Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 37

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 37
helst fari fram við annan hvom bændaskólanna. Kreppulánasjóður Samþykkt að mæla eindregið með því að frumvarp um stoihun sjóðsins verði samþykkt. Skipuiag afurðasölumála og markaðsleit Komið verði á heildarskipulagi á afurðasölumál, (einkum mjólkur- og kjötsölu) með löggjöf og reglugerð- um. Skorað á Alþingi að það veiti nægilegt fé til leitar að nýjum mörk- uðum í útlöndum fyrir íslenskar land- búnaðarvörur. Þingið 1935 Garðyrkjuskóli Samþykkt að leita samvinnu við ríkisstjómina og Alþingi um að at- huga möguleika fyrir því að komið verði á fót sjálfstæðum garðyrkju- skóla. Lög um tilraunastarfsemi Búnaðarþing mælir með því við Alþingi að það samþykki ffumvarp til laga um tilraunastarfsemi i þágu land- búnaðarins. Framhaldsnám í búfræði Málið ítrekað Afurðasölulögin Búnaðarþing telur stefnu afúrða- sölulöggjafarinnar nýju í meginatrið- um rétta átt en gerir þá meginkröfú að bændum verði tryggt fúllt fram- leiðslukostnaðarverð fyrir afúrðimar. Aukaþing 1936 Aðalmálið breytingar á lögum BÍ. Þingið 1937 Ræktun barrtrjáa Samþykkt að Skógræktarfélag ís- lands njóti styrks úr Hansenssjóði ár- in 1936-40 til tilrauna með plöntun barrtijáa. „Borgfirska“ sauðfjárpestin Ályktun um rannsóknir og vamar- aðgerðir til að hefla útbreiðslu hennar. Hraðfrysting dilkakjöts Ályktun um útflutning á hraðfrystu dilkakjöti, öflun markaðar og verð- jöfnun innanlands. Loðdýrarækt Samþykktur styrkur til Loðdýra- ræktarfélags íslands. Kornyrkja Ályktað að styðja beri við komrækt svipað og aðra ræktun. Heymjöl Áskorun um að gera tilraun með gerð heymjöls sem verkunaraðferð. Flest hafa málin.sem komu fyrir þingið, orðið 102 og af þeim voru 72 afgreidd með ályktun, það var 1947. Aukaþing 1937 Hátíðarþing 1 tilefni aldarafmælis Búnaðarfélags íslands. Þingið 1939 Skipulag búnaðarnámskeiða á vegum BÍ Stjóm falið að halda reglubundin búnaðamámskeið víðsvegar á landinu. Bændavika í útvarpi Stjóm falið að leita samninga um að sérstök bændavika verði í útvarp- inu hvem vetur þar sem flutt verði ffæðslu- og leiðbeiningaerindi. Ræktun hörs Samþykkt að láta gera tilraunir með ræktun hörs á tilraunastöðvunum. Stéttarsamtök Búnaðarþing felur milliþinganefnd að kanna og gera tillögur um hvemig stéttarsamtökum og hagsmunamálum bænda verði best skipað innan búnað- arfélagsskaparins þannig að bænda- stéttin, undir forystu BÍ og Búnaðar- þings, eigi alhliða og viðurkenndan málsvara. Rafvirkjanir í sveitum Búnaðarþing skorar á Alþingi að láta rannsaka fallvötn með tilliti til virkjana og setja löggjöf um rafvirkj- un í sveitum landsins. Jarðhiti og samvinnubyggðir í sveitum Skorað er á Alþingi og ríkisstjóm að láta hitaveitusérfræðing gera verk- fræðilegar rannsóknir á jarðhitasvæð- um þar sem líklegt er að samvinnu- byggðir gætu risið í nánd við slík svæði. Héraðsráðunautar Búnaðarþing leggur ríka áherslu á að búnaðarsamböndin efli leiðbein- ingar sínar og ráði sér héraðsráðu- nauta. Rannsókn beitilanda - spornað verði við beitarörtröð Því er beint til Tilraunaráðs að efla beitarrannsóknir og til hreppabúnað- arfélaga að vera á verði þar sem uppblástur og landeyðing á sér stað og að leita ráða til að spoma við henni, senda skal sandgræðslustjóra skýrslur. Þingið 1941 Sauðfjársjúkdómanefhd var kjörin á þinginu. Tilraunaráð í jarðrækt og bú- fjárrækt Tillögur um nýskipan tilrauna í jarðrækt og búfjárrækt. Skurðgröfur Búnaðarþing skorar á Alþingi og ríkisstjóm að veita nú þegar fé til að kaupa tvær skurðgröfúr. Áburðarverksmiðja ítrekuð er áskomn til ríkisstjómar- innar um að láta kanna möguleika á framleiðslu á köfhunarefhisáburði í landinu. Aukaþing 1942 Dýrtíðin og markaðsmál vom höfúðmál þingsins. FREYR 8/99 - 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.