Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1999, Page 30

Freyr - 15.04.1999, Page 30
Sjálfvirkur mjaltabúnaður sem virkar Inngangur Á allra síðustu árum hefur þróun við gerð alsjálfvirks mjaltabúnaðar verið mjög hröð. Tækninni hefur fleytt fram og það tók langan tíma að leysa öll þau vandamál sem upp komu við notkun slíkrar hátækni. Einnig höfðu margir efasemdir um að slíkar aðferðir væru siðfræðilega réttar og atriði eins og eftirlit með mjólkurgæðum voru talin ófúll- nægjandi í byrjun. Slíkar efasemd- arraddir virka harla hjáróma í dag vegna þess að það er búið að leysa í stórum dráttum flest þau vanda- mál og vafaatriði sem uppi voru. Skoðunar- og kynnisferð Dagana 19.-24. mars siðastliðna fóru undirritaðir í kynnisferð til Hollands þar sem skoðuð voru al- sjálfvirk mjaltatæki, sem stundum hafa verið nefnd mjaltaróbótar (milking robots). Ferðin var farin á vegum fyrirtækisins Vélar & Þjón- usta, skipulögð af hollenska fyrir- tækinu Lely. í ferðinni voru auk undirritaðra, þeir Oddur Ólafsson og Sverrir Geirmundsson frá V&Þ, og svo úr bændastétt þeir Amar Bjami Eiríksson, Gunnbjamarholti í Gnúpverjahreppi, Benedikt Hjaltason, Hrafnagili í Eyjafirði, Bjami Aðalsteinsson, Gmnd í Eyja- firði, Jóel Bæring Jónsson, Saurs- stöðum í Haukadal í Dölum, og Óli Pétur Gunnarsson, Litlu-Sandvík í Flóa. Alls vom heimsótt 13 bú, þar af var eitt skólabú og tvö tilrauna- bú. Á 11 búum var Lely sjálfvirkur mjaltabúnaður, á skólabúinu var sjálfvirkur mjaltabúnaður frá fyrir- tækinu Prolion og á einu búi var ekki sjálfvirkur mjaltabúnaður enda var tilgangur heimsóknarinnar þangað að skoða fóðmnarkerfi frá hollenska fyrirtækinu Wee-link. Það sem strax vekur athygli þeg- eftir Lárus Pétursson °9 Þórodd Sveinsson Rannsókna stofnun landbún- aðarins ar komið er í fjós með Lely Astro- naut, eins og tækið nefnist, er hversu þróuð aðferðin virðist vera orðin, og hversu rólegar og afslapp- aðar kýmar virðast vera í þessu kerfi. Kerfíð gengur út á það að kýmar beri fullt traust til alls um- hverfisins og búnaðarins, komi sjálfviljugar í mjaltir þegar þeim hentar og að eigin ákvörðun sem þýðir að kýr kemur aldrei stressuð til mjalta eða undir andlegu álagi og er því róleg og þæg á meðan á mjöltum stendur. Kýmar fá kjam- fóður í mjaltaklefanum en það er sú gulrót sem lokkar þær inn í klefann, en eftir stendur engu að síður að það er ákvörðun kýrinnar að fara inn i klefann og hún veit að hún mun verða mjólkuð ef hún fer þar inn og fer því ekki inn nema hún sé sátt við það að verða mjólkuð i leið- inni. Annað sem vekur athygli er hversu íyrirferðarlítill búnaðurinn er og hversu auðvelt er að koma honum fyrir í ijósinu án mikilla breytinga eða endurskipulagningar. Fjósin, sem komið var í vom af ýmsum stærðum og gerðum, ýmist byggð sérstaklega með þessa tækni í, huga eða að tæknin var sett i eldri hús og í öllum tilvikum hafði tekist að koma búnaðinum þannig fyrir að kerfið virkaði vandræðalaust. Mjaltabúnaðurinn með öllu tekur u.þ.b. 15 m2 gólfþláss. Hvernig vinnur tækiö? Astronaut mjólkar með einu mjaltatæki en er allan sólarhringinn að störfum og miðað er við að eitt tæki anni um 60 mjólkandi kúm sem séu mjólkaðar að meðaltali þrisvarádag. Það þýðir að ef burð- artími er jafn yfir árið þá er hægt að vera með 65-70 kýr. Það er þó auð- vitað ekkert nauðsynlegt að vera með svo margar kýr og nokkrir þeirra sem við heimsóttum voru með færri, allt niður í um 45 kýr, og samkvæmt upplýsingum fylgdar- manns okkar frá Lely þá er til eitt bú í Belgiu sem er einungis með 32 kýr og samt með svona mjaltabún- að. Á sama hátt má segja að ef menn vilja búa ennþá stærra þá er ekkert því til fyrirstöðu að vera með fleiri en eitt tæki, og á tveimur af þeim búum sem við heimsóttum voru tvö tæki. Kýmar gátu þá valið í hvort tækið þær fóm. I öðm til- vikinu vom tækin hlið við hlið í enda Qóssins, en í hinu vom tækin hvort á sínum staðnum í fjósinu, en samt þannig að allar kýmar höfðu aðgang að báðum tækjunum. Það virðist þvi ekki skipta mjög miklu máli hvemig búnaðinum er kornið fyrir í fjósunum, hann virkar alltaf. Þegar engin kýr er í mjaltaklefan- um er hann opinn og bíður eftir næstu kú. Um leið og kýr gengur inn í klefann lokast hann á eftir henni, hún byrjar að fá kjamfóður í smáum en reglulegum skömmtum sem miðast við hversu mikið kjam- fóður viðkomandi kú er ætlað að fá. Armur mjaltatækisins fer undir kúna og þvottabúnaðurinn strýkur af spenunum, en það em tvær rúllur 30- FREYR 4/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.