Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 15

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 15
annars staðar. Fitusýrur í fiskimjöl- inu skila sér í afurðir svína og ali- fugla eins og sjá má á gildum fyrir omega-3 fitusýrur í 2. töflu. Hjá RALA hafa verið gerðar umfangs- miklar mælingar á fítusýrum í svínakjöti og svínafítu. Þessarmæl- ingar hafa sýnt að oft er talsvert af ómettaðri fítu eins og omega-3 fitu- sýrum í svínaafurðum og meira en tíðkast erlendis í sambærilegum af- urðum. Gildi fyrir svínakjöt eru breytileg og endurspegla mismun- andi fóðrun (5). Omega-3 fítusýrur eru einnig í ýmsum unnum kjötvör- um enda er svínakjöt og svínafíta mikilvægt hráeíni í kjötiðnaði. í 2. töflu eru vínarpylsur sýndar sem dæmi um þetta. A RALA hafa verið gerðar til- raunir með áhrif mismunandi fóðr- unar á gæði svínakjöts og hafa ýmsar niðurstöður meðal annars verið birtar í fjölritum RALA nr. 188, 195 og 196. Mikið er af omega-3 fítusýrum í hrossa- og folaldakjöti en fyrst og fremst er um að ræða fítusýru sem upprunnin er í grasi. Mikið af ómettuðum fítusýrum í hrossakjöti skýrir hve illa það geymist og þrán- ar fljótt. Fitusýrur í eldisfiski fara eftir því á hverju fiskurinn lifír. Niðurstöður fyrir eldislax í 2. töflu sýna að hann er sambærilegur við villtan lax varðandi omega-3 fitusýrur enda er lýsi notað í fóðrið. Erlendis hefur þekkst að nota jurtaolíur í fóður eldisfíska. Þá verða til nokkurs konar jurtaolíufískar með fitusýrum 3. tafla. Omega-3 fitu- sýrur í eggjum frá fjór- um löndum (4). Framleiðslu Omega-3 land fítu- mg/100g sýrur ísland 240 Finnland 100 , Svíþjóð 70 Grikkland 30 sem eru ekki eiginlegar fyrir fiska. Islensk egg hafa greinilega sér- stöðu eins og fram kemur í 3. töflu en þar eru fjögur lönd borin saman. j Mælingamar era allar gerðar á sömu rannsóknarstofu þannig að samanburðurinn er mjög áreiðan- legur. Omega-3 fitusýrur í íslensk- , um eggjum eru aðallega sjávar- ; fangsfitusýrur, hins vegar voru þær fitusýrur ekki mælanlegar í grísku eggjunum. Erlendis hefur verið hugað að sérstakri framleiðslu á ! eggjum með auknu innhaldi omega-3 fítusýra og líkjast þau ís- lensku eggjunum. Fitusýrur í afurðum skipta máli Fita og fitusýrur í afurðum hafa mikil áhrif á gæði afurðanna. Ókostimir við það að auka hlut ómettarar fítu, eins og omega-3 fítusýra, í eggjum og kjöti af ein- maga dýrum er hætta á aukabragði og skertu geymsluþoli. Víðtæk notkun á fískimjöli getur leitt til vandamála allt frá fískibragði af af- urðum til þránunar á unnum kjöt- vörum í geymslu. Mikil vinna á RALA fór í að fást við þessi vanda- mál. Því er ljóst að nákvæm stýring á fiskimjöli í fóðri samkvæmt bestu upplýsingum skipir miklu máli fyr- j ir landbúnaðinn og ímynd afurð- anna. Til þess að tryggja gæði svínakjöts þarf að halda notkun á fískimjöli, lýsi, hertu lýsi og jurta- olíum innan hæfílegra marka. Omega-3 fítusýrur eru ekki í lambakjöti í þeim mæli að óttast þurfí bragðgalla. Auk þess eru þessar fitusýrur nánast ekki fyrir hendi í yfirborðsfitu lamba. Svína- fita getur aftur á móti orðið talsvert ómettuð enda hættir henni til að þrána. Omega-3 fítusýrur í fæði ís- lendinga koma fyrst og fremst úr fiskmeti. Afúrðir frá landbúnaði geta engu að síður skipt nokkru máli. Lambakjöt er þar á meðal þótt ekki sé mikið af omega-3 fitu- sýrum í því, borið saman við ýmis önnur matvæli. Margt er enn á huldu um efnaskipti fitusýra í jórt- urdýrum og er þörf á rannsóknum til að greiða úr því. Lokaorð Mikilvægt er að framleiðendur hugi að gæðaþáttum, svo sem bragðgæðum, geymsluþoli og vinnslueiginleikum, en það ræður úrslitum um það hvort neytendum og matvælaframleiðendum líkar af- urðimar. Mikilvægt er að réttar upplýsing- ar liggi fyrir um fítusýrur í afurðum enda byggja neyslukannanir á þess- um gögnum. Viðhorf almennings til afurða geta mótast talsvert af upplýsingum um efnasamsetningu og hollustu. Á þessu sviði er mögu- legt að styrkja stöðu matvæla frá ís- lenskum landbúnaði. Ástæða er til að þakka Framleiðsluráði landbún- aðarins, búgreinafélögum og Fram- leiðnisjóði fyrir framsýni og stuðn- ing við verkefni af þessu tagi. Loks má minna á að alþjóðleg verkefni geta skilað miklum árangri, meðal annars með beinum samanburði við önnur lönd. Heimildir Enser, M., K. Hallet, B. Hewitt, G.A.J. Fursey" J.D. Wood, 1996. Fatty acid content and composition of English beef, lamb and pork at retail. Meat Science. 42: 443-456. Guðjón Þorkelsson, Ylva Bergqvist, Kerstin Lundström og Rósa Jónsdóttir, 1996. Fatty acid composition of M. longissimus dorsi of different fat grades of Icelandic lamb. „Meat for the consumer" - 42nd ICoMST: 224. Guðrún V. Skúladóttir og Stefán Sch. Thorsteinsson, 1996. Omega-3 fitusýr- ur í íslensku sauðfé. Freyr,, ’96: 238- 242, 237. Aro, A., J.M. Antoine, L. Pizzoferrato, Ó. Reykdal“ G. van Poppel, 1998. Trans fatty acids in dairy and meat products írom 14 European countries: The TRANSFAIR study. Joumal of food Composition and Analysis 11: 150-160. Rósa Jónsdóttir, 1997. Áhrif fóðurfitu á svínakjöt, skoðuð með fitu- sýrugreiningum, skynmati og fjöl- breytutölfræði. Fjölrit RALA 188. FREYR 8/99 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.