Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 14

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 14
Afurðir veturgamalla áa 1998 Mynd 5. Reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja veturgamla á eftir héruðum haustið 1998. ur eða 0,76 lömb og þessi munur helst til haustsins en þá koma til nytja 0,65 lömb eftir hverja vetur- gamla á. Af veturgömlu ánum voru 6.661 sem var geld eða 18,74% þeirra sem lifandi voru í sauðburð- arbyrjun, sem er talsvert lægra hlutfall en árið áður og það sem heldur meðalfrjósemi uppi. Hjá gemlingunum, sem áttu að bera, er frjósemin hins vegar eins og hjá ánum minni en árið áður, en 5.421 af þeim var geldur eða 18,77%, 19.909 eða 68,94% voru ein- lembdir, 3.532 eða 12,23% áttu tvö lömb og þrílembdir voru 17 eða 0,06%. Reiknað kjötmagn eftir gemling- ana er nákvæmlega hið sama og ár- ið áður eða 16,4 kg eftir hverja vet- urgamla á sem skilar lambi og 9,8 eftir hveija framgengna veturgamla á að vori. A mynd 5 eru sýndar meðalafurð- ir veturgömlu ánna eftir héruðum. Eins og ætíð áður er miklu meiri hlutfallslegur munur þar í afurðum en hjá fullorðnu ánum. Þar eru það samt Strandamenn sem eru á toppi eins og með fullorðnu æmar, með 13,8 kg af reiknuðu dilkakjöti eftir hverja veturgamla á, en þeim er fast fylgt af Vestur-Húnvetningum og Barðstrendingum. Aukning í sölu lífrænna matvæla Markaðurinn fyrir lífrænan mat vex um 5 til 40% á ári eftir lönd- um. Stærstur er markaðurinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í Japan. í Evrópu nemur árleg sala af lífrænum matvælum um 5 mill- jörðum US dollara eða rúmlega 350 milljörðum króna og í Banda- rikjunum um 4 milljörðum dollara. Danir em áhugasamastir um líf- ræn matvæli og þar nemur sala þeirra um 6,5% af neyslunni. Aætlað er að hlutur lífrænna mat- væla muni fara í um 20% í Dan- mörku, Svíþjóð og Þýskalandi fyrir árið 2007. Rúmlega 130 þjóðlönd stunda lífræna ræktun. Mest land undir lífrænni ræktun hafa Astralía, Kanada og Banda- ríkin en stærstur hluti ræktunar- lands undir lífrænni ræktun er í Austurríki, Sviss og Lichtenstein, en í því síðastnefnda eru 17% ræktunarlands í lífrænni ræktun. Iðnríki Vesturlanda flytja inn mikið af lífrænum matvælum og er búist við að innflutningur þeirra aukist enn á komandi árum. (Bondehladet nr. 17/2000). Aðstoð við breska bændur Ríkisstjóm Tony Blair í Bret- landi hefur ákveðið að veita þar- lendum bændum 200 milljóna punda aðstoð, eða sem svarar 24 milljörðum kióna. Jafnframt hafa bændasamtökin National Farmers Union gert samning við yfirvöld um að stefnt skuli að því að breskur landbúnað- ur sé í fremstu röð í heiminum, sveigjanlegur, samkeppnishæfur, umhverfisvænn og framleiði holl- ari búvörur en áður - þar mun væntanlega átt við vandamál sem stafað hafa af kúariðu. Það, sem háð hefur breskum landbúnaði á síðustu árum, er einkum kúariðan annars vegar og lágt verð á svínakjöti hins vegar. Styrkir til býla verða mismun- andi, m.a. þannig að býli sem liggja hátt yfir sjó fá meiri stuðn- ing en önnur og alls um kr. 6,5 milljarða af heildarupphæðinni. (Bondebladet nr. 17/2000). Norskir strútabændur vilja vera með Félag norskra strútabænda, Norske Struseoppdretters Forening, hafa skrifað bændasamtökunum í Noregi, Noregs Bondelag, og óskað eftir að strútarækt búi við sömu réttindi og skyldur og önnur bú- ljárrækt, þ.m.t. rétt á afleysinga- þjónustu og styrk til að létta undir ferðakostnaði dýralækna. Félagið telur að bú með 10-12 kvenfugla ásamt uppeldi á ungviði skapi eitt ársverk í landbúnaði. Þá hefur félagið óskað eftir að settar verði reglur um gæðastýringu í strútarækt. Strútarækt í Noregi hefur náð að þróast eðlilega á sama tíma og þessi búgrein hefur orðið fyrir fjárhagslegum áföllum í Dan- mörku. (Bondebladet nr. 17/2000). 14- FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.