Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Síða 32

Freyr - 01.05.2000, Síða 32
Árnessýsla Þátttaka í sýningahaldi haustið 1999 var nokkru minni en haustið áður. Samtals voru sýndir 235 hrútar í sýslunni og voru 212 þeirra veturgamlir og voru þeir 80,8 kg að með- altali að þyngd eða 2,5 kg þyngri en jafn gamlir hrútar á svæðinu árið áð- ur. Flokkun hrútanna var eins og ætíð góð því að 89,2% veturgömlu hrút- anna fengu I. verðlauna viðurkenningu. í Villingaholtshreppi voru bestu hrútarnir í Syðri-Gróf, Kantur sonur Topps og Dekar sonur Hörva 92-972, ólíkar kindur, Kantur samanrek- inn, þéttvaxinn og vel gerður, Dekar mun meiri kind, bollangur, frískleg- ur og bakþykkur. í Tóftum við Stokkseyri voru að vanda mjög at- hyglisverðir hrútar. Brimill sonur Krafts er mjög þroskamikill, með feiki- góðar útlögur, mjög þykkt bak og góð lærahold, Hlutur sonur Búts 93-982 er minni kind en feikilega útlögugóður og þéttholda. Kolgrímur hjá Skúla Steinssyni á Eyrabakka er klettþungur, fádæma út- lögumikill með sérlega góð lærahold. Þessi hrútur, sem er sonur Blævars 90-974, er svartur að lit og með albestu dökkum kindum. Skelfir í Austurkoti var bestur veturgamalla hrúta Sandur, Skarði. Hlutur, Tóftum. Nemi, Ósabakka. Mosi, Eystra-Geldingaholti. í Hraungerðishreppi en hann er fæddur á Brúna- stöðum, sonur Mola 93- 986, og eins og þeir bræð- ur margir ákaflega vel gerður og þéttholda. Bestu hrútar á Skeiðum voru feikilega góðar kind- ur. Nemi hjá Jökli á Ósa- bakka var þeirra bestur sem einstaklingur, ákaf- lega vel gerður með feiki- lega gott bak og frábær lærahold. Þessi hrútur hefur hins vegar bæklun- arerfðavísi og er því ekki til framræktunar. Ljómi á Kflhrauni er fádæma þétt- vaxinn og samanrekinn hrútur, kattlágfættur með gríðarlega mikil lærahold. Gnúpur hjá Vilhjálmi á Hlemmiskeiði er tilkomu- mikil kind, með feikilega breitt og öflugt bak og mjög vel holdfylltur. Þessir hrútar voru í 4., 5. og 7. sæti hrúta í sýslunni. í Gnúpverjahreppi var besti hrútur Biti í Háholti sem er sonur Mola 93- 986. Þessi hrútur er bol- langur, aðeins skarpur um herðar en með feiki- góðar útlögur, frábærlega holdfylltur og með gífur- lega mikil lærahold. Hann skipaði 3. sæti hrúta í sýslunni. Stapi á sama bæ frá Oddgeirs- hólum, sonur Stubbs 95- 815, er einnig ákaflega athyglisverður einstakl- ingur, smávaxinn, sam- anrekinn. Mosi í Eystra- Geldingaholti er met- féseinstaklingur, mjög útlögugóður með frábæra vöðvafyllingu í aft- urhluta, en aðeins gulku- skotinn á ull. Mosi er sonur Mola 93-986. I Hrunamannahreppi var jöfn keppni bestu hrúta, en þeir keppa um 32 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.