Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 26

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 26
200 á Litlu-Reykjum, Reykjahverfi, sérlega jafn- byggður hrútur með hold- gróinn afturpart, en heldur gallaður á ull. Hann er sonur Als 95-018. í Skarðaborg, Reykjahverfi, var skoðaður hópur álit- legra hrúta, þar á meðal Bútur, sonur Búts 93-982, og Birgir, sonur Hjöra 95- 059, báðir sérlega vel gerðar kindur sem stig- uðust upp á 84 stig. Rétter að nefna að skoðun vetur- gamalla hrúta vék nokkuð fyrir líflambavali í önnum hðins hausts og því margir góðir veturgamlir hrútar óskoðaðir. Norður- Þingeyjarsýsla Talsvert færri hrúta komu þar til sýninga en haustið 1998 eða 143 hrútar, en af þeim voru sex í hópi eldri hrúta. Vet- urgömlu hrútarnir voru heldur léttari en jafngaml- ir hrútar árið áður eða 79,9 kg að meðaltali. Flokkun hrútanna var feikilega góð því að 93,4% þeirra fengu I. verðlaun. í Kelduhverfi voru hrútar skoðaðir heima á bæjum, yfirleitt jafngóðir hópar, má þar nefna hrúta hjá Jóni og Olafi á Fjöll- um, þá Raft 98-677 og Haka 98-678. Einnig Búkur 98-686 og Strump- ur 98-687 á Víkingavatni sem eru útlögumiklir og Þjónn 98-586, Ártúni. (Ljósm. Ól. G. Vagnsson). iafnvaxnir synir Skandals 96-615. I Öxafirði var jafngóð- ur hrútastofn sýndur. Máni 98-552 hjá Karli í Hafrafellstungu er þroskamikill. prýðilega holdþéttur og vel vaxinn hrútur, en hann er sonur Njóla 93-826. Búi 98-511 á Brekku frá Hjarðarási, sonur Ua 96-314, er sam- anrekinn holdaköggull með mjög góð lærahold. Þá voru margir hrútanna á Bjamastöðum mjög rækt- anlegar kjötframleiðslu- kindur, ekki þroskamiklir en þykkholda, hvað bestir voru synir Búts 93-982. Kuggur 97-483 á Þverá er ákaflega vel gerð kind. A sýningunni í Leirhöfn var að vanda mikið hrúta- val. I Presthólum voru nokkrir ákaflega vel þrosk- aðir og fallegir veturgamlir hrútar; Klettur 98-344 er frá Leirhöfn, feikilega útlögugóður með afbragðs malahold og góð lærahold, Húni 98-342 er frá Hjarðarási, sonur Úa 96- 314, einnig feikna útlögu- mikill með mjög góð lærahold og Risi 98-337 sem er frá Bjamastöðum, sonur Mola 93-986, og eins og þeir bræður margir ákaf- lega þéttvaxinn og galla- laus. Risi í Hjarðarási er einnig frá Bjamastöðum, sonur Búts 93-982, saman- rekinn holdahnykill, en varla eins öflugur í læmm og bestu Bútssynir. Af heimahrútunum í Leirhöfn vöktu þeir mesta athygli al- bræðumir Tóti 98-346 og Túli 98-347, sem em synir Garps 92-808. Þessir hrútar báðir em feikilega vöðva- stæltir, en Tóti hefur því miður afleita ull föður síns. í Þistilfirði var líkt og árið áður feikilega öflug sýning og jafnvel enn öfl- ugri einstaklingar sýndir nú en þá. Efsta sæti hrút- anna skipaði Búri 98-204 í Sveinungsvík en hann er sonur Búts 93-982. Þessi hrútur er ágætlega bol- langur, með feikilegar út- lögur, bakhold með því mesta sem sést, mældist með þykkastan bakvöðva hrúta í sýslunni og lögun bakvöðva auk þess eins og best verður. Mala- og lærahold em einnig frá- bær, en hins vegar gætu ullargæði verið verulega meiri. Þessi hrútur sem einstaklingur bar veru- lega af öðmm í sýslunni á þessu hausti og vafalítið einn allra glæsilegast ein- staklingur sem kom til sýninga á landinu þetta haustið. Hálfbróðir hans, Brasi 98-202, einnig í Sveinungsvík er einnig metfé að gerð, þó að ekki sé hann jafn hlaðinn vöðvum og Búri. Muggur 98-14 í Holti var þriðji topphrúturinn á þessari sýningu, undan Bút, feiki- lega fögur og vel gerð kind. í Holti var einnig annar metféshrútur, Skuggi 98-011, sem er sonur Mola 93-986. Þá vom mjög jafnvaxnir, vel gerðir og ullargóðir hrút- ar Mjaldurssynimir 93- 985, Máni 98-150 og Kvóti 98-151 á Haga- landi. A Langanesi voru skoðaðir hrútar heima á bæjum samhliða lamba- skoðun. I Tunguseli var meðal annars sonarsonur Hnykks, Glópur 98-050, sérlega útlögumikil kind með ágætan afturpart, en dálítið gallaða ull. Einnig Gutti 98-051 undan Linda 93-053, sérlega þroska- mikil kind og Pílatus 98- 053 frá Syðra-Álandi, eilítið grófur á herðar en að öðm leyti stæðilegur hrútur. Á Ytra-Lóni og Hallgilsstöðum voru skoðaðir hrútar ættaðir frá Hjarðarási sem væntan- lega munu skila talsverðu í ræktun þar. Það sem tvímælalaust vakti mesta athygli á hrútasýningunum í Norð- ur-Þingeyjarsýslu haustið 1999 var hinn ótrúlega öfl- ugi hópur af hrútum undan Bút 93-982 sem þar kom fram. Ég tel mig nokkuð þekkja til fjárræktar þama í sveitum hin síðari ár og vil leyfa mér að fullyrða að til þessa tíma hafi ekki komið nokkur sa^ðingar- stöðvarhrútur sem bland- ast hafi fé þama jafn vel og Bútur hefur gert. 26 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.