Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 30

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 30
erfiðleikar með ensím mælingar, sérstaklega í sýnum af seinni slætti og úr grænfóðri. Einhver útfærsla af vambarvökvamælingu er sú að- ferð sem flestir nota sem grunn undir aðrar aðferðir sem eru ódýrari og hraðvirkari. Til að einfaldari að- ferðir, hvort sem það er ensím-, innrauðmæling eða aðrar, verði nothæfar þarf að byggja á gögnum með vambaraðferð og finna þannig réttar líkingar. Ástæða þess að tæp- ast er hægt að nota vambarvökva- aðferð í almennri þjónustu er sú að hún er mjög seinleg og dýr, auk þess að hafa þarf undir höndum skepnur með vambaropi. Aðrar greiningar, eins og prótein, eru mældar með Kjeldahl aðferð á öllum stöðunum, en einnig með NIR greiningu á RALA. Steinefni voru lengst af mæld með svipuðum hætti á öllum stöðunum, þ.e. með atómgleypnimælingu og/eða ljós- mælingu. Nú síðustu ár hafa stein- efni verið mæld með svokallaðri plasma mælingu á ICP tæki sem RALA á hluta í. Framsetning niðurstaðna Á fyrstu árum heyeíhagreininga- þjónustunnar voru niðurstöður mið- aðar við þurrhey með 85% þurrefni. Gerð voru samræmd eyðublöð sem notuð voru af RALA og RN fyrstu árin. Þessi framsetning var mjög óheppileg því að ef gefíð var upp gildi fyrir vothey, grænfóður eða I annað fóður vildu menn líka fá það uppgefíð sem þurrhey svo að hægt væri að bera gildin saman. í rann- sóknastarfseminni er undantekn- ingalítið unnið á grunni þurrefnis eða reiknað beint í magni fóðurs við tiltekið þurrefni sem mælt er. Með tilkomu tölvutækninnar var fyrsta forritið skrifað 1974 af Gunnari Sigurðssyni fóðurfræð- ingi'5’, sem þá var að koma úr fram- haldsnámi. Til viðbótar efna- greiningum var í þessu forriti gerð tillaga að fóðrun mjólkurkúa. Öll mæligildi í því forriti voru gefín upp í þurrefni og í kg fóðurs. Erfitt reyndist að fá menn til að breyta til og því var hætt við að þróa forritið frekar. Árið 1985 var svo skrifað forrit á RALA og hannaður við það gagnagrunnur fyrir upplýsingar sem fylgdu sýnunum. Útskrift í | þessu forriti gaf niðurstöður mæli- gilda, bæði sem magn í þurrefni og einnig í kg fóðurs miðað við mælt þurrefhi í hverju sýni, en engin fóðrunaráætlun gerð eins og í gamla forritinu. Haldnir voru fundir um málið með mælingaaðilum og j fleirum og reynt að fá menn til að | hverfa frá þurrheysgildinu með 85% þurrefhi og samræma útsend- ingamar, en allt kom fyrir ekki. Það vom því um nokkurra ára skeið sendar út allt að þremur útfærslum á framsetningu efnagreininganiður- staðna til bænda. Þegar ákveðið var að breyta fóð- urorku- og próteinkerfínu hér á j landi árið 1995 ákvað sú nefnd sem vann að breytingunum að samræma frágang niðurstaðna. Var það gert (að mestu) og byggt á ffamsetningu eins og i forriti RALA frá 1985, þar sem bæði er gefíð upp efnamagn miðað við þurrefni og svo reiknað í j kg fóðurs miðað við mælt þurrefni í hverju sýni. Nýtt samstarf um efnagreiningaþjónustu Sumarið 1998 gengu RALA og Hvanneyri til samstarfs um efna- greiningaþjónustu á gróffóðri fyrir bændur. í því samkomulagi var gert ráð fyrir að Bændaskólinn annaðist móttöku á öllum sýnum, færslu allra fylgigagna með sýnunum i gagnagrunn, ákvörðun þurrefnis, mölun sýna, mælingu á sýrustigi (pH) þar sem það á við og undir- búning fyrir steinefnagreiningu. Þá eru sýnin ásamt lausnum fyrir steinefnamælingu send til RALA og gagnagrunnsfærslur sendar raf- rænt frá Hvanneyri inn á tölvukerfí j RALA. Á RALA er mælt prótein og meltanleiki með NIR mælingu eða votmælingu (t.d. grænfóður), en steinefni mæld með plasma að- ferð á ICP tæki sem staðsett er á Iðntæknistofnun. RALA gengur svo frá niðurstöðum og sendir út reikninga. Samningurinn var gerð- ur til eins árs til reynslu og verður væntanlega tekinn til endurskoð- unar á næstunni. Kostir og gallar á núverandi fyrirkomulagi Kostimir við þessa tilhögun em fyrst og fremst þeir að bestu þættir í aðstöðu og mannafla hvorrar stofnunar era nýttir i hveiju skrefí þjónustunnar. Á Hvanneyri er sér- hönnuð aðstaða og gott starfsfólk til móttöku og framvinnslu sýna. Flestar rannsóknarstofur í ná- grannalöndunum, sem vinna við svipaða starfsemi, nota nú orðið NIR mæliaðferð fyrir orkugildi og prótein, og ICP aðferð fyrir stein- efni. Þetta er sá háttur sem viðhafð- ur hefur verið á RALA undanfarin ár. Þar sem þessi tækjabúnaður er ekki fyrir hendi á Hvanneyri þótti eðlilegt að reyna að samnýta þann tækjabúnað sem þegar er fyrir hendi. Ókostir þeirra aðferða sem notaðar er á Hvanneyri og Akureyri við ákvörðun á meltanleika og pró- teini eru hvað þær eru tíma- og efn- isfrekar og verðlagning mæling- anna hefur aldrei staðið undir nema hluta af raunveralegum kostnaði við þær. Sá annmarki er þó á NIR mælingum að í vissum tilvikum getur þurft að grípa til grannað- ferða (t.d. in vitro meltanleika) ef sýni era eitthvað afbrigðileg miðað við sýnin sem gagnagrannurinn samanstendur af, eða sýnin hafa myglað eða era jarðvegsmenguð svo að eitthvað sé nefnt. Það verður því alltaf að vera sá kostur fyrir hendi að grípa til grunnaðferða. Hvað varðar steinefnin þá er kostur ICP tækninnar sá að hægt er að mæla öll steinefnin í einu úr sömu lausninni sem búin er til með ein- faldri votbrennslu í sýra yfir nótt. Til samanburðar þá þarf að búa til tvær til þrjár mismunandi lausnir úr hverju sýni áður en mæling getur farið fram, séu eldri aðferðir notað- ar eins nú er gert á Hvanneyri og 30 - FREYR 8/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.