Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 26

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 26
200 á Litlu-Reykjum, Reykjahverfi, sérlega jafn- byggður hrútur með hold- gróinn afturpart, en heldur gallaður á ull. Hann er sonur Als 95-018. í Skarðaborg, Reykjahverfi, var skoðaður hópur álit- legra hrúta, þar á meðal Bútur, sonur Búts 93-982, og Birgir, sonur Hjöra 95- 059, báðir sérlega vel gerðar kindur sem stig- uðust upp á 84 stig. Rétter að nefna að skoðun vetur- gamalla hrúta vék nokkuð fyrir líflambavali í önnum hðins hausts og því margir góðir veturgamlir hrútar óskoðaðir. Norður- Þingeyjarsýsla Talsvert færri hrúta komu þar til sýninga en haustið 1998 eða 143 hrútar, en af þeim voru sex í hópi eldri hrúta. Vet- urgömlu hrútarnir voru heldur léttari en jafngaml- ir hrútar árið áður eða 79,9 kg að meðaltali. Flokkun hrútanna var feikilega góð því að 93,4% þeirra fengu I. verðlaun. í Kelduhverfi voru hrútar skoðaðir heima á bæjum, yfirleitt jafngóðir hópar, má þar nefna hrúta hjá Jóni og Olafi á Fjöll- um, þá Raft 98-677 og Haka 98-678. Einnig Búkur 98-686 og Strump- ur 98-687 á Víkingavatni sem eru útlögumiklir og Þjónn 98-586, Ártúni. (Ljósm. Ól. G. Vagnsson). iafnvaxnir synir Skandals 96-615. I Öxafirði var jafngóð- ur hrútastofn sýndur. Máni 98-552 hjá Karli í Hafrafellstungu er þroskamikill. prýðilega holdþéttur og vel vaxinn hrútur, en hann er sonur Njóla 93-826. Búi 98-511 á Brekku frá Hjarðarási, sonur Ua 96-314, er sam- anrekinn holdaköggull með mjög góð lærahold. Þá voru margir hrútanna á Bjamastöðum mjög rækt- anlegar kjötframleiðslu- kindur, ekki þroskamiklir en þykkholda, hvað bestir voru synir Búts 93-982. Kuggur 97-483 á Þverá er ákaflega vel gerð kind. A sýningunni í Leirhöfn var að vanda mikið hrúta- val. I Presthólum voru nokkrir ákaflega vel þrosk- aðir og fallegir veturgamlir hrútar; Klettur 98-344 er frá Leirhöfn, feikilega útlögugóður með afbragðs malahold og góð lærahold, Húni 98-342 er frá Hjarðarási, sonur Úa 96- 314, einnig feikna útlögu- mikill með mjög góð lærahold og Risi 98-337 sem er frá Bjamastöðum, sonur Mola 93-986, og eins og þeir bræður margir ákaf- lega þéttvaxinn og galla- laus. Risi í Hjarðarási er einnig frá Bjamastöðum, sonur Búts 93-982, saman- rekinn holdahnykill, en varla eins öflugur í læmm og bestu Bútssynir. Af heimahrútunum í Leirhöfn vöktu þeir mesta athygli al- bræðumir Tóti 98-346 og Túli 98-347, sem em synir Garps 92-808. Þessir hrútar báðir em feikilega vöðva- stæltir, en Tóti hefur því miður afleita ull föður síns. í Þistilfirði var líkt og árið áður feikilega öflug sýning og jafnvel enn öfl- ugri einstaklingar sýndir nú en þá. Efsta sæti hrút- anna skipaði Búri 98-204 í Sveinungsvík en hann er sonur Búts 93-982. Þessi hrútur er ágætlega bol- langur, með feikilegar út- lögur, bakhold með því mesta sem sést, mældist með þykkastan bakvöðva hrúta í sýslunni og lögun bakvöðva auk þess eins og best verður. Mala- og lærahold em einnig frá- bær, en hins vegar gætu ullargæði verið verulega meiri. Þessi hrútur sem einstaklingur bar veru- lega af öðmm í sýslunni á þessu hausti og vafalítið einn allra glæsilegast ein- staklingur sem kom til sýninga á landinu þetta haustið. Hálfbróðir hans, Brasi 98-202, einnig í Sveinungsvík er einnig metfé að gerð, þó að ekki sé hann jafn hlaðinn vöðvum og Búri. Muggur 98-14 í Holti var þriðji topphrúturinn á þessari sýningu, undan Bút, feiki- lega fögur og vel gerð kind. í Holti var einnig annar metféshrútur, Skuggi 98-011, sem er sonur Mola 93-986. Þá vom mjög jafnvaxnir, vel gerðir og ullargóðir hrút- ar Mjaldurssynimir 93- 985, Máni 98-150 og Kvóti 98-151 á Haga- landi. A Langanesi voru skoðaðir hrútar heima á bæjum samhliða lamba- skoðun. I Tunguseli var meðal annars sonarsonur Hnykks, Glópur 98-050, sérlega útlögumikil kind með ágætan afturpart, en dálítið gallaða ull. Einnig Gutti 98-051 undan Linda 93-053, sérlega þroska- mikil kind og Pílatus 98- 053 frá Syðra-Álandi, eilítið grófur á herðar en að öðm leyti stæðilegur hrútur. Á Ytra-Lóni og Hallgilsstöðum voru skoðaðir hrútar ættaðir frá Hjarðarási sem væntan- lega munu skila talsverðu í ræktun þar. Það sem tvímælalaust vakti mesta athygli á hrútasýningunum í Norð- ur-Þingeyjarsýslu haustið 1999 var hinn ótrúlega öfl- ugi hópur af hrútum undan Bút 93-982 sem þar kom fram. Ég tel mig nokkuð þekkja til fjárræktar þama í sveitum hin síðari ár og vil leyfa mér að fullyrða að til þessa tíma hafi ekki komið nokkur sa^ðingar- stöðvarhrútur sem bland- ast hafi fé þama jafn vel og Bútur hefur gert. 26 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.