Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 32

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 32
Árnessýsla Þátttaka í sýningahaldi haustið 1999 var nokkru minni en haustið áður. Samtals voru sýndir 235 hrútar í sýslunni og voru 212 þeirra veturgamlir og voru þeir 80,8 kg að með- altali að þyngd eða 2,5 kg þyngri en jafn gamlir hrútar á svæðinu árið áð- ur. Flokkun hrútanna var eins og ætíð góð því að 89,2% veturgömlu hrút- anna fengu I. verðlauna viðurkenningu. í Villingaholtshreppi voru bestu hrútarnir í Syðri-Gróf, Kantur sonur Topps og Dekar sonur Hörva 92-972, ólíkar kindur, Kantur samanrek- inn, þéttvaxinn og vel gerður, Dekar mun meiri kind, bollangur, frískleg- ur og bakþykkur. í Tóftum við Stokkseyri voru að vanda mjög at- hyglisverðir hrútar. Brimill sonur Krafts er mjög þroskamikill, með feiki- góðar útlögur, mjög þykkt bak og góð lærahold, Hlutur sonur Búts 93-982 er minni kind en feikilega útlögugóður og þéttholda. Kolgrímur hjá Skúla Steinssyni á Eyrabakka er klettþungur, fádæma út- lögumikill með sérlega góð lærahold. Þessi hrútur, sem er sonur Blævars 90-974, er svartur að lit og með albestu dökkum kindum. Skelfir í Austurkoti var bestur veturgamalla hrúta Sandur, Skarði. Hlutur, Tóftum. Nemi, Ósabakka. Mosi, Eystra-Geldingaholti. í Hraungerðishreppi en hann er fæddur á Brúna- stöðum, sonur Mola 93- 986, og eins og þeir bræð- ur margir ákaflega vel gerður og þéttholda. Bestu hrútar á Skeiðum voru feikilega góðar kind- ur. Nemi hjá Jökli á Ósa- bakka var þeirra bestur sem einstaklingur, ákaf- lega vel gerður með feiki- lega gott bak og frábær lærahold. Þessi hrútur hefur hins vegar bæklun- arerfðavísi og er því ekki til framræktunar. Ljómi á Kflhrauni er fádæma þétt- vaxinn og samanrekinn hrútur, kattlágfættur með gríðarlega mikil lærahold. Gnúpur hjá Vilhjálmi á Hlemmiskeiði er tilkomu- mikil kind, með feikilega breitt og öflugt bak og mjög vel holdfylltur. Þessir hrútar voru í 4., 5. og 7. sæti hrúta í sýslunni. í Gnúpverjahreppi var besti hrútur Biti í Háholti sem er sonur Mola 93- 986. Þessi hrútur er bol- langur, aðeins skarpur um herðar en með feiki- góðar útlögur, frábærlega holdfylltur og með gífur- lega mikil lærahold. Hann skipaði 3. sæti hrúta í sýslunni. Stapi á sama bæ frá Oddgeirs- hólum, sonur Stubbs 95- 815, er einnig ákaflega athyglisverður einstakl- ingur, smávaxinn, sam- anrekinn. Mosi í Eystra- Geldingaholti er met- féseinstaklingur, mjög útlögugóður með frábæra vöðvafyllingu í aft- urhluta, en aðeins gulku- skotinn á ull. Mosi er sonur Mola 93-986. I Hrunamannahreppi var jöfn keppni bestu hrúta, en þeir keppa um 32 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.