Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 18

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 18
(Ljósm. Einar Hannesson). Fnjóská i Dalsmynni. Rangá og gætti þess um langt ára- bil. Nú hefur um 5 ára skeið verið ár- viss mjög góð laxveiði í Rangán- um. Þessi velgengni byggir á ár- legri sleppingu gönguseiða af laxi í ríkum mæli í ámar og endurheimtu fullvaxinna laxa úr sjó. Tekjur af svæðinu hafa skipt tugum milljóna króna í sölu veiðileyfa og annarrar sölu á hendi ferðaþjónustu á svæð- inu. Þessi árin er því laxveiðihefð- in að festa rætur í Rangárþingi. Verður fróðlegt að fylgjast með ffamhaldinu. Dýrmæt auðlind Verðmæti laxveiði til stanga- veiði hér á landi liggur í beinni sölu veiðileyfa, auk þess sem seld er ýmiss konar þjónusta, bæði á veiðistað og hjá öðrum aðilum ferðaþjónustu í landinu til og frá veiðistað. Kannanir hafa verið gerðar á verðmæti stangveidds lax og gefa niðurstöður frá þeim til kynna að verðmæti hafi numið um 550 millj. kr. á árinu 1998, sé gengið út frá meðaltali fimm seinustu ára í laxveiði. Arlega þjóðhagslega verðmætið er auð- vitað mun hærra en árlega verð- mætið og gæti numið um 2,0 til 2,5 milljörðum kr. Sé aðferð Fasteignamats ríkisins til skatt- lagningar þessara hlunninda not- uð, verður höfuðstóll slíkra hlunninda í landinu með stang- veidda laxinn um 5,5 milljarðar króna. Hér er því um mikil verðmæti að ræða og því auðlind sem ber að vemda og umgangast með skyn- samlegum hætti. Ný öld - aukin tækifæri Af framangreindu er ljóst að seinni aldarhelmingur aldarinnar hefur verið viðburðaríkur í veiði- málum. Hann hefur skilað okkur mjög góðum árangri í bættri og hagfelldri nýtingu lax- og göngusil- ungsstofna í ám landsins. Næsta verkefnið, sem bíður okk- ar í upphafí næstu aldar, er að nýta betur silungsstofna í stöðuvötnum landsins til stangaveiði og reyndar netaveiði, þvi að víða em silungs- stofnar vannýttir. Bæta þarf að- gengi að vötnunum og aðstöðu við þau fyrir stangaveiðimenn. I því efni er víða óplægður akur, en sú reynsla sem fengist hefur á þessu sviði sýnir svo að ekki verður um villst að möguleikar okkar eru miklir á þessu sviði. Landbúnaður, óðalserfingi eða olnbogabarn. Frh. af bls. 4. Fleira mætti nefna, svo sem smit af völdum Salmonella og fleiri sjúkdóma. Alla þessa þætti og fleiri má rekja í meiri eða minni mæli til síharðnandi rekstrarskilyrða í landbúnaði sem tengjast vaxandi markaðshyggju og aukinni samkeppni. Við þessu hefur verið bmgðist með því að svokallaður liffænn landbúnaður hefúr fengið byr í seglin og í kjölfar þess margvísleg vottun á framleiðsluferli matvæla. Þar stendur íslenskur landbúnaður vel að vígi vegna þeirra aðstæðna sem hér ríkja, svo sem kaldtempraðs loftslags og fjarlægðar ffá mengunaruppsprettum. Áður er komið ffam að ætla megi að fæðuffamboð í heiminum muni fullnægja effirspum og kaupgetu næstu 10-15 árin. Effirþaðeralltóljósaraumútlitið. Þóeruað áliti stofnana sem um þau mál fjalla, opinberra sem ann- arra, þar ýmsar blikur á loffi. Þar má nefna hraða fjölgun jarðarbúa, harðnandi baráttu milli þéttbýlis og iðnaðar, annars vegar, og landbúnaðar, hins vegar, um ferskvatn, aukna seltu í jarðvegi, tap á jarðvegi vegna jarðvegseyð- ingar og hugsanlegar breytingar á veðurfari vegna hlýn- unar af völdum gróðurhúsaáhrifa. Allir þessir þættir og fleiri leiða líkur að því að bújarð- ir sem hafa horfið úr byggð eða eru að leggjast í eyði vegna þess hvar þær eru staðsettar á norðlægum breidd- argráðum eða hátt yfir sjó, verði affur byggðar og gegni sínu foma hlutverki á ný. E.t.v. má segja að þetta sé lítil huggun þeim sem nú berjast í bökkum. Hins vegar er það ofífamleiðslutíma- bil sem nú hefúr staðið í um fjóra áratugi algjört undan- tekningartímabil í sögu mannkyns. Óvarlegt er að trúa því að það verði varanlegt. Ef eða þegar það herðir að verður það fæðuöflunin sem hefur forgang. M.E. 18 - FREYR 8/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.