Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2000, Side 34

Freyr - 01.05.2000, Side 34
Afkvœmarannsókn i r á hrútum haustið 1999 Haustið 1999 voru afkvæmarann- sóknir á hrútum unnar eftir sama kerfi og byrjað var á að vinna eftir haustið 1998. Eins og þá styrkir Framleiðnisjóður landbúnaðarins búnaðar- samböndin við þessa ffam- kvæmd. Nákvæmalega sömu reglur giltu um framkvæmdina og haustið áður þannig að vísað er til greinar þar um á síðasta ári. Umfang rannsóknanna er sýnt í töflu 1. Þar má sjá að umfang rannsóknanna haustið 1999 var nánast það sama það haust og haustið áður og verður það að teljast verulegur árangur. Rannsóknir fóru fram á 256 búum og komu til dóms samtals 1428 afkvæmahópar. Þessar af- kvæmarannsóknir sem samþætta ómsjármælingar og upplýsingar úr kjötmati em tvímælalaust umfangs- mesta ræktunarátak sem gert hefur verið í íslenskri sauðfjárrækt. Til að tryggja þær ífamfarir, sem nauðsynlegar em í fjár- ræktinni, er mikilsvert að á næstu ámm verði slíku starfi ffam haldið í ekki minna umfangi. Þær nið- urstöður, sem þegar liggja fyrir, sýna að umtalsverðs árangurs má vænta af þessu starfi. Framkvæmd rannsókna má samt vafa- lítið bæta víða. Ákaflega breytilegt er hvemig að framkvæmd rannsóknarinnar er staðið á hveiju einstöku búi. Nið- urstöðumar hljóta að sjálf- sögðu að verða í samræmi við það og ber að skoða með tilliti til þess. Rétt er að gera sér grein fyrir hvaða þættir em líklegastir til að geta truflað ffam- kvæmd og niðurstöður mest í þessu sambandi. Vafalítið er það ýmiss konar úrval. Þar er um það að ræða að það séu mjög misvaldir hópar sem koma til skoðunar undan einstökum hrútum. Þannig geta tæpast fengist sam- anburðarhæfar niðurstöð- ur. Þegar um það er að ræða að taka lömb til óm- sjármælinga skiptir því miklu máli að það gerist á einhvem hátt tilvilj- unarkennt, en ekki með vali. Gerist slíkt verður að túlka niðurstöður af mikilli varfæmi. Þá getur valið einnig orðið þannig að valið sé undir einstaka hrúta markvisst. Ekki er tekið tillit til þess við uppgjör og eigi slíkt sér stað hlýtur það að skekkja niðurstöður. Hér getur bæði verið um að ræða markvisst val, eða óbeint, t.d. við að ákveðnir ald- urshópar séu settir undir tiltekna hrúta eða um er að ræða að taka tillit til skyldleika innan búsins. Aðeins þekkist að óm- sjármælingar lamba á sama búi fari ekki fram hjá öllum lambahópnum á sama tíma. Reynslan hefur kennt að slíkt er óheppilegt með tilliti til óm- sjármælinga vegna þess að þessar mælingar virðast geta breyst mikið á skömmum tíma að haust- inu. Hins vegar er gmnd- vallaratriði að hafa ætíð í huga að fyrst og fremst er um að ræða samanburð innan hvers bús og fyrir góðar niðurstöður skiptir mestu að allt sé gert til að slíkur samanburður verði sem óbrenglaðastur. Við uppgjör er eðlilegt að nota upplýsingar um öll sláturlömb undan hrútun- um, sem í afkvæmarann- sókninni em, nema eðli- legt er að fella úr shku uppgjöri lömb sem af ein- hveijum þekktum ástæð- um em alls ekki saman- burðarhæf, t.d. undanvill- inga, veik lömb og slösuð, túngengin lömb þar sem flest fé gengur á úthaga o.s.frv. Reynsla sýnir að sam- ræmi á milli ómsjármæl- inga og niðurstaðna úr kjötmati er ekki vemlega sterkt. Þetta virðist einkum áberandi á búum þar sem um er að ræða langræktað fé og þar af leiðandi oft mjög valinn og jafnan hrútastofn. Á sumum þeirra búa verða því ekki jafn skýrar niðurstöður og annars staðar og skýrir það að sum þeirra búa koma ekki fyrir í umfjöllun hér á eftir þegar vikið er að þeim hrútum sem sýndu einna skýrastar niðurstöður um yfirburði í rannsóknunum í haust. Það er ekki neitt vafamál að ómsjármæling- ar em verðmætar viðbót- amiðurstöður við niður- stöður kjötmatsins vegna þess að mælingar á vöðva- þykkt með ómsjánni em nákvæmasti mælikvarði um kjötmagn viðkomandi einstaklings sem við eigum möguleika á að fá. Við úrvinnslu upplýs- Tafla 1. Umfang afkvæmarannsókna haustið 1999. Svæði Fjöldi búa Fjöldi hópa Vesturland 47 293 Vestfirðir 9 51 Strandasýsla 26 1790 V-Húnavatnssýsla 28 166 A-Húnavatnssýsla 9 48 Skagafjörður 37 169 Eyjafjörður 16 75 S-Þingeyjarsýsla 9 61 N-Þingeyjarsýsla 19 133 Austurland 24 99 A-Skaftafellssýsla 6 28 Suðurland 26 126 Samtals 256 1428 34 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.