Freyr - 15.04.1999, Side 29
hópur af ungum kúm sem margar
eru mjög athyglisverðar vegna ytra
útlits og virðast fyllilega ætla að
standa undir þeim væntingum um
afurðir sem fyrra mat hans gaf til-
efni til.
Afkvæmadómar
nauta sem fædd
eru áriö 1991
Þegar kemur að nautunum sem
fengu afkvæmadóm á síðasta ári
skal bent á eftirfarandi: Negri
91002 hækkar fremur í mati um af-
urðasemi og einnig um frjósemi og
frumutal, en sá eiginleiki er samt
veikur hjá honum og þar sem vægi
hans í heildareinkunn eykst mest
lækkar hún um eitt stig. Hlemmur
91004 hækkar talsvert í mati fyrir
mjólkurmagn og einnig fyrir
frumutal og heildareinkunn hans
hækkar um eitt stig. Hljómur 91012
hækkar einnig í mati um afurðir, en
hins vegar lækkar enn dómur hans
bæði um frjósemi og frumutölu,
sem þó var neikvæður fyrir, þannig
að heildareinkunn hans lækkar um
tvö stig. Búði 91014 lækkar einnig
í heildareinkunn um tvö stig en
verður samt áfram á nautaspjaldi
vegna þess að hann er kominn með
jákvæðan dóm um próteinhlutfall í
mjólk.
Gyrðir 91016 hækkar verulega í
mati um mjólkurmagn og er með
107 i heildareinkunn, þannig að rétt
þykir að bjóða upp á almenna notk-
un hans og bætist hann því að þessu
sinni á nautaspjald, en vísast að
öðru leyti til umfjöllunar um dætur
hans í grein um afkvæmarannsókn-
ir í Frey á síðasta ári. Skjöldur
91022 lækkar nokkuð í mati um
mjólkurmagn, en hækkar í mati um
frjósemi dætra, en heildareinkunn
hans lækkar um þrjú stig, að tals-
verðum hluta vegna hins mjög lága
mats sem hann hefur um frumtölu.
Blandon 91023 lækkar það mikið í
mati að ekki þótti ástæða til að
bjóða hann frekar til nota sem reynt
naut. Þá lækkar Skutur 91026 um
sex stig í heildareinkunn, að hluta
vegna talsverðrar lækkunar í mati
um afurðasemi dætra, þar sem hann
stendur samt með fimahátt mat,
hins vegar lækkar enn mat um frjó-
semi dætra og mat hans um frumu-
tölu er einnig lágt. Krossi 91032
lækkar í heildareinkunn um tvö stig
og er það vegna mjög slaks mats
um frumutölu sem því miður hefur
enn lækkað, en hins vegar hækkar
mat hans um afurðasemi dætra. Það
naut sem mest styrkir stöðu sína á
milli ára úr hópi nauta í þessum ár-
gangi er Bætir 91034. Hann hækkar
í heildareinkunn um fjögur stig.
Fyrir afurðir hækkar mat hans
nokkuð. Það sem samt er allra at-
hyglisverðast er að mat hans um
frumutölu hækkar umtalsvert og
þar er hann nú kominn með eitt
allra hæsta mat allra nauta eða 125.
Nautgriparœktartöflur
s
ritinu „Nautgriparæktin“ voru margháttaðar töflur varðandi ræktun nautgripa sem ekki er að
finna í þessu blaði. Hliðstæðar töflur standa mönnum til boða nú í sérstakri útgáfu, gegn vægu
gjaldi. Sú útgáfa verður væntanlega tilbúin í maí nk. Þeir sem óska eftir að kaupa „Nautgripa-
ræktartöflur“ geta pantað ritlinginn með því að hringja til Bændasamtakanna eða fylla út meðfylgj-
andi pöntunarseðil og senda hann í pósti eða í bréfsíma.
Eg óska eftir að kaupa „Nautgriparæktartöflur“ sem áður birtust í ritinu „Nautgriparæktin“
Nafn _____________ Kennitala_
Heimili
Póstnúmer_______ Póstumdæmi
Viðtakandi:
Bændasamtök íslands
Bændahöllinni v/Hagatorg
Pósthólf 7080
127 Reykjavík
Sími: 563 0300
Bréfsími: 562 3058
FREYR 4/99 - 29