Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 14

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 14
mörgum þrepum, fyrst í smáreitum á Korpu. Ár hvert eru milli 10 og 20 valdar úr þeim hópi til frekari fjölgunar og prófunar í alvöru til- raunum. Besta línan sem var í sum- ar á öðru ári í slíku prófi gefur 5% meiri uppskeru en x96-13.1 saman- tekt um tilraunir með tvíraðabygg hér á landi síðustu sjö árin voru lín- ur okkar í fyrstu þrettán sætunum. Bestu erlendu yrkin, Sunnita og Gunnilla, komu fyrst í fjórtánda og fimmtánda sæti. Jafnan er það svo að nýjustu línumar eru betri en þær fyrri og ég tel nú bestar nokkrar lín- ur, sem enn em ekki komnar í próf- un. Þær munu verða prófaðar í grannlöndunum í sumar jafnframt því sem þær komast í sínar fyrstu tilraunir hér. í þriðja lagi lofuðum við að sannprófa hvar á landinu og í hvers konar jarðvegi er vænlegt að rækta kom. Þá ætluðum við líka að grand- skoða vaxtarferil korns, hitaþörf þess og áburðarþörf í mismunandi jarðvegi. Ég sé nú að þetta hafa verið stór loforð og við höfum líka orðið að láta hendur standa fram úr ermum til þess að efna þau öll. En það hefur tekist ef við túlkum orð eins og grandskoða innan skynsam- legra marka. Ekki er tími til að tí- unda allar niðurstöður hér, en ég get tæpt á nokkrum atriðum. Fyrst má nefna könnun á landinu og mögu- leikum á komrækt. í því skyni gerð- um við tilraunir á 12 stöðum á land- inu sumarið 1994, 14 stöðum 1995 og 21 stað sumarið 1996. Öll sú til- raunastarfsemi hefur verið í sam- vinnu við ráðunauta á hverjum stað og bændur. Við þekktum áður nokkuð vel skilyrði í Rangárvalla- sýslu, Skaftafellssýslum og á Fljóts- dalshéraði. Við höfum með þessum tilraunum getað staðfest mjög góð kornræktarskilyrði í innanverðum Eyjafirði og í hluta Skagafjarðar. Eins horfir mjög vel í Borgarfirði og austanverðri Árnessýslu. Annars staðar eru möguleikar tæpari og velta á því að réttur jarðvegur sé fyrir hendi. Svo er farið um upp- sveitir Ámessýslu og Borgarfjarð- ar- og Breiðafjarðardali og ytri hluta Skagafjarðarhéraðs. Af sveit- um sem enn em óreyndar, en komið gætu til greina, má nefna Reykjadal og Aðaldal, Langadal og Vatnsdal, Ölduhrygg og Hnappadal. Tilraunir viðkomandi þessum hluta verkefn- isins hafa orðið tilefni til funda- halda með bændum og hef ég sótt 7 til 8 fundi ár hvert til þess að kynna niðurstöður þeirra. Sömuleiðis hef ég farið kornskoðunarferðir síð- sumars til að skoða akra í sveitum þar sem komrækt er á þróunarstigi. Athugun á áburðarþörf jarðvegs höfum við gert í hverri tilraun og höfum getað leiðbeint bændum eftir niðurstöðunum. Þörf fyrir nítur- áburð getur verið á bilinu 30 kg af nítri á hektara í mýrlendi og upp í 100 kg af nítri á hektara í sandi. Sendinn og malarborinn jarðvegur hlýnar fyrr á vorin en vatnsheldinn mýra- og móajarðvegur. Munað getur fjómm stigum á jarðvegshita milli jarðvegsgerða sandinum í vil og þar skríður kom þremur til sjö dögum fyrr en mýrlendi. Þessi mun- ur getur ráðið úrslitum um það hvort kom verður til nytja eða ekki á hinum erfiðari svæðum. í tilraun- um þessum höfum við einnig fundið út hitaþörf byggs til þroska og get- um til dæmis fullyrt að kom þarf 450 daggráður frá skriði þangað til það verður skurðarhæft eða um það bil 45 daga. Við höfum einnig feng- ið á hreint að miklu máli skiptir að sá snemma og sex stiga heitur dagur að vori er jafngildur níu stiga heit- um degi að hausti. í fjórða og síðasta lagi átti að kanna hvemig færi um rauðsmára og bygg í sáðskiptum. Þær tilraunir hafa verið gerðar samkvæmt áætlun og útkoman sýnir að rauðsmárann á einmitt að nota í sáðskiptum við bygg. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar á sama hátt og niðurstöður úr síðasta lið. ótt þriggja ára verkefni sé nú á enda kljáð, emm við enn í miðju verki. Ég álít að hér á landi sé um- hverfið heppilegt til þess að fást við kynbætur á byggi fyrir norðurslóðir. Urvalsþrýstingur á efnivið í tilraun- um er mikill og ég hef bent á hvaða einkenni hann dregur fram. Margt bendir til þess að úrval hér á landi gert skili efniviði, sem stendur sig öðrum betur á jaðarsvæðum í grannlöndunum. Starfi þessu verð- um við að halda áfram með ein- hverjum ráðum. Fyrst og fremst að sjálfsögðu í tengslum við komrækt okkar hér innanlands. Svo fylgir líka vonin um það að efni okkar geti komið að notum í öðmm löndum. Ég hygg að þetta verkefni hafi skilað öllu því sem ætlast var til af því og jafnvel nokkm umfram það. Við sem að verkefninu höfum unnið höfum haft af því mikla ánægju. Við höfum fengið tækifæri til þess að fylgjast með atvinnugrein í ömm vextf og þykjumst nú sjá hilla undir menningarbyltingu í landbúnaði. Við upphaf verkefnisins var kom ræktað í rúmum 500 hekturum en í vor verður sáð í meira en 1000 hekt- ara ef tíðin verður skapleg. Sums staðar höfum við átt því láni að fagna að vísa mönnum veginn, ann- ars staðar höfum við fengið að fylgjast með því sem var að gerast og hvarvetna höfum við lært nokk- uð. Komrækt á sér nú óðul í öllum landsfjórðungum, þótt þungamiðjan sé enn á Suðurlandi. Eg vil þakka Tæknisjóði Rann- sóknarráðs íslands og Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins fyrir að hafa styrkt þetta verkefni. Ég færi líka bestu þakkir þeim sem stóðu að verkefninu með okkur. Þar vil ég nefna Olaf á Þorvaldseyri, Magnús á Lágafelli, Kristján Bj. Jónsson á Selfossi, Guðmund H. Gunnarsson á Akureyri og forráðamenn Ax í Vestur-Landeyjum. Ég þakka líka ráðunautum öllum fyrir samstarfið. Bændum þeim sem hafa liðsinnt okkur þakka ég fyrir alúð og gest- risni. Síðast en ekki síst þakka ég öllum sem ég hef unnið með úti á akrinum við sáningu og komskurð oft í vondu veðri. Fátt tengir fólk betur saman en það að standa við komskurð með vasahníf í sjö vind- stigum og slyddu einkum ef menn eru hlífðarfatalausir og berhentir. □ 182 FREYR-5. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.