Freyr - 15.04.1999, Síða 10
Tafla 2. Bú meö mestar meöalafuröir áriö 1998
Eigandi Heimili Árskýr Kg mjólk % pró- tein Kjam- fóður
Jörfabúið Jörfa, Kolbeinsstaðahreppi 15,4 6910 3,28 946
Daniel Magnússon Akbraut, Holtum 16,0 6821 3,32 1121
B Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi 23,4 6615 3,36 1365
Félagsbúið Baldursheimi, Mývatnssveit 15,4 6463 3,38 1207
Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 24,7 6359 3,34 903
Reynir Gunnarsson Leimlækjarseli, Álftaneshreppi 23,1 6356 3,25 954
Ragnheiður og Klemenz Dýrastöðum, Norðurárdal 17,0 6185 3,23 1034
Hlynur Snær og Guðlaug Björk Voðmúlastöðum, A-Landeyjahreppi 20,4 6076 3,43 905
Eggert og Páll Kirkjulæk II, Fljótshlíð 35,3 6046 3,27 664
Magnús Jónsson M-Hattardal, Súðavíkurhreppi 11,2 6025 3,40 1096
Efemía og Egill Daufá, Lýtingsstaðahreppi 34,2 6019 3,32 1290
Ragnar og Magnús Birtingaholti I, Hmnamannahreppi 32,3 5999 3,28 969
Egill Sigurðsson Bemstöðum, Ásahreppi 27,7 5984 3,46
Ólafur K. Þorsteinsson Guttormshaga, Holtum 22,6 5969 3,34
Elías Guðmundsson Stóra-Ásgeirsá, Þorkelshólshreppi 22,5 5856 3,11 874
Jón Sigurðsson Stóm-Ökmm 2, Akrahreppi 27,2 5822 3,43 1372
Ólafur og Friðrika Bjamastöðum, Bárðardal 10,3 5812 3,39 907
Sverrir Magnússon Efra-Ási, Hólahreppi 28,0 5803 3,43 1361
Gunnar Kr. Eiríksson Túnsbergi, Hrunamannahreppi 27,8 5791 3,38 945
Pálmar Jóhannesson Egg, Rípurhreppi 33,3 5759 3,24 934
eru þetta miklar, þá nær verulegur
hluti allra skýrsluhaldara þeim
mörkum sem lengi voru notuð fyr-
ir afurðahæstu búin að framleiða
yfir 4000 kg af mjólk eftir árskú.
Af búum með 10 árskýr eða fleiri
voru 599 sem náðu þessu marki
árið 1998. Af þeim voru 11 bú sem
voru yfír 6000 kg markinu með
afurðir en langsamlega mesta
aukningin verður samt á næsta bili
þar fyrir neðan því að búin sem
brjóta 5000 kg múrinn á árinu voru
samtals 127.
Afurðarmestu búin 1998
í töflu 2 er á hefðbundinn hátt
gefið yfirlit um afúrðir á þeim 20
búum sem röðuðu sér efst árið 1998
og voru með 10 árskýr eða fleiri á
skýrslu.
Efsta sætið skipar að þessu sinni
Jörfabúið á Jörfa í Kolbeinsstaða-
hreppi en þar voru 15,4 árskýr
sem að meðaltali skiluðu 6910 kg
af mjólk en kjamfóðurnotkun á
hverja kú var 946 kg að jafnaði.
Þetta bú hefur farið með leiftur-
hraða upp þennan lista en árið
1997 var það fyrsta sinni á lista
yfir bú með yfir 6000 kg meðal-
framleiðslu.
Búið í öðm sæti er annað bú sem
er einnig tiltölulega nýtt í hópi af-
urðahæstu búanna en hefur fetað
hratt upp á stjömuhimininn síðustu
ár en það er bú Daníels Magnússon-
ar í Akbraut í Holtum. Hjá honum
vom árið 1998 16 árskýr sem að
jafhaði mjólka 6821 kg af mjólk og
kjamfóðumotkun er 1121 kg fýrir
hverja kú.
I framhaldinu kemur síðan
hópur búa sem segja má að hafi átt
fasta búsetu á þessari skrá um
fjölda ára. Bú Jóns og Sigurbjarg-
ar á Búrfelli í Miðfirði er í þriðja
sæti, en þar vom árið 1998 23,4
árskýr sem skila að jafnaði 6615
kg af mjólk. Kjarnfóðurnotkun þar
á búi er skráð 1365 kg fyrir hverja
kú að meðaltali.
Þessi þijú bú sem hér hafa verið
talin em öll með hærri meðalafurðir
en mest hafði áður þekkst á einu búi
hér á landi en það var árið 1996 á
Effi-Brunná í Saurbæ. Hér er því um
ffábæran árangur að ræða á þeim
búum sem hér að ffaman em talin.
Eins og oft hefur verið bent á síð-
ari ár er að mörgu leyti eðlilegra að
raða afurðahæstu búum með tilliti
til magns verðefna í mjólk. Röð
þriggja efstu búanna breytist ekkert
ef sá mælikvarði er notaður og
framleiðsla þeirra þannig mæld var
að meðaltali árið 1998;
Jörfabúið 497 kg
Akbraut 495 kg
Búrfell 477 kg
Þetta em að sjálfsögðu hærri
meðaltalstölur en áður hafa sést í
þessum efnum.
A mynd 3 er sýnd burðartíma-
dreifing hjá kúm sem hafa skráðan
burð á árinu. Bent hefur verið á
takmarkanir þær sem em á þessum
tölum vegna þess að hluta af burð-
arskráningu hjá kúm sem bera í
desember vantar ætíð á þetta
yfirlit. Eins og vænta má em engar
miklar breytingar sem verða séðar
á þessum upplýsingum frá síðasta
ári. Hins vegar vita allir sem
fylgst hafa með þessum málum að
feikilega mikil breyting hefur orð-
ið á burðartíma kúnna hér á landi
á síðasta áratug. Nú er megin-
þungi í burði kúnna að hausti og í
mánuðunum september, október
10- FREYR4/99