. Verkefnaáætlun fyrir 21. öldina, Agenda 21.
Verkefnaáætlun fyrir 21. öldina, Agenda 21, er víð-
tæk áætlun, sem skiptist í fjóra kafla. í fyrsta kafl-
anum er fjallað um baráttu gegn fátækt, þörf á breytingu
á neysluvenjum og að tekið verði mið af umhverfissjón-
armiðum við ákvarðanatökur. I öðram kafla era ákvæði
um vemdun lofthjúps jarðar, um fjölbreytileika lífvera,
baráttu gegn minnkun skóglendis og viðunandi meðferð
á hættulegum úrgangi fyrir umhverfið. I þriðja kafla er
lögð áhersla á virka þátttöku allra þjóðfélagshópa á
stjórn þjóðfélagsins, og m.a. nefnd þar til sögu unga
kynslóðin, konur, fólk úr atvinnulífinu, rannsóknarfólk
og frjáls félagasamtök. I fjórða kaflanum er fjallað um
fjármögnun verkefnaáætlunarinnar, Agenda 21,
rannsóknarstarfsemi og gildi alþjóðlegra stofnana.
í 28. kafla Verkefnaáætlunarinar er fjallað um stað-
bundnar aðgerðir á vegum hennar, þ.e. Lokal Agenda
21, (hér eftir skammstafað LA21). Þar segir m.a.: í síð-
asta lagi árið 1996 skulu öll héruð eða sveitarstjórnir í
hverju landi, í samráði við íbúana, hafa gert verkefna-
áætlun (LA21) fyrir svæði sitt. Þessar verkefnaáætlanir
skulu byggðar upp þannig: I fyrsta lagi að koma af stað
umræðum. Upplýsingar skulu veittar um stöðu mála og
þau vandamál sem við blasa. Tilgangurinn með umræð-
unum er að virkja þátttakendur. Virk þátttaka skilar þó
engu nema hún leiði til raunveralegra áhrifa þátttakend-
anna. Það er fyrst þegar sameiginlegur þekkingargrunn-
ur er til orðinn að unnt er að fá alla með til að sameinast
um ráð til úrbóta. Forsendan fyrir því að það takist er
að:
- Fólk sé reiðubúið að taka þátt í og koma af stað um-
ræðum um hvernig sveitarfélag þess eða hluti þess
geti verið sjálfbært.
- Fólk sé reiðubúið að hitta fulltrúa annarra þjóðfélags-
hópa og er ljóst að umræða við þá sé nauðsynleg til
að tryggja víðsýni.
- Fólk aflar sér þekkingar á stöðu umhverfismála í
heiminum.
í öðra lagi skulu héruðin eða sveitastjómir gera fram-
kvæmdaáætlanir. Þessar áætlanir byggjast á sýn íbú-
anna um sjálfbæra framtíð. í áætlununum skulu til-
greindar fyrstu aðgerðir í hverjum málaflokki. Það
mega vera lítil skref en öllum íbúum verði gerð grein
fyrir árangrinum.
I þriðja lagi er mikilvægt að hefja stærri aðgerðir þar
sem vænta má mikils árangurs. Slikar aðgerðir hafa
gjaman orðið fordæmi að metnaðarfyllri verkefnum.
Stjómvöld hafa oft valið út reynslusveitarfélög til að
brjóta ísinn. Reynslusveitarfélögin hafa síðan virkjað þá
sem þekkingu og fjármagn hafa til að fylgja í fótspor
þeirra.
Framhald á bls. 205
172 FREYR-5. ‘97