Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 36

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 36
Búnaðarfélagshúsið við Lcekjargötu í Reykjavík, byggt árið 1905. Þingið 1929 Fiskrækt Stuðningi lýst við frumvarp til laga um fiskræktarfélög og fé veitt til áframhaldandi rannsókna á veiði- vötnum. Boranir eftir heitu vatni Með því að áhöld til slíkra borana em dýr mælir Búnaðarþing með þvi j að ríkið leggi fram fé til kaupa á slík- um tækjum. Atvinnudeild Háskólans Búnaðarþing skorar á Alþingi að samþykkja lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Landbúnaðarbanki og sveita- bankar Búnaðarþing fagnar því að nú er á ferðinni frumvarp til laga um banka fyrir landbúnaðinn með víðtæku verksviði. Dýralækningabók Samþykkt að styrkja útgáfu dýra- lækningabókar Magnúsar Einarsson- ar dýralæknis Líffærafræði - efnarannsóknir og fóðurtilraunir Búnaðarþing heimilar stjóm BÍ að gefa út líffærafræði Þóris Guðmunds- sonar kennara og að styrkja hann til utanfarar til að kynna sér fyrirkomu- lag efnarannsóknarstofu og fóður- rannsókna með það í huga að koma j upp þessum rannsóknum við bænda- skólana. Lengst hefur Búnaðarþing setið í 42 daga eða sex vikur, frá 30. janúar til 12. mars, það var þingið 1941. Þingið 1931 Meðferð dráttarvéla Samþykkt að stjóm BÍ standi fyrir dráttarvélanámskeiði á komandi vori og hlutist til um að kennsla í meðferð dráttarvéla verði komið á fót við bændaskólana. Skógræktarfélagið Búnaðarþing ákveður að BI veiti Skógræktarfélagi íslands 400 kr. sem gjöf til starfsemi sinnar. Búfj árræktarlögin Búnaðarþing mælir eindregið með því við Alþingi að frumvarp til laga um búfjárrækt verði að lögum. Búnaðarfræðsla í útvarpi Búnaðarþing felur stjóm BÍ að koma því til leiðar að tveir tímar sam- fellt fáist í annarri hvorri viku til að flytja erindi um landbúnaðannál. Kosin skal þriggja manna útvarps- fræðslunefnd. Aukaþing 1932 Stjóm búnaðarmála var meginverk- efni þingsins og þar með hver yrði staða Búnaðarfélags íslands. Afurðasölulög Allsherjamefnd Búnaðarþings samdi frumvarp til laga um sölu mjólkur og mjólkurafúrða sem sent var Alþingi. Viðskiptakreppa Fjallað um það hvemig bændur gætu bmgðist við kreppunni og hvemig búnaðarfélög og önnur sam- tök gætu stuðlað að hagkvæmari framleiðsluháttum. Hvatt var til auk- ins búreikningahalds. Þingið 1933 Sérstök kreppunefnd starfaði á þinginu. Kornyrkja Veittur var styrkur til Samyrkju- félags Eyfellinga til komrækar und- ir umsjón Klemensar Kr. Kristjáns- sonar. Nýbýlalöggjöf undirbúin Búnaðarþing felur stjóm BI og starfsmönnum þess að undirbúa heil- steypta nýbýlalöggjöf. Nýbýli og hitaveita Samþykkt að kanna möguleika til nýbýlastofnunar í Reykjahverfi í S- Þing. sem nýtti jarðhita, með hliðsjón af hitaveitu til Húsavíkur. Framhaldsnátn búfræðinga Búnaðarþing beinir því til Alþingis að láta athuga möguleika fyrir inn- lendu frainhaldsnámi í búfræði sem 36 - FREYR 8/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.