Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1999, Page 32

Freyr - 15.04.1999, Page 32
henni sýnist. Hún liggur í legubás þegar hún vill slappa af og jórtra o.þ.h., hún skreppur og fær sér tuggu þegar hún er svöng, sullar kannski aðeins i vatninu i leiðinni, kemur svo kannski við í klórunni í bakaleiðinni, fer í mjaltir þegar henni sýnist svo og smjattar á kjarnfóórinu í leiðinni, röltir stund- um um göngusvæðin og heilsar upp á Skjöldu vinkonu sina áður en hún hreiðrar um sig í legubás aftur og fær sér smá blund eftir að hafa rek- ið kvíguna Sokku af básnum við hliðina „svo að maður geti nú teygt almennilega úr sér“. Upphaflega var gert ráð fyrir að það gæti þurft að þvinga kýrnar til mjalta á þann hátt að þær kæmust ekki í gróffóðr- ið nema fara í gegnum mjaltaklef- ann, og á tveimur af þeim búum sem við heimsóttum var fyrirkomu- lagið þannig. A nokkrum af hinum búunum hafði það verið þannig í upphafi en bændurnir voru búnir að opna þau hlið sem hindruðu frjálsa umferð um allt íjósið, einfaldlega vegna þess að reynslan sýnir að kýmar koma sjálfviljugar til mjalta og slíkar hindranir virðast því vera óþarfar í flestum tilvikum. Dagur í lífi bóndans Fyrsta verk bóndans að morgni er að prenta út skilaboðalista með þeim skilaboðum sem orðið hafa til síðan athugað var síðast. Skilaboð- in geta verið allmörg, algengt að þau séu ca 2-10 eftir nóttina, en langflest eru þess eðlis að ekki er þörf á að rjúka út í ijós alveg strax - já, það er að sjálfsögðu hægt að vera með tölvuskjá bæði úti í fjósi og inni í íbúðarhúsi - þannig að áð- ur en rokið er út mætti t.d. hugsa sér að færa konunni kaffið i rúmið, hjálpa krökkunum að tína á sig spjarirnar, hlusta á veðurfréttimar svona tvisvar, og ef það er sunnu- dagur er nú voða notalegt að skríða bara upp í aftur smá stund. Skila- boðin sem um er að ræða geta verið t.d. að Huppa hafi verið venju fremur óróleg á milli mjalta, Skjalda át ekki almennilega kjam- fóðrið sitt, Sokka hefur ekki mætt í mjaltir í hálfan sólarhring en er vön að koma á sex tíma fresti, Grön er með óvenju háa leiðni í mjólk úr vinstri afturspena, Frekja var með óvenju lítið magn í hægri fram- spena o.s.frv. Svo geta auðvitað komið upp alvarlegri atvik eins og ef að Huppa verður vond, sparkar af sér og slítur slöngurnar af hylj- unum í leiðinni. Ennþá er tæknin ekki komin á það stig að slíkt lagist sjálfkrafa, þannig aö þá þarf bún- aðurinn að fá aðstoð mannsins til þess að geta haldið áfram að starfa. Þess vegna er bóndinn með boð- tæki á sér og fær hljóðmerki ef það gerist að búnaðurinn treystir sér ekki til að halda áfram án hjálpar. Þeim bændum sem heimsóttir vom bar saman um að það gerðist afar sjaldan, og einhverjir höfðu fyrir reglu að slökkva á boðtækinu á nóttunni. Reglulega þarf að skipta um mjólkursíu (ca. einu sinni til tvisvar á dag - fer líka eftir kröfum í reglu- gerðum hvers lands), og um leið er ágætt að þurrka af auga geisla- skynjarans, en hann blindast ef of mikill skítur safhast á glerið. Þegar mjólkurbíllinn kemur þarf bóndinn að vera viðstaddur og stöðva mjalt- ir á meðan tankurinn er þveginn ef einungis er einn mjólkurtankur. Nokkrir af þeim, sem heimsóttir vom, höfðu hins vegar tvo mjólkur- tanka, einn aðaltank sem mjólkur- bíllinn tæmir og annan minni svo- kallaðan „buffer“ tank. Þá þarf bóndinn ekki að vera viðstaddur þegar mjólkurbillinn kemur heldur skiptir mjólkurbílstjórinn bara með rofa þannig að mjólkin fer að fara í litla tankinn og fer í hann þangað til bóndinn er búinn að þvo stóra tank- inn. Þá dælir hann mjólkinni yfír í þann stóra og getur þvegið þann litla og gert kláran. Bóndinn þarf að fóðra gripi sína, en með þeirri tækni, sem aðgengi- leg er nú til dags, tekur það oft um 10-15 mínútur á dag, og jafnvel minna, t.d. á búinu þar sem við skoðuðum Wee-link fóðmnarkerf- ið, þar er gefið á 5 daga fresti (tekur ca 20-30 mín.) og bóndinn kvartaði helst yfir því að það kemur stöku sinnum fyrir að hann þarf að gefa á sunnudegi! Vinnusparnaður er verulegur með þessari mjaltatækni fýrir utan það að vinnutiminn er mun frjálsari þegar bóndinn er ekki bundinn af fostum mjaltatímum. Einn bóndinn sem við heimsóttum er með tvo Astronauta og framleiðir um 1.000.000 (eina milljón) lítra af mjólk á ári og vinnuþörfin er 1,5 ársverk, þ.e.a.s. hann sér einn um Mynd 2. Algengt var að sjá kýrnar biða í röð eftir að verða mjólkaðar. Ljósmynd: Þóroddur Sveinsson. 32- FREYR 4/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.