Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 16

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 16
Tafla 2. Meðalfóður á á Mánuður Fóður- dagar Meðalgjöf kg/dag Fiskimj. g/dag Fóðubl. kögglar g/dag FEá dag FEá mánuði Þurrh. Rúlluh. Nóv. 5 2,29 0,71 3.6 Des. 31 2,36 1,18 36,5 Jan. 31 2,90 0,92 28,5 Feb. 29 2,54 0,90 26,0 Mars 31 2,70 0,99 30,7 Aprfl 30 3,78 57 1.24 37,2 Maí 31 0,47 3,00 40 39 1,06 32,9 Atls / á 188 88,4 537,7 3,00 1,1 1,04 195,4 Fædd Dóu við Dóu til Vantar á Lömb dauð fæðingu júníloka heimtur Tvílembingar 0,58 0,98 0,96 0,93 Þrílembingar 0,66 0,87 .0,70 1,07 Mynd 1. Meðalþungi og holdastig ánna. ár. Að jafnaði voru 0,66 FE í kg þurrheys og af rúllubundna heyinu 0,38 FE með 49% þurrefni. Yfir veturinn voru ærnar fóðraðar ein- göngu á rúlluheyi en þurrhey var aðeins gefið bornum ám inni og úti í maí. Meðalleifar ánna á rúlluhey- inu voru 7,1% eða um 200g á á til jafnaðar yfir veturinn. Mestar voru þær í janúar 8,8% en minnstar í apríl 5%. Fóðrun ánna var hagað svipað og undanfarna vetur. Æmar fengu töðuna að vild og fjórum vik- um fyrir burð var farið að gefa þeim fiskimjöl, um 60 g handa ánni. Bornar ær á húsi fengu þurrhey að vild og tvílembur 200 g af fiski- mjöli að auki. Eftir að lambær komu á tún höfðu þær frjálsan að- gang að þurrheyi og með því var tvílembum gefið um 200 g af H- fóðurblöndukögglum. Einlembur fengu eingöngu rúllubundna töðu. Útiheysgjöf var hætt í maílok. Með- alfóður á á yfir veturinn nam 195,4 FE, sem 3,0. FE minna en sl. vetur. Afurðir ánna Af 455 ám, sem lifandi vom í byrj- un sauðburðar, báru 439 ær 862 lömbum eða 1,96 lambi á á til jafn- aðar, sem er 0,03 lömbum fleira en vorið 1995. Ein ær lét þremur fóstr- um, önnur tveimur og tvær drápust óbornar. Algeldar urðu 13 ær (2,9%), einlembdar 64 (14,1%), tvílembdar 328 (72,1%), þrflembd- ar 46 (10,1%) og 1 fjórlembd (0,2%). Af 862 lömbum fæddust 19 dauð, 16 dóu í fæðingu og 17 lömb mis- fórust af ýmsum orsökum, s.s. af vanþroska, hnjaski og í skurðum og dýjum, eftir að lambær voru settar út. Frá fjallrekstri 12 júlí til haust- vigtunar töpuðust 22 lömb. Alls misfórust 74 lömb undan ám, eða 8,6%, sem er 0,2 prósentum minni lambavanhöld en sumarið áður. Til fróðleiks er hér sýndur fæðingar- þungi tví- og þrflembinga, sem mis- fórust á sauðburði til fjallreksturs og eftir fjallrekstur til hausts, sem hlutfall af fæðingarþunga tví- og þrílembinga, sem lifðu til hausts. Þessar niðurstöður sýna, eins og undanfarin ár, að fæðingarþungi dauðfæddra tví- og þrflembinga er umtalsvert minni en þeirra sem lifðu til hausts. Hins vegar, eins og eðlilegt má teljast, er þessi munur minni hjá þeim, sem misfarast í fæðingu eða síðar og á það einkum við um tvflembingana. Til nytja komu 788 lömb eða 173,2 lömb eftir hverjar 100 ær, sem lifandi voru í byrjun sauðburð- ar, sem er 6,2 lömbum fleira en haustið 1995. Meðalfæðingarþungi lamba er sýndur í töflu 3. Meðalfæðingarþungi 861 lambs (eitt morkið tvflembingsfóstur var ekki vigtað), sem vigtað var nýfætt, var nú 3,84 kg, sem er 0,10 kg minni þungi en sl. vor. Til saman- burðar er sýndur fæðingarþungi lamba frá 1991. I viðamiklum fóðurtilraunum, sem gerðar voru á Hesti 1977-1986 og skýrt er frá í riti til minningar um dr. Halldór Pálsson (Frjósemi, Vöxtur og Fóðrun Sauðfjár, Búnað- arfél. Isl og Rannsóknarst landbún- aðarins 1989) kom skýrt fram, að fæðingarþungi lamba er nátengdur þyngingu og holdarfari ánna síðustu 6 vikumar fyrir burð, og jafnframt að fæðingarþunginn hefur mikil 184 FREYR-5. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.