Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 22
Dr. Sturla Friðriksson 75 ára
Hinn 4. aprfl sl. efndu Rannsóknastofnun landbún-
aðarins og Bændasamtök íslands til fræðslufund-
ar til heiðurs dr. Sturlu Friðrikssyni, en Sturla varð 75
ára fyrr á þessu ári. Fundurinn bar yfirskriftina „Bú-
skapur og vist á norðurslóð" og tilefni hans var að ný-
lega korrí út 10. hefti ritsins „Búvísinda", sem tileink-
að er Sturlu, en í ritinu eru birtar 15 fræðigreinar, auk
tveggja greina um störf Sturlu og ritverk. Greinamar
eru um margvísleg efni á sviði erfðafræði, landbúnað-
ar, vistfræði, veðurfræði og jarðfræði.
Á fundinum voru flutt níu erindi úr greinum ritsins,
þar sem m.a. var fjallað um jurtakynbætur, endingu
túngrasa, spírun melfræs, beit á ræktað land, hitafar og
gróður, jarðveg og búskaparsögu á Norðurlandi, sinu-
bruna og gróðurrannsóknir í Surtsey.
Dr. Sturla Friðriksson hóf störf hjá Búnaðardeild
Atvinnudeildar Háskólans, síðar Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, árið 1950. Þar var hann deildarstjóri
Jarðræktardeildar og starfaði óslitið á stofnuninni til
ársins 1992.
Sturla hefur átt sér fjölbreytt viðfangsefni á starfs-
ævi sinni, eins og áðurgreint efni 10. heftis Búvísinda
ber með sér. Hann hefur látið náttúruvernd til sín taka,
bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, og í
tengslum við það ferðast til staða á jörðinni sem fáir
íslendingar hafa heimsótt, t.d. til Suðurskautslandsins
og Galapagoseyja.
Sturla hefur verið afkastamikill við ritstörf og liggur
eftir hann fjöldi fræðigreina, auk bóka um vistfræði
íslands og þróun lífríkis í Surtsey. Þá liggja eftir hann
þrjár ljóðabækur. Þar er m.a. að finna eftirfarandi
limru, ort á nautaati á Spáni:
Á hringleikshúströppunum trónir
túristahópur og gónir
á kolmannýgt naut,
sem kollsteypu hlaut,
og kom öllum spánskt fyrir sjónir.
Frá frœðslufundinum, hjónin Sturla Friðriksson og Sigrún Laxdal, ásamt dóttur þeirra, Sigrúnu Asu./Freysmynd.
190 FREYR-5. ‘97