Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 2

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 2
Sauðfjárrœktartöflur Iritinu "Sauðfjárræktin" voru margháttaðar töflur varðandi ræktun sauðfjár sem ekki er að finna í þessu blaði. Hliðstæðar töflur standa mönnum til boða nú í sérstakri útgáfu, gegn vægu gjaldi. Sú útgáfa verður væntanlega tilbúin í júní nk. Þeir sem óska eftir að kaupa "Sauðfjárræktartöflur" geta pantað ritlinginn með því að hringja til Bændasamtakanna, fylla út meðfylgjandi pöntunarseðil og senda hann í pósti eða í bréfsíma, eða senda tölvupóst. Ég óska eftir að kaupa „Sauðfjárræktartöflur“ sem áður birtust í ritinu „Sauðfjárræktin“ Nafn Kennitala Heimili _____________________ Póstnúmer _______Póstumdæmi Sími: 563 0300 Bréfsfmi: 562 3058 Netfang: sth@bondi.is Viðtakandi: Bændasamtök íslands Bændahöllinni v/Hagatorg Pósthólf 7080 127 Reykjavík Heimsviðskipti með maís og sojabaunir Farmar af maís og sojabaun- um verða eftirleiðis að vera merktir „geta innihaldið erfðabreytta vöru“, ef ekki er unnt að sanna hið gagnstæða. Þetta skal gert samkvæmt samningi sem 130 lönd gerðu með sér á fundi í Montreal í Kanada í janúar sl. Samningurinn er niðurstaða af fimm ára samningaferli þar sem Bandaríkin, sem flytja út mikið af maís og soja tókust á við lönd sem flytja inn þessar vörutegundir. Hvað varðar sáðvöru af maís og soja eru kröfumar enn strangari, þ.e. að útflutningslandið skal hafa aflað sér leyfis frá innflutnings- landinu áður en farmurinn er sett- ur í skip. Móttökulandið getur hafnað því að taka á móti farmi með vísan til óvissu um umhverf- isáhrif án þess að leiða fram vis- indalegar sannanir þar um. Einnig má vísa til félagslegra og hag- fræðilegra hagsmuna bænda í við- komandi landi þegar innflutningi er hafnað. Fyrir Bandaríkin var ekki auð- velt að kyngja þessum samningi. Formaður samninganefndar þeirra, Frank E. Loy, lét þó í ljós að þó að Bandaríkjamenn væm ekki ánægðir með hann, þá mundi hann gera þeim það auðveldara að vera viðbúnir því að sannfæra um- heiminn um að loforð talsmanna erfðatækninnar stæðust um að brauðfæða vaxandi fjölda jarðar- búa á minna ræktunarlandi með því að nota minna vatn og minni úðunarefni. Bandaríkin munu í ár að öllum líkindum sá jafnmiklum „Bt- maís“ frá Novartis og „Roundup Ready Soya“ frá Monsanto og á síðasta ári. Það þýðir að á 80% af flatarmáli sojaakra og 70% af upp- skeru af maís verður erfðabreytt uppskera. Bandaríkin flytja út um 20% af maísuppskeru sinni og um 30% af sojauppskerunni. Noregur kaupir maís aðallega frá Argentínu þar sem aðal uppskem- tíminn er í mars, en þar í landi em einungis 5% af uppskeru maís erfðabreytt. Ungveijaland er aðal útflutningsland maís í Evrópu og þar er enginn erfðabreyttur maís ræktaður. Þá hefur Þýskaland lýst því yfir að það rnuni fylgja öðmm ESB löndum í því að banna ræktun á erfðabreyttum maís. • (Bondevennen nr. 10/11-2000). 2 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.