Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 38
Efling lifræns
búskapar á
Norðurlöndum
eftir Níels Árna Lund og
Olaf R. Dýrmundsson
Dagana 24.-26. febrúar sl. fund-
uðu 25 fulltrúar frá öllum
Norðurlöndunum um lífrænan land-
búnað á Honne ráðstefnumiðstöð-
inni við Mjösavatn í Noregi um 150
km norðan við Osló og 30 km frá
Lillehammer. I tengslum við ráð-
stefnuna var fulltrúum boðið að
heimsækja tvö lífræn býli, Fokhol
við Stange og Storödegárd skammt
frá Lillehammer. Einnig voru gestir
fræddir um búskap og mannlíf í
Heiðmerkur- og Opplandfylkjum.
Fulltrúar Islands á ráðstefnunni
voru þeir Níels Arni Lund, landbún-
aðarráðuneytinu og Olafur R. Dýr-
mundsson, Bændasamtökum ís-
lands sem flutti erindi um stöðu og
horfur í lífrænum búskap hér á
landi.
Virkt samstarf
Ráðstefnan var skipulögð og haldin
af norska landbúnaðarráðuneytinu
með styrk frá Norrænu ráðherra-
nefndinni (Norðurlandaráði). A
dagskrá voru einkum þau mál sem
varða þátt stjórnvalda og annarra
opinberra aðila í þróun lífræns
landbúnaðar á Norðurlöndum. Per
Harald Grue, ráðuneytisstjóri í
norska landbúnaðarráðuneytinu,
setti ráðstefnuna. Auk fulltrúa land-
búnaðarráðuneyta og annarra opin-
berra stofnana voru á ráðstefnunni
fulltrúar frá eftirlitsaðilum og vott-
Fimdað var í vel búnum og vistlegum
sal á Honne ráðstefnumiðstöðinni við
Mjósavatn (Ljósm. O.R.D).
unarstofum og einn bóndi sem
stundar lífrænan búskap en starfar
jafnframt fyrir DEBIO er annast eft-
irlit og vottun lífrænna afurða í Nor-
egi. Meðal helstu efnisþátta sem
fjallað var um var yfirlit um þróun-
ina síðustu árin, möguleika og ann-
marka, reglur Evrópusambandsins,
norræna samvinnu í framtíðinni og
samskipti á milli framleiðenda og
neytenda með áherslu á gæði vott-
unarþjónustu og notkun lífrænna
vörumerkja. I lok ráðstefnunnar
kom fram almennur áhugi á virku
samstarfi og samstöðu Norður-
landaþjóða um málefni lífræns
landbúnaðar, ekki síst með tilliti til
tengsla við Evrópusambandið og í
ljósi vaxandi samkeppni á búvöru-
mörkuðum. Norðmenn hlutu verð-
skuldað lof fyrir skipulagningu og
framkvæmd ráðstefnunnar og er
áformað að funda aftur um þessi
efni í Svíþjóð á næsta ári.
Mikil gróska
Á seinni árum hefur verið mikil
gróska í lífrænum búskap á öllum
hinum Norðurlöndunum og er ljóst
að með tilkomu aðlögunarstyrkja og
framkvæmdaáætlana, sem fela í sér
ríkulegar opinberar fjárveitingar til
rannsókna, kennslu, leiðbeininga,
markaðsþróunar og neytenda-
fræðslu, hefur lífrænt vottuð fram-
leiðsla aukist mikið. Samt er eftir-
spumin meiri en framboðið. Neyt-
endur eru greinilega tilbúnir að
greiða nokkuð hærra verð fyrir vör-
umar sem þeir telja hollari en hefð-
bundnar landbúnaðarafurðir, og auk
þess meta margir að verðleikum þá
umhverfis- og búfjárvernd sem felst
í viðurkenndum lífrænum búskap-
arháttum. Til marks um þessa miklu
grósku í lífrænum búskap má geta
þess að í Danmörku fjölgaði lífrænt
vottuðum búum úr 219 árið 1988 í
1050 bú árið 1995 og í Finnlandi
voru slík bú 671 að tölu árið 1990
en vom orðin 1818 árið 1994 og
4700 í fyrra.
Þetta sýnir svo að ekki verður um
villst að lífrænn landbúnaður hefur
öðlast almenna og opinbera viður-
kenningu. Það er því fjarri raun-
veruleikanum, eins og stundum
kemur fram, að þessir búskapar-
hættir henti eingöngu hippum, sér-
vitringum og sértrúarhópum. Líf-
rænn landbúnaður er orðin viður-
kenndur liður í landbúnaðarstefnu
margra landa og hafa Norðurlöndin
gefið gott fordæmi sem athygli vek-
ur. I því sambandi er athyglisvert
hve lífrænn búskapur er víða styrkt-
ur mikið af opinbem fé sem sýnir
m.a. hve hann er talinn mikils virði
fyrir bæði bændur og neytendur.
Hér á landi hefur oft verið leitað
fyrirmynda í dönskum landbúnaði.
Vissulega er óhætt að gera það hvað
hinn lífræna landbúnað varðar því
að Danir hafa rennt styrkari stoðum
undir þessa búskaparhætti en al-
mennt gerist.
Átaks er þörf
Þótt Islendingar séu um áratug á eft-
ir hinum Norðurlöndunum í þróun
lífræns landbúnaðar er vert að hafa í
huga að hér á landi eru að ýmsu
leyti ákjósanleg skilyrði til að taka
206 FREYR-5. ‘97