Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.1999, Qupperneq 31

Freyr - 15.04.1999, Qupperneq 31
með blautum klútum sem snúast hvor gegn annarri og taka spenana á milli sín. Síðan setur armurinn spenahylkin á spenana, byrjar á aft- urspenunum, fyrst þeim sem venju- lega er lengur að mjólkast og svo eni framspenamir valdir á sama hátt. Það er sérstakur geislaskynj- ari á arminum sem sér um að finna spenana og armurinn á því auðvelt með að hitta jafhvel þó að kýrin standi ekki alveg kyrr i klefanum, en hún hefur svigrúm til að hreyfa sig svolítið. Komi það fyrir að kýr- in framkvæmi snögga hreyfingu í þann mund sem armurinn ætlar að setja hylki á spena, þannig að hann hittir ekki og hylkið sogast á júgr- að, kemur fljótlega í ljós að engin mjólk streymir um hylkið og þá er hylkið tekið af, speninn staðsettur upp á nýtt og hylkið sett á aftur. Gangi það ekki þá er reynt enn aft- ur, en gangi það ekki í þriðju tilraun er kúnni sleppt út ómjólkaðri og kemur hún undantekningalítið fljót- lega aftur í klefann þannig að hægt er að gera aðra tilraun. Þegar armurinn hefur sett á alla spena (ef kýr er þríspena er að sjálf- sögðu bara sett á þrjá) bíður hann meðan kýrin mjólkast og tekur svo af hverjum spena um leið og klárast úr honum. Það eru sem sagt engar tómmjaltir þó að kýr séu mis- mjólka. Hver speni er mjólkaður óháð hinum og magn, mjaltatími o.fl. skráð fyrir hvem spena. Gerist það að kýr sparki af einum spena eða fleirum meðan á mjöltum stendur hefur það engin áhrif á þau hylki sem eftir em, og armurinn setur afspörkuðu hylkin umsvifa- laust á aftur og mjaltir halda áfram eins og ekkert hafí í skorist. Þegar tekið hefur verið af síðasta spena er spenavöm úðað á spenana, armurinn víkur undan kúnni með hylkin, kúnni er hleypt út og ef hún vill ekki fara er sérstakur búnaður sem stuggar við henni eftir ákveð- inn tima. Hylkin em skoluð með vatni að utan og innan eftir hverja kú, og þvottarúllumar em þvegnar með sótthreinsiefni eftir hverja kú. Gæðastjórnun Einn af kostum þessa kerfís er hversu allt eftirlit og skráning á upplýsingum er vel skipulagt. Kýmar em með sérstök merki um hálsinn sem gerir mjaltatækinu kleift að þekkja hvaða kýr er að koma til mjalta hverju sinni, og all- ar upplýsingar um viðkomandi grip em þekktar, svo sem hvað hún á að fá mikið af kjamfóðri og ef eitthvað er afbrigðilegt, t.d. ef hún er þrí- spena, ef mjólkin má ekki fara í tankinn vegna fmmutölu, lyfja, burðar o.s.ffv., og mjaltabúnaður- inn getur því meðhöndlað bæði kúna og mjólkina eftir því sem við á hverju sinni. Þá þekkir tækið frá fyrri reynslu nokkum veginn hvar spenar em staðsettir á viðkomandi kú og er því fljótt að fínna þá. Sér- stakur leiðnimælir fylgist með mjólkinni úr hveijum spena og læt- ur vita ef eitthvað er athugavert. Það er mikilvægt hjálpartæki til greiningar á júgurbólgu á fmmstigi. Sérstakur skynjari er í hálsbandinu sem fylgist með hversu virk kýrin er í hópnum á milli þess sem hún er mjólkuð. Efhún er mun órólegri en venjulega em gefin skilaboð um það, en það getur t.d. verið ef kýrin er yxna. Á sama hátt em gefín skilaboð ef kýrin er óvenju dauf, sem getur þá gefið til kynna að eitt- hvert slen sé í uppsiglingu, t.d. súr- doði. Skráð er nákvæmlega hvenær hver kýr kemur til mjalta, hversu oft á dag að jafnaði, nyt er skráð sérstaklega úr hverjum spena eins og fyrr segir, mjaltatími hvers spena, meðalflæði, hámarksflæði og hversu langur tími líður ffá því að sett er á spenann og þar til mjólk fer að streyma úr honum. Kjam- fóðrið er skráð og hægt er að láta búnaðinn stjórna kjarnfóður- skammtinum sjálfkrafa út frá nyt og staðsetningu á mjaltaskeiði. Upplýsingasöfnunin er sem sagt mjög viðamikil enda fylgir öflugur tölvubúnaður tækinu (200 MHz er lágmark í dag) og vel þróað tölvu- forrit sem heldur utan um upplýs- ingamar, en það gerir bóndanum kleift að viðhafa strangt effirlit og öfluga gæðastjómun á búinu. Fjósið og Huppa Grunnhugmyndin, sem unnið var út frá þegar verið var að hanna þennan búnað, var að kýmar skyldu lifa i umhverfi og við aðstæður sem væm þeim sem eðlilegastar. Kým- ar em því lausar og frjálsar í Qós- inu, þ.e.a.s. við erum að tala um lausagöngufjós með legubásum, svokölluð legubásaQós. Kýmar hafa frjálsan aðgang að legubás, fóðri, vatni, klóm, mjöltum og öðr- um þeim þægindum sem sjálfsögð þykja. Huppa gamla gerir því ná- kvæmlega alltaf akkúrat það sem FREYR 4/99 - 31

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.