Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 14
1. tafla. Fita og fitusýrur lambakjöti. Fjöldi sýna er 10 í hverju tilfelli. Fita g/lQOg Omega-3 fítusýmr mg/lOOg Mettaðar fítusýrur mg/lOOg Rannsókn Hryggvöðvi 1,6 86 666 RALA 1993-95 (2) Hryggvöðvi 2,7 106 1100 RALA 1993-95 (2) Læri 7,3 134 3000 TRANSFAIR (4) Kótilettur 28,0 390 13400 TRANSFAIR (4) omega-3 fitusýrur eru fyrir hendi í lambakjöti. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi þessu tengdar, svo sem að omega-3 fitusýrur séu í meira mæli í íslensku lamba- kjöti en erlendu, fóðrun með fiskimjöli á meðgöngu skili sér til fóstursins og að kalt loftslag gæti aukið myndun ómettaðra fitusýra. Þá er líklegt að fita í grösum sé meira ómettuð í köldu loftslagi en hlýju. I nokkrum rannsóknaverkefnum hefur verið leitast við að varpa ljósi á omega-3 fitusýrur í íslensku lambakjöti. Verkefnin hafa verið unnin hjá RALA 1993-1995 (2) og Lífeðlisfræðistofnun Háskóla ís- lands 1994-1996 (3). Þá má nefha Evrópuverkefnið TRANSFAIR, sem Manneldisráð og RALA áttu aðild að (4), og loks stórt Evrópu- verkefni um lambakjöt sem nú stendur yfir en íslenski hlutinn er á vegum RALA. 1 Evrópuverkefninu um lamba- kjöt eru framkvæmdar viðamiklar fítusýrugreiningar. Fyrstu niður- stöður benda til þess að omega-3 fitusýrur greininst í lambakjöti frá öllum sex þátttökuþjóðunum. Magnið er hins vegar mismun- andi og er íslenska kjötið meðal þeirra sýna sem mest mælist í af omega-3 fitusýrum. Svo virðist sem fóður frekar en kyn ráði úr- slitum varðandi þessar fitusýrur. Verkefnið á eftir að skila mikil- vægum upplýsingum um fitu- sýrur í lambakjöti í Evrópu en niðurstöður munu birtast síðar. I 1. töflu eru niðurstöður fyrir fitu og omega-3 fítusýrur úr eldri rann- sóknum. Þegar sýni eru borin sam- an kemur í ljós að magn omega-3 fítusýra vex hvergi nærri eins mikið og fítuinnihaldið. Rétt er að benda á mikla aukningu á mettuðum fítu- sýrum með auknu fituinnihaldi. Omega-3 fítusýrumar koma fyrst og fremst fram í fosfólipíðum í vöðva en mjög takmarkað í fituvef. Niðurstöður úr rannsókn RALA 1993-95 fýrir magn omega-3 fítu- sýra voru svipaðar erlendum niður- stöðum. Hins vegar var hlutfall (%) þessara fítusýra nokkm hærra fyrir íslenska lambakjötið og var það rakið til þess hve lítil fíta var inni í vöðva. Hlutfall ljölómettaðra fítu- sýra í vöðva lækkaði eftir því sem meiri fíta var í vöðvanum. I rannsókn Lífeðlisfræðistofnun- ar (3) kom fram að omega-3 fítu- sýra, uppmnnin í plöntum, mælist í lambakjöti. Langar omega-3 fítu- sýru,r sem venjulega einkenna fiskifítu, greindust einnig og höfðu þær að einhverju leyti myndast úr plöntufítusýmnni, enda minnkuðu þær ekki meðan lömbin vora á sumarbeit. Sú ályktun var dregin að efnahvatar sem sjá um þessa breyt- ingu séu virkari í islensku sauðfé en erlendum fjárstofnum. Samanburð- ur við niðurstöður frá Nýja-Sjá- landi og Bretlandi benti til að meira væri af omega-3 fítusýmm, sem svara til sjávarfangsfítusýra, í ís- lenska lambakjötinu. í framhalds- tilraun var sýnt fram á að nýfædd lömb hafa fengið omega-3 fítusýmr frá móður. Af framansögðu er ljóst að hluti af omega-3 fítusýmm (og öðrum ómettuðum fítusýram) sleppur framhjá lífherslu í vömb og skilar sér í kjötið. Magn þessara fítusýra er hins vegar ffemur lítið þegar litið er á fæðið í heild. Omega-3 fitusýr- ur er einkum að fínna í físki en einnig í ýmsum matvælum frá land- búnaði eins og vikið verður að hér á eftir. Omega-3 fitusýrur finnast víða Hér á landi hefur fiskimjöl verið notað í meira magni í fóður en víða 2. tafla. Fita og fitusýrur í nokkrum matvælum. Fita g/100g Omega-3 fitusýmr mg/lOOg Mettaðar fitusýmr mg/lOOg Rannsókn Svínakótilettur 17-20 100-500 3000-8000 Transfair (4) Kjúklingar 12 230 3300 Transfair (4) Folaldakjöt 13 1900 4900 Transfair (4) Vínarpylsur 20 270 8000 Transfair (4) Eldislax 15 1800 2600 Transfair (4) 14 - FREYR 8/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.