Freyr - 15.04.1999, Qupperneq 17
Blaðra 115 á Túnsbergi í Hruna-
mannahreppi með 133 stig. Þetta er
ung kýr undan Skó 90025 og Lóu
64 sem stendur einnig mjög ofar-
lega á þessum lista nú. Blaðra 115
hefur verið mjög afurðamikil kýr
og er í hópi afurðahæstu kúa á land-
inu árið 1998. Ekki hefur enn feng-
ist undan henni nautkálfur til und-
aneldis, en hálfbróðir hennar, und-
an Lóu 64, er á Uppeldisstöðinni.
Þijár kýr eru með 131 stig en þær
Kóróna 130 á Berustöðum í Asa-
hreppi og Flekka 922 á Efri-Brunná
í Saurbæ hafa báðar hækkað um tvö
stig ffá siðasta ári en báðar þessar
kýr eru áður vel þekktar sem af-
rekskýr til afurða og hafa komið við
sögu hér ffamar í þessari grein.
Undan Kórónu hefur Kóri 97023
verið í notkun sem ungnaut á
Nautastöðinni nýverið. Þriðja kýrin
er Steypa 223 á Syðri-Bægisá í
Öxnadal. Þetta er feikilega efnileg
ung kýr undan Þræði 86013. Þá er
Góðanótt 165 á Vorsabæ í Austur-
Landeyjum með 130 stig. Þetta er
gríðarlega efnileg ung kýr undan
Daða 87003 en móðir hennar, Nótt
104, var einnig mjög öflug kýr, ein
af eldri dætrum Andvara 87014.
Undan þessari ungu kú komu tveir
nautkálfar þegar hún bar öðru sinni
síðastliðið haust og eru þeir báðir á
Uppeldisstöðinni. Þama em dæmi
um það, sem þarf að gerast miklu
meira á næstu ámm, að undan allra
álitlegustu kúnum verði annar kálf-
ur þeirra undan nautsfeðmm og
þannig fáist strax naut til notkunar
undan þeim.
Ljóst er að á nautsmæðraskránni
em nokkrir systrahópar mjög stórir
og mikil ástæða til að veita bestu
kúnum í þessum hópum mikla
athygli. Þetta em að sjálfsögðu dæt-
ur nautsfeðra síðari ára sem fengið
hafa stóra dætrahópa sína í fram-
leiðslu. Langstærsti hópurinn er
eins og vænta má dætur Andvara
87014 en þær em 232 í þessum
hópi. Margar af þessum kúm em
feikilega álitlegar og verða nauts-
mæður á næstu ámm. Að vísu grisj-
ast þessi systrahópur verulega
vegna þess hve margar þeirra hafa
takmarkað efnamagn í mjólk. Hins
vegar em þetta kostakýr gagnvart
mörgum fleiri eiginleikum. Suðri
84023 á þama 163 dætur. Dætur
hans er þegar margar að fínna sem
mæður þeirra nauta sem em í notk-
un á Nautastöðinni eða í uppeldi á
Uppeldisstöðinni og verða áhrif
þeirra þannig mikil. I þennan kúa-
hóp verður áfram mikið leitað.
Þetta em griðarlegar afkastakýr, en
aðeins breytilegar í öðmm eigin-
leikum og það sem ef til vill er út á
allmargar þeirra að setja er að þetta
em ekki nægjanlega öflugar kýr að
skrokkbyggingu. Þá eiga bæði
Hólmur 81018 og Þráður 86013
þama á skrá 135 dætur hvor. Þetta
em dætrahópar sem miklu skiptir
að nýtist vel sem nautsmæður á
næstu ámm. Hólmsdætumar em
margar glæsikýr og meðal þeirra er
að finna margar kýr sem liggja
miklu hærra með próteinhlutfall
mjólkur en aðrar kýr. Það era þess-
ar kýr sem nú er feikilega brýnt að
nýta sem nautsmæður. Dætur Þráð-
ar em ekki eins sterklegar kýr, en
þær virðast hafa feikilega mikla
kosti um fijósemi og júgurhreysti,
auk þess sem efnahlutfoll mjólkur
em oft góð. Þá á Daði 87003 120
dætur á skránni. Þetta em einnig
mjög efnilegar kýr og margar sem
athygli em verðar og standa margar
framar Andvaradætmm um efhi i
mjólk. Þá em dætur Þistils 84013
108 á skránni en þær era, eins og
lesendur þekkja, eldri en hinna
nautanna sem hér hefur verið fjall-
að um og er því nokkuð farið að
fækka. Margar þessara kúa em þeg-
ar orðnar nautsmæður og eins og
fram kemur á öðmm stað í blaðinu
kemur nú til notkunar sem reynd
naut hópur af hálfbræðmm þessara
kúa sem vænta má að skilji eftir sig
stór spor í kúastofni næstu ára. Að
siðustu skulu nefhdar dætur Bassa
86021 en af þeim em 92 á skránni.
Þó að þessar kýr séu ekki flestar
hverjar neinir afreksgripir um
mjólkurmagn í samanburði við
dætur nautanna sem áður em nefnd
þá hafa margar þeirra feikilega hátt
próteinhlutfall í mjólk og ákaflega
brýnt er að ná þeim eiginleika
sterkar inn í ræktunina en verið hef-
ur upp á síðkastið.
Að síðustu er vemleg ástæða til
að vekja athygli eigenda vel ættaðra
ungra kúa, sem sýna góða kosti, á
að sæða þær með sæði úr nauts-
feðmm. Þessar kýr koma til með að
ryðjast inn á nautsmæðraskrá í
stórum hópum á næsta ári og ákaf-
lega mikilvægt að geta nýtt þær
strax í ræktunarstarfinu. Hér er al-
veg sérstök ástæða til að benda á
dætur nauta eins og Svelgs 88001,
Óla 88002, Ugga 88004, Flakkara
88015, Holta 88017, Sporðs 88022,
Þymis 89001 og Búa 89017.
IVlolar
Bandarískt
hormónakjöt
til Evrópu
Bandarískt hormónakjöt er á
leið inn í stórmarkaði í ESB og
Noregi. Framkvæmdanefnd
ESB hefur gefist upp í barátt-
unni við hormónakjötið. Hún
leggur ekki í nýtt stríð eftir
„bananastríðið“. ESB hefur í
tíu ár neitað að hleypa banda-
rísku hormónakjöti inn á
markað sinn en hefur á hinn
bóginn ekki tekist að sannfæra
Alþjóða viðskiptastofnunina
um réttmæti bannsins. Sem
málamiðlun felist fram-
kvæmdastjórnin á innilutning
með því skilyrði að kjötið verði
sérstaklega merkt, þ.e. sem
„bandarískt“ en ekki hormóna-
kjöt. Enginn vafí er talinn leika
á því að gerðar verða sömu
kröfur til Noregs og ESB.
(Bondc og Smábruker nr. 5/1999).
FREYR 4/99 - 17