Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 9
Greniskógur í landi Skógrœktar ríkisins á Stálpastöðum í Skorradal. (Ljósm. K H.G.). t.d. verið mjög ábótavant. Það þýðir að við erum ekki að læra af reynslunni eins og við ættum að gera. Það ætti t.d. að vera krafa stjórnvalda að fá að vita um árangur eða afföll í skógrækt sem nýtur opinberra styrkja. Hverjar verða aðaláherslur Skógrœktar rikisins í byrjun nýrrar aldar? Lagaumhverfíð og símat á stefnu stofnunarinnar. í nýju frumvarpi er tillaga að svokölluðu skógráði. Það samanstendur af fulltrúum þeirra sem helst koma að þessum mála- flokki á einhverju stigi í stjómkerf- inu. Þetta verður ráðgefandi nefnd fyrir ráðherra, sem tekur mið af mismunandi áherslum á hverjum tíma. Við þurfum að geta bmgðist við breytilegum aðstæðum með réttum hætti, en ekki með bráða- birgðareddingum eins og verið hef- ur of lengi. Við þurfum sífellt að vera að spyrja hvaða leiðir séu fær- ar og endurskoða það sem er í gangi. Hvernig sérðu fyrir þér aukna tekjumöguleika til skógrœktar? Á sínum tíma var ákveðið að ár- in 1997-2000 yrði lagt aukið fé til skógræktar til að uppfylla al- þjóðlegar skuldbindingar um kol- tvísýringsbindingu. Nú er þetta tímabil hálfnað og vel það. Það er mjög nauðsynlegt að skilningur á þessu hlutverki skóg- ræktar sé fyrir hendi hjá fjárveit- ingavaldinu. 1 upphafi þessa verkefnis þurfti að leggja veru- lega áherslu á rannsóknir til að vita hversu mikið af koltvísýringi væri hægt að binda, þar sem þetta var óplægður akur hjá okkur. Stofnunin hefði þurft meira fé til þessa þáttar, en eins og með ann- að þá bitnaði kostnaðurinn við þetta á annarri rannsóknarstarf- semi. Það, sem er hins vegar að koma út úr þessum rannsóknum núna, er ennþá betra en við þorð- um að vona og því er ekki óeðli- legt að áfram verði lögð áhersla á þennan þátt. Eigum við Islendingar hér mikla möguleika? Ég held það. í löndunum í kringum okkur hafa menn stigið þau skref að setja á mengunar- skatta og menn eru eitthvað að velta því fyrir sér hér. Manni sýn- ist, svona miðað við útreikninga, að til að standa við skuldbinding- ar okkar þyrfti ekki hátt gjald, t.d. á olíu og bensín, til að binda þann koltvísýring sem farartækin losa. Þegar það fer svo saman að þessi gífurlega jarðvegs- og skógareyð- ing hafi átt sér stað hér á landi, þá sýnist það liggja beint við að eyrnamerkja slíkt gjald til skóg- ræktar. Við værum þá að búa til auðlind sem í rauninni kostar ekki neitt! Stjórnvöld verða að fara að taka ákvörðun í þessum efnum. Átakinu frá 1997 lýkur eftir næsta ár og við verðum að fara að fá skýr markmið um framhaldið. Eru Ijósar línur núna af hálfu stjórnvalda hvernig áherslur verða íþessu efnum? Nei, en verið er að vinna í mál- inu. Staðreyndir málsins eru t.d. þær að stóra verkefnið, Suður- landsskógar, hefur hingað til nær eingöngu verið fjármagað af „bindingarpeningum“ og enginn veit hvert framhaldið verður á því. Þannig að það er augljóst, að það verður að fara að móta stefnu í þessum málum. Nú er hafinn undirbúningur við þrjú landshlutaverkefni sem bœtast við þau tvö sem fyrir eru. Fjárþörf hvers verkefnis verður vart undir kr. 50-100 milljónum árlega, fyrir utan fiárveitingar til Skógrœktar ríkisins. Þá liggur beinast við að spyrja, hvort verið sé að tala um einhverjar hillingar í Ijósi þess hvernig fjárveitingum til skógrœktar hefur verið háttað? Það sem verður að breytast er að fjárveitingar til skógræktar þurfa að stóraukast og þær þurfa að liggja fyrir til lengri tíma í senn. Bæði Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefnin þurfa að gera framkvæmdaáætlanir og til að geta fylgt eftir slíkum langtima- markmiðum þurfum við að geta gengið að nokkurs konar „vega- áætlun“ fyrir skógrækt í jjárlög- um. í þessum málaflokki er það ekki síður brýnt en við vegagerð að fyrir liggi hver Qárveitingin verður næstu árin. Menn verða að geta haft tímann fyrir sér, því að það þarf að undirbúa jarðveginn í orðsins fyllstu merkingu. K. Hulda Guðmundsdóttir, Landssamtökum skógareigenda, tók viðtalið. FREYR 8/99 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.