Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 34

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 34
ráðunautum BÍ átt fund með sér í Rvík. árið 1912“ Þingið 1913 Þingið samþykkir tillögur jarðrækt- ameíhdar um að áveitumál íslands verði tekin föstum tökum og skorar á Alþingi að veita fé til þess að vatns- virkjaffóður maður verði fenginn í þjónustu landsins. Viðhald Markarfljótsgarðsins „Búnaðarþing samþ. að þess sé krafist af Vestur-Eyjaljallahreppi, að stofna viðhalds- og endurbóta- sjóð fyrir Markarfljótsgarðinn, sam- kvæmt ákvörðun Búnaðarþings 1911“ Leiðbeiningar í húsagerð Samþykkt að búnaðarþing beini til Alþingis málaleitun um leiðbeiningar i húsagerð. Verslun með grasfræ - áburð - verkfæri og gaddavír. íslenskt grasfræ Kannað verði hvort BÍ eða for- stöðumaður gróðrarstöðvar þess hefði með hendi sölu á grasffæi og annaðist innkaup og sölu á tilbúnum áburði verkfæmm og gaddavír. Rætt var um söfnun og sáningu á íslensku gras- færi. Betri ljáblöð Samþykkt að haldið skuli áffam tilraunum með að útvega betri ljá- blöð. Þingið 1915 Útvegun tilbúins áburðar Ályktað um útvegun á tilbúnum áburði og lagt til að forstjórar eða ráðunautar gróðrarstöðvanna sjái um áburðarkaup hver á sínu svæði. Þingið 1999 var það 85. í röðinni. Ellefu aukaþing hafa verið haldin, sjö á fyrra helmingi aldarinnar og fjögursíðan: 1987, 1989, 1994 og 1995. Fóðurbætir með útbeit Búfjárræktamefnd ber ffam tillögu um hvort eigi verði auðið að nota betur útbeit sé fóðrað á kraftfóðri, og þá hverju. Grasfræræktartilraunir „Búnaðarþing álítur mjög æskilegt, að gróðrarstöðvar landsins taki í sam- vinnu ffæræktina til aukinna athugana, og meðal annarra tilrauna í þessu efni sendi þær ffæ af innlendum nytja- plöntum til útlanda til ffæöflunar þar.“ Þingið 1917 Verkfæraþörf bænda Samþykkt að útvega til reynslu hér þau erlend landbúnaðarverkfæri sem líkur em til að hér megi að gagni verða, láta reyna þau rækilega og beita sér fyrir því að fá gerðar á þeim þær breytingar er nauðsynlegar kunna að þykja til þess að gera þau nothæf hér. Að greiða fyrir útbreiðslu þeirra verkfæra, sem vel reynast, og kenna mönnum að nota þau og njóti BÍ til þess aðstoðar búnaðarsambandanna. Skurðgraftrarvél Ennffemur samþykkt tillaga ffá sömu neíhd um „að útvega hjá fjár- veitingarvaldinu fé til þess að kaupa handa landinu skurðgraffrarvél, hent- uga við stórfelldan skurðgröft." Skeiðaáveita Samþykkt áskomn til Alþingis um að landssjóður greiði 1/4 kosmaðar við áveitu á Skeiðin. Þingið 1919 Skurðgraftrar- og dráttarvélar Forseti skýrir ffá að skurðgraftrar- vél sé nú komin til landsins, einnig tvær dráttarvélar, og fylgi plógar ann- arri. Lánastofnun fyrir landbúnaðinn - Búnaðarbanki „Búnaðarþing álýtur að brýna nauðsyn beri til að komið verði upp sérstakri lánastofnun fyrir bún- að....“ „Búnaðarþing samþykkir að fela stjóm BÍ að undirbúa þetta mál, og hlutast til um að löggjafarvaldið taki það til meðferðar, svo að bún- aðarbanki verði stofnaður sem fyrst.“ Þingið 1921 Verklegt nám við bændaskólana „Búnaðarþing skorar á stjóm BÍ og kennara bændaskólanna að íhuga möguleika fyrir því, að auka verklegt nám í jarðrækt og búfjárrækt við bændaskólana og yfirleitt athuga, hvemig ætti að auka og koma skipu- lagi á verklegt búnaðamám í nánustu Torfaljár, kenndur við Torfa Bjarnason, skólastjóra í Ólafsdal, endanleg gerð, sums staðar notaður hér á landi allt fram um 1950. Einnig klappa og steðji. Með Ijánum stórjukust afköst sláttumanna. Margir telja að þessi Ijár hafi bjargað síðustu leifum skóga á íslandi frá eyðingu, því að hann þurfti ekki að dengja við viðarkolaeld. 34 - FREYR 8/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.