Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 12
Ungskógur af lerki í Mjóanesi í Skógum á Fljótsdalshéraði.
(Ljósm. Sigurður Blöndal 8/10 1996).
rætt um ýmsa iðnaðarstarfsemi og
notkun jarðefnaeldsneytis, en
stærstur hluti af koltvisýrings-
mengun kemur vegna brennslu á
því. Ef fískiskipa- og bílafloti
landsmanna greiddi t.d. 1-2 krónur
af hverjum lítra bensíns til skóg-
ræktarverkefna í landinu væri
kominn tryggur tekjustofn sem
stórauka myndi allt uppbyggingar-
starfíð sem framundan er.
Af ýmsum ástæðum hafa stjóm-
völd verið rög við að taka ákvarð-
anir í þessa átt, en það er í raun stór-
furðulegt þar sem hér fæm saman
mótvægisaðgerðir til að mæta al-
þjóðlegum kröfum um útstreymi
gróðurhúsalofttegunda og tækifæri
til að standa við áratugaloforð um
aukna uppgræðslu þessa lands, þar
sem eyðimerkurmyndun er á alvar-
legu stigi.
Auk þessara mikilvægu atriða
myndi tekjustofn af þessu tagi
styrkja til muna þá stefnu að færa
verkefni út í hémðin því að hér
væri um að ræða raunverulegt
byggðaátak til frambúðar.
Við allt þetta bætist síðan sú stað-
reynd að landshlutaverkefnunum
mun verða ókleift að starfa eftir
lögunum við þær aðstæður að þurfa
að berjast á hverju ári fyrir fjárveit-
ingum. Verkelhunum er skylt sam-
kvæmt lögunum að gera langtíma-
áætlun, en það er ljóst að slíkt er
markleysa ef þeim er ekki tryggður
fastur tekjustofn, ekki síst þar sem
gert er ráð fyrir því að þau taki í
náinni framtíð við úthlutun allra
opinberra styrkja til skógræktar á
vegum einstaklinga, félagasamtaka
og bænda.
Landssamtök
skógareigenda
Fyrir tæpum tveimur ámm vom
stofnuð Landssamtök skógareig-
enda, (skammstafað LSE). Til-
gangurinn með stofnun samtakanna
var að sjálfsögðu sá að mynda vett-
vang sem eflt gæti trú manna á þá
vannýttu auðlind sem bændaskóg-
rækt hér á landi er. Þessi auðlind
hefur þann stórkostlega kost að
geta bæði treyst landsbyggðina og
unnið gegn vaxandi mengun og
með nýjum lögum er lagður gmnd-
völlur að skógrækt sem atvinnu-
grein.
Á síðasta ári sóttu LSE um aðild
að Bændasamtökum íslands. Form-
leg aðild var viðurkennd og á
fyrsta ári næstu aldar eiga skógar-
bændur loks von á því að eiga full-
trúa sinn á Búnaðarþingi. Þar með
lita samtökin svo á að skógrækt sé
formlega orðin viðurkennd sem bú-
grein og fagna þeirri samvinnu við
bændur og aðra skógræktendur,
sem í sjónmáli er.
IVIolar
Koltvísýringur,
lífsnauðsynlegur
og lífshættulegur
Koltvísýringur, C02, gegnir
lykilhlutverki við Ijóstillifun
grænna plantna, þegar ólífrænt
efni breytist í lífrænt, en einnig
við öndun allra lifandi vera, sem
anda frá sér koltvísýringi.
Við venjulegan lofthita og
loftþrýsting er koltvísýringur
litlaus lofttegund, með vægt
súra lykt og bragð og sameinast
vatni í nokkrum mæli.
Andrúmsloft inniheldur að
jafnaði um 0,03% koltvísýring
að rúmmáli. Þyngd þess er 1,5
sinnum meiri en andrúmslofts-
ins. Þess vegna er t.d. hlutur
koltvísýrings i áburðarkjöllur-
um töluvert meiri en annars
staðar, þar sem hann myndast í
áburðinum.
Ef loft, sem menn anda að sér,
inniheldur 4-5% C02 verða
menn máttlausir og missa smám
saman meðvitund. Við 8% C02
í andrúmslofti missa menn með-
vitund og deyja á 30-60 mínút-
um. Lofttegundin er ekki eitruð
í sjálfu sér en hindrar upptöku
súrefnis.
Til að forðast hættu af völdum
koltvísýrings er unnt að bera
fyrir sér logandi ljós, en Ijósið
deyr ef súrefni er ekki fyrir
hendi.
Slys af völdum súrefnisleysis
hafa komið fyrir í áburðarkjöll-
urum, votheysturnum og síldar-
eða loðnuþróm. Þá er þekkt að
við eldgos geta lægðir í lands-
lagi fyllst koltvísýringi og orðið
dýrum að fjörtjóni.
12 - FREYR 8/99