Freyr - 01.05.2000, Síða 2
Sauðfjárrœktartöflur
Iritinu "Sauðfjárræktin" voru margháttaðar töflur varðandi ræktun sauðfjár sem ekki er að finna í þessu
blaði. Hliðstæðar töflur standa mönnum til boða nú í sérstakri útgáfu, gegn vægu gjaldi. Sú útgáfa
verður væntanlega tilbúin í júní nk. Þeir sem óska eftir að kaupa "Sauðfjárræktartöflur" geta pantað
ritlinginn með því að hringja til Bændasamtakanna, fylla út meðfylgjandi pöntunarseðil og senda hann í
pósti eða í bréfsíma, eða senda tölvupóst.
Ég óska eftir að kaupa „Sauðfjárræktartöflur“ sem áður birtust í ritinu „Sauðfjárræktin“
Nafn
Kennitala
Heimili _____________________
Póstnúmer _______Póstumdæmi
Sími: 563 0300
Bréfsfmi: 562 3058
Netfang: sth@bondi.is
Viðtakandi:
Bændasamtök íslands
Bændahöllinni v/Hagatorg
Pósthólf 7080
127 Reykjavík
Heimsviðskipti með maís og sojabaunir
Farmar af maís og sojabaun-
um verða eftirleiðis að vera
merktir „geta innihaldið
erfðabreytta vöru“, ef ekki er unnt
að sanna hið gagnstæða. Þetta
skal gert samkvæmt samningi sem
130 lönd gerðu með sér á fundi í
Montreal í Kanada í janúar sl.
Samningurinn er niðurstaða af
fimm ára samningaferli þar sem
Bandaríkin, sem flytja út mikið af
maís og soja tókust á við lönd sem
flytja inn þessar vörutegundir.
Hvað varðar sáðvöru af maís og
soja eru kröfumar enn strangari,
þ.e. að útflutningslandið skal hafa
aflað sér leyfis frá innflutnings-
landinu áður en farmurinn er sett-
ur í skip. Móttökulandið getur
hafnað því að taka á móti farmi
með vísan til óvissu um umhverf-
isáhrif án þess að leiða fram vis-
indalegar sannanir þar um. Einnig
má vísa til félagslegra og hag-
fræðilegra hagsmuna bænda í við-
komandi landi þegar innflutningi
er hafnað.
Fyrir Bandaríkin var ekki auð-
velt að kyngja þessum samningi.
Formaður samninganefndar
þeirra, Frank E. Loy, lét þó í ljós
að þó að Bandaríkjamenn væm
ekki ánægðir með hann, þá mundi
hann gera þeim það auðveldara að
vera viðbúnir því að sannfæra um-
heiminn um að loforð talsmanna
erfðatækninnar stæðust um að
brauðfæða vaxandi fjölda jarðar-
búa á minna ræktunarlandi með
því að nota minna vatn og minni
úðunarefni.
Bandaríkin munu í ár að öllum
líkindum sá jafnmiklum „Bt-
maís“ frá Novartis og „Roundup
Ready Soya“ frá Monsanto og á
síðasta ári. Það þýðir að á 80% af
flatarmáli sojaakra og 70% af upp-
skeru af maís verður erfðabreytt
uppskera. Bandaríkin flytja út um
20% af maísuppskeru sinni og um
30% af sojauppskerunni.
Noregur kaupir maís aðallega frá
Argentínu þar sem aðal uppskem-
tíminn er í mars, en þar í landi em
einungis 5% af uppskeru maís
erfðabreytt. Ungveijaland er aðal
útflutningsland maís í Evrópu og
þar er enginn erfðabreyttur maís
ræktaður. Þá hefur Þýskaland lýst
því yfir að það rnuni fylgja öðmm
ESB löndum í því að banna ræktun
á erfðabreyttum maís. •
(Bondevennen nr. 10/11-2000).
2 - FREYR 4-5/2000