Freyr - 15.04.1999, Síða 26
Kynbótaeinkunnir
nauta 1999
r
Iþessari grein er ætlunin að
fara nokkrum orðum um nýtt
kynbótamat nautanna sem
unnið var í byrjun mars á þessu
ári. í grein á síðasta ári var gerð
grein fyrir þeim víðtæku breyt-
ingum sem þá voru gerðar á eink-
unnaútreikningum. Þá var fjölgað
mjög mikið þeim eiginleikum
sem kynbótamat er reiknað fyrir.
Að þessu sinni eru engar breyt-
ingar gerðar á framkvæmd sjálfra
útreikninganna, einungis stækkar
sá gagnagrunnur, sem byggt er á,
umtalsvert með hverju ári.
Þannig ætti grunnur einkunna að
verða öruggari með hverju ári
sem líður.
Til að fá heildardóm, þegar far-
ið er að vinna með marga eigin-
leika eins og nú er orðið í naut-
griparæktinni, er nauðsynlegt að
sameina eiginleika í eina heildar-
einkunn. Á fundi vinnuhóps um
nautgriparækt í mars sl. var
ákveðið að breyta þessari heildar-
einkunn lítillega frá því sem var á
síðasta ári. Þær breytingar eru
þær að dregið er úr vægi afurða
úr 65% í 60% en þau fimm pró-
sent i vægi eru flutt yfir á eink-
unn um frumutölu mjólkur. Þá
var ákveðið að fella gæðaröðun
út sem sérstakan þátt í heildar-
einkunn nautanna. Ástæða þess er
sú að athuganir sýndu að þessi
eiginleiki var að meginþáttum
samsettur úr tveim eiginleikum,
þ.e. afurðasemi kúnna í mjólkur-
magni og mjöltum, og í raun því
verið að færa aukalegt vægi á
þessa eiginleika með því að hafa
þennan þátt einnig með í heildar-
einkunn. Þau 4% sem þar eru
felld niður voru flutt yfir á eink-
unn fyrir júgur sem þá fær 8%
vægi. Eftir þessar breytingar er
því heildareinkunn þannig upp
byggð:
eftir
Ágúst
Sigurðsson
°g
Jón Viðar
Jónmundsson
Bænda-
samtökum
íslands
Heildareinkunn =
0,6*afurðamagn + 0,l*mjaltir +
0,l*frumutal + 0,08*júgur +
0,04*spenar + 0,04*frjósemi +
0,04*skap.
í töflu er gefið yfírlit um eink-
unnir þeirra nauta sem hafa mest
áhrif í kúastofninum í landinu í
dag. Þama á að vera að finna þau
naut úr síðustu árgöngum sem
fengið hafa frekari notkun að lok-
inni afkvæmarannsókn. Einkunn-
ir nautanna, sem að þessu sinni
voru í afkvæmarannsókn, eru
hins vegar allar í grein um af-
kvæmarannsóknirnar á öðrum
stað í þessu blaði og vísast til um-
íjöllunar um þau naut þar.
Rétt er að fara örfáum orðum um
þær breytingar sem verða á eink-
unnum eldri nauta. Fyrir þeim em
fleiri ástæður. Sú mikilvægasta er
að sjálfsögðu sú að ffekari upplýs-
ingar hafa verið að bætast við um
dætur nautanna. í því sambandi er
rétt að benda á að þetta á í reynd við
um upplýsingar um nánast alla eig-
inleika, en ekki aðeins afurðir
kúnna, fmmutölu og frjósemi.
| Gagnvart útlitsþáttum koma upp- |
lýsingar úr skoðun dætra nautanna
á hverju ári. Rétt er að benda á að
skoðun á ungum kúm hefur verið
að aukast á hverju ári og þannig
bætist talsvert við upplýsingar um
dætur eldri nautanna á hverju ári og
einnig er eðlilegt að einkunnir
þeirra geti breyst af þeirri ástæðu. í
þriðja lagi em að koma inn miklar
upplýsingar um afkomendur að
öðmm ættlið, og þær upplýsingar
nýtast allar við kynbótamatið vegna
þess að þar em notaðar allar upp-
lýsingar sem tengjast nautinu, ekki
aðeins upplýsingar fyrir dætumar. I
íjórða lagi má í sumum tilvikum
rekja breytingamar beint til þeirra
breytinga sem ræddar em hér að
framan um vægi einstakra eigin-
leika í heildareinkunn.
Sömu naut
en önnur röðun
Þegar litið er yfir töfluna og
leituð upp þau naut sem efst
standa í heildareinkunn þá eru
þetta sömu nautin og á síðasta ári
en röð þeirra innbyrðis hefur
breyst nokkuð.
Andvari 87014 er nú kominn í
efsta sætið og hefur hækkað frá
síðasta ári. Vegna þess hve dætur
hans em orðnar margar á skýrslu er
dómur hans um flesta eiginleika
orðinn mjög nákvæmur, en feiki-
legur fjöldi dætra hans hefur bæst
við ffá síðasta ári. Það sem hækkar
hann nú í einkunn er að mat hans
bæði um frjósemi og frumutölu
hækkar ffá síðasta ári. Hjá honum
kemur fram, eins og svo mörgum
öðram af bestu nautunum, að and-
stæður em miklar í einstökum eig-
inleikum, oft fer saman að gripur
sem er afburðagripur í einum eig-
inleika er með þeim slökustu gagn-
vart öðmm. Þannig er Andvari með
mjög lágt mat um frjósemi dætra,
þó að það hækki nokkuð frá síðasta
ári. Nú er ástæða til að benda á það
að fijósemi dætra er metin á gmnni
bils á milli burða. Ljóst er að sá
mælikvarði hefur augljósa veik-
26- FREYR 4/99