Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 23

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 23
Búskapur og vist á norðurslóð Ávarp dr. Sturlu Friðrikssonar á samnefndri ráðstefnu Fundarstjóri, góðir ráðstefnugest- ir! Mér þykir vænt um að fá í hendur þetta nýútkomna hátíðarhefti Bú- vísinda, og sjá hér saman komnar stórfróðlegar ritgerðir margra vina minna, sem hafa lagt ómælda vinnu ■ í að skrá greinar í bókina og tileinka mér ritsmíðina. Mér er ljúft að þakka innilega fyrir vinarhug allra þeirra, sem hafa lagt fram efni í þetta rit. Ég geri mér fulla grein fyr- ir því, að vinnan er ekki aðeins fólg- in í því að koma saman góðri rit- gerð, heldur liggur oft mikið rann- sóknastarf þar að baki, nýjar hug- myndir koma fram, ígrundun og yfirveganir eru viðhafðar og mat gert á fengnum niðurstöðum, sem stundum þarf að lýsa með flóknum útreikningum, teikningum og töflu- gerð, og síðast kemur svo að lokum sjálft ritverkið, sem jafnan þarf að margendurskoða, snyrta og færa í læsilegan, skipulegan og prenthæf- an búning. Ég þakka þeim greina- höfundum, sem munu hér á eftir skýra viðfangsefni ritsmíða sinna og einnig hinum þöglu, sem eiga ekki síðri ritgerðir í þessu hefti en hinir, þó þeir flytji hér ekki erindi í dag. Sumir jafnvel af óviðráðanleg- um og alvarlegum ástæðum, eins og dr. Olafur Jensson læknir og Blóð- bankastjóri, sem var einn af stjóm- armönnum Erfðafræðinefndar, og á vafalaust góða grein um sín hugð- arefni í þessu riti. En Ólafur er nú fallinn frá langt fyrir aldur fram. Þá vil ég koma á framfæri þakklæti mínu til ritnefndarinnar fyrir hennar eljusama starf við að koma þessu myndarlega ritsafni saman. Ég veit, að það hefur verið mikil vinna, en árangurinn er uppörvandi, því að þetta er glæsilega samansett rit og mikið að vöxtum. Mér þykir sérlega ánægjulegt að sjá, að hér skuli vera tíunda hefti í ritaröð Búvísinda, en ég fylgdi einmitt úr hlaði fyrstu heftum að forvera ritsins, sem voru „Islenskar landbúnaðarrannsóknir". Ég er einnig þakklátur þeim stofn- unum, sem að þinginu standa, stjómarmönnum og forstjómm fyrir að hafa heimilað þessi aukaspor í starfsemi þeirra. Síðan á undirbún- ingsnefnd hlýjan hug minn fyrir vel unnið framlag í skipulagi þessa málþings, mér til heiðurs á þessum tímamótum á ævi minni. ✓ Eg geri mér grein fyrir því, að þótt við séum hér samankomin við þetta ákveðna tækifæri, er það fyrst og fremst sameiginlegur áhugi fyrir því að leysa ýmis áður óleyst viðfangsefni, sem heillar okkur og hvetur til dáða og veldur því að þess háttar greinar em skráðar og þannig erindi eru flutt. Greinahöfundar hafa í þessu riti fjallað um ýmis svið náttúrufræða. Og sjálfur hef ég verið það lánsamur á lífsleiðinni að hafa ekki þurft að vera of rígbund- inn við þröngt verksvið í mínu starfi, en hef átt þess kost að koma nálægt allmörgum verkefnum Sturla stendur við sedrusviðinn í frœsöfnunarleiðangri 1950 á Eldlandi syðst ( Suður-Ameríku 5. ‘97-FREYR191

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.