Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 26

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 26
ríkir vandræðaástand í tengslum Háskólans við landbúnaðarrann- sóknir. Gæfuspor væri stigið með því að taka upp aftur þetta samband, þannig að landnýtingar- og land- búnaðarskor væri til við Háskólann í tengslum við náttúrufræðideild, því að nauðsynlegt er fyrir nútíma- bændur og ráðunauta að kunna sem best skil á nýjustu búnaðartækni, hagrænanum rekstri og markaðs- setnigu, auk þess að hafa haldgóða þekkingu á umhverfisvemd samfara hagstæðri landnýtingu. Auðveldast væri að tengja Búvísindadeildina á Hvanneyri náttúrufræðiskor Há- skólans, og veita nemendum á þessu sviði aðstöðu til náms á rann- sóknastofnunum landbúnaðarins. Ég starfaði við Atvinnudeildina sem plöntuerfðafræðingur og meg- inverkefnið mitt var fyrst jurtakyn- bætur, en brátt tók ég að fást við fleiri athuganir á ræktunarplöntum, og má segja að verksvið mitt hafi verið jarðrækt eða agrónómía, en sú fræðigrein fjallar um allt það sem lýtur að nýtingu ræktaðs lands og framleiðslu jarðargróða. Jurtakybætur eru ekki neitt áhlaupaverk, og það tekur oft meira en eina starfsævi að framleiða nýjan plöntustofn. Hér á landi byggist bú- skapur mest á grasrækt og þýðing- armikið er að nytjalönd búsins séu gjöful á góða og varanlega upp- skeru grasa til heyfengs og beitar. Því var það nauðsynlegt að við túnrækt væri hægt að sá grasfræi þeirra tegunda, sem gæfu bæði góða uppskeru, en þyldu einnig nærgöng- ula meðferð okkar á sverðinum og íslenskt veðurfar. Við upphaf túnaræktunar með plægingu og sáningu var aðeins völ á erlendu grasfræi, og það var eðli- legt að fara að leita að einhverjum innlendum, harðgerðum stofnum til þess að nota til túnaræktunar, í beitilönd og við uppgræðslu. Ég fékkst einkum við að velja íslenskt vallarfoxgras og íslenskan túnving- ul. Var tiltölulega auðvelt að fást við vallarfoxgrasið, en það var verra með túnvingulinn, því að illmögulegt reyndist að fá hann til þess að mynda nægilegt fræmagn hjá erlendum framleiðendum, og hér voru þá ekki aðstæður til að framleiða fræ. Lausnin var kannski helst að skapa þær fræræktarað- stæður hér á landi sem þurftu. Þá var það annað vandamál rækt- unar að túnin kól illilega. Var það rannsóknarefni að kanna hvað því ylli. Sú athugun leiddi meðal annars í ljós hvaða grastegundir var yfir- leitt að finna í íslenskum túnum, hvað hefði lifað af sáðgresi því, sem notað hafði verið, og hverju ætti helst að sá í tún. Harðgerðustu grös- in lifðu í kaltúnum og þau mátti nota sem staðfestingu á því hvað þolnast var, og ef til vill hafa til undaneldis og frekari ræktunar. Ekki þurfti endilega að bíða eftir kalárum til þess að kanna þol grasa. Harðfengi þeirra mátti meta, með því að reyna safn tegunda og stofna, í mismunandi hæð yfir sjó. Þar mátti finna veðurfar, er svipaði til þess, sem er í hörðum árum í byggð. Þær athuganir voru gerðar á örfoka melum, og með þeim tilraunum var um leið unnt að finna tegundir, sem hentuðu helst til uppgræðslu á auðnum landsins. Þetta voru byrj- unarathuganir á uppgræðslu há- lendisauðna. Tók Landsvirkjun meðal annars þátt í kostnaði af þessum uppgræðslurannsóknum, svo sem á virkjunarsvæði Þjórsár. Við þessar athuganir voru girtir af reitir, til þess að hindra beit, en sáð- reitir voru einnig utan girðingar, og var þá unnt að kanna hvað fé át af gróðrinum. En einnig mátti snúa dæminu við, og sá tegundum innan stórrar girðingar og beita þar búpen- ingi innan garðs. Þetta gerðum við fyrst með kýr á tilraunastöðinni á Varmá og síðan á Korpu með lamb- ær, og naut ég við þá tilraun aðstoð- ar dr. Stefáns Aðalsteinssonar bú- fjárfræðings við meðhöndlun fjár- ins og Guðmundar Gíslasonar, læknis á Keldum, sem athugaði sníkjudýr búfjárins og hagans. Þetta átti aðeins að vera spuming um hvaða tegundir væm lostætar fyrir búfé, þannig að velja mætti ræktun- arblöndu fyrir beitilönd, en um leið svaraði þessi tilraun fjölda annarra spurninga, til dæmis því hvort hér mætti ala fé á ræktuðu landi. I þess- um beitarblettum vom ekki ein- vörðungu ræktuð grös, heldur vom reyndar ýmsar jurtir, og káltegundir hafðar til góðgætis fyrir búpening- inn. Ræktun fóðurkáls, repju og fóð- urrófna lofaði góðu, og varð upp frá því hægt að mæla með ræktun þeirra tegunda til haustbeitar, og þessa beitarviðbót notuðu bændur sér víða um land. Ég hafði ferðast mikið um landið og var orðinn kunnugur ýmsum þáttum gróðurfars og getu staðhátta til þess að framfleyta gróðri. Ég fór að kanna áhrif veðurfars á vöxt grastegunda. Byrjað var á því að fylgjast með því samspili uppi við Hvítárvatn og síðan á Hveravöllum. Og Veðurstofan setti þar síðan upp fasta athugunarstöð, þar sem meðal annars var unnt að fylgjast með sprettu ýmissa grastegunda borið saman við það sem gerist á láglendi. Með þessu stússi var ég kominn alllangt frá hreinum jurtakynbótum. Ég var í starfi náttúmlega orðinn agrónóm, þar sem ég var að fást við rannsóknir á ýmsum sviðum jarð- ræktar, en þar sem ég var einnig far- inn að grúska í samspili ýmissa líf- vera og umhverfis þeirra, þótti mér ecologían eða vistfræðin enn væn- legri til fróðleiks en bein agrónóm- ía. Ritaði ég bókina „Líf og land“ um vistfræðilegt efni, og reyndi þar að skoða afkomu landsmanna frá vistfræðilegum sjónarhóli, þar sem augljóst var að samspil væri milli afraksturs gróðurlendis, búpenings og afkomu þjóðarinnar. Eg sá í hendi mér að það væri unnt að meta hlutfall milli uppskem gróðurs og búfjárfjölda og einnig milli búfjár og mannfjölda, og samnefnarinn gegnum þennan feril vom hitaein- ingamar, ættaðar frá sólarljósinu, sem flæddu um lífvef þessara ferla. Á meðan lítið af annarri orku kom inn í þetta íslenska vistkerfi mátti sjá hvernig mannfjölda hnignaði með minnkandi uppskem gróður- 194 FREYR-5. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.