Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 35

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 35
framtíð og koma fram með tillögur um það.“ Grasfræ og fóðurræktartilraunir „Búnaðarþing vill að komið sé á til- raunum í grasfrærækt og fóðuijurta- rækt samkvæmt tillögum tilrauna- stjóra í fóðuijurtarækt.“ Heimild til að kaupa „þúfna- bana“ „Fari svo, að tilraunir með þúfria- banann leiði það í ljós, að dómi þar til kvaddra rnanna, að vélin reynist not- hæf til jarðræktar hér á landi, heimilar Búnaðarþing félagsstjóminni að taka lán, til þess að kaupa vélina og starf- rækja hana.“ Þingið 1923 Mælt með samþykkt nýrra jarð- ræktarlaga „Búnaðarþing skorar á Alþingi að samþykkja, án stórvægilegra breyt- inga, frv. það til jarðræktarlaga, sem nú liggur fyrir þinginu, þar eð búnað- arþing heíúr gert þær breytingar á lög- um BI sem atvinnumálaráðuneytið og landbúnaðamefnd Alþingis hafa sett að skilyrði fyrir fylgi sínu við Jarð- ræktarlagaffumvarpið." Rekstur þúfnabananna Búnaðarþing samþykkir að gefa fé- lagsstjóminni heimild til lántöku til reksturs þúfhabananna, ef þörf krefúr. Þingið 1925 Klakrannsóknir og klakstöð Búnaðarþing veitir félagsstjóminni heimild til að fá klakfræðinginn, Fr. Reinsch, hingað næstkomandi sumar til klakrannsókna og að veija allt að 2000 kr. í því skyni. Búnaðarþing felur félagsstjóminni að styðja að því að Gísli Ámason komi bráðlega upp fyrirmyndar klak- stöð á hentugum stað. Hentugt búreikningaform „Búnaðarþing telur rétt að félags- stjómin vinni að því, að samið verði hentugt og einfalt búreikningaform, t.d. með því að heita verðlaunum fyrir það.“ Tími hestaverkfœra varð ekki langur. Leiðbeiningar í kartöflu- og rófnarækt Búnaðarþing telur nauðsynlegt að kartöflu- og rófnarækt landsmanna aukist að miklum mun, og leggur til: Að gefa búnaðar- eða sveitarfélög- um kost á mönnum, er leiðbeini í kart- öflu- og rófnarækt, Að gera landsmönnum sem greið- ast fyrir að geta fengið keypt útsæði. Að stuðla sem mest til þess að hvatning og fræðsla sé veitt í þess- um efúum á búnaðamámsskeiðun- um. Fyrstu fimm þingin voru haldin að sumarlagi og einnigþingin 1913- 1919. Annars hafa regluleg þing verið haldin í mánuðunum febrúar til mars og einstöku sinnum í apríl. Þingið 1927 Heyþurrkunarvélar Búnaðarþing beinir því til stjómar BÍ að hún láti athuga hvort heyþurrk- unarvélar séu til erlendis er megi telj- ast nothæfar hér á landi. Rannsóknir á veiðivötnum Búnaðarþing samþykkir tillögur í sjö liðum í klakmálinu - og um rann- sóknir á ám og veiðivötnum. Lokræsapípur Stjóm BÍ falið að láta rannsaka helstu leirtegundir hér á landi, með til- liti til þess hvort þær séu hæfar til brennslu í lokræsapípur. Stórvirk skurðgrafa Stjóminni falið, í samvinnu við verkfæraráðunaut, að leita upplýsinga um hvort til muni vera skurðgröfúr sem geta grafið venjulega mýrar- skurði (framræsluskurði). Bóluefni við bráðapest og rann- sóknir á sauðfjársjúkdómum Stjóminni falið að láta rannsaka möguleika á að búa til bóluefni fyrir bráðapest hér á landi og hvemig koma megi upp rannsóknastöð í búfjársjúk- dómum. Verkfæranefnd Stjóminni heimilast að skipa þriggja manna nefnd til að sjá um út- vegun og tilraunir með verkfæri hér á landi. Tilraunastöð á Suðurlandi, Sámsstaðir Stjóminni falið að afla fjárffamlags til væntanlegrar tilraunastöðvar á Suðurlandsundirlendinu - og henni er heimilað að festa kaup á jörð fyrir stöðina. (Sámsstaðir vom keyptir). FREYR 8/99 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.