Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2000, Side 39

Freyr - 01.05.2000, Side 39
554 mjög ljósir í saman- burði margra hrúta á Kirkjubæjarklaustri, jafn- vígur á báða þætti með 127 í heildareinkunn. Birkir er undan Galsa 93- 963. Raftur 96-602 bar af hrútunum í Mörk með 129 í heildareinkunn, en einkum var það í ómsjár- mælingum sem yfirburðir voru verulegir (einkunn 147). Á Borgarfelli bar hópur undan Bauki 98- 560 talsvert af öðrum. En þessi hrútur gaf frábæra flokkun og afkvæmi hans komu einnig mjög vel út í ómsjármælingum og var hann með 132 í heildar- einkunn. Baukur er undan Búti 93-982. Gýmir 98- 562 sýndi einnig athyglis- verða niðurstöðu í kjöt- mati, en þar var hann með 131 í einkunn, en lömb undan honum voru mjög fitulítil. Þessi hrútur er sonur Malar 95-812. Hlekkur 97-546 í Úthlíð sýndi eins og á síðasta ári ótrúlega yfirburði við óm- sjármælingar þar sem hann var með 141 í eink- unn í þeim hluta og af- kvæmi hans hafa frábær lærahold en hjá þessum Bútssyni voru sláturlömb of feit þannig að hann féll mjög í einkunn fyrir kjöt- matshluta vegna þess. Á Syðri-Fljótum voru tveir veturgamlir hrútar, Birkir 98-221 og Njörður 98- 222, með ákaflega góðar niðurstöður eða með 127 og 125 í heildareinkunn en báðir eru hrútar þessir frá Kirkjubæjarklaustri og samnefndir feðrum sínum þar. I Ytri-Sól- heimum kom öflugur son- ur Þéttis 91-931, sem Stubbur 97-254 heitir, en hann var með 125 í heild- Spónn, Ytrí-Skógum. areinkunn, þar sem skýrir yfirburðir voru á báðum þáttum. I Ytri-Skógum voru vet- urgömlu hrútamir eins og ætíð í afkvæmarannsókn. Þar skar sig verulega úr Spónn 98-128 sem fékk 120 í heildareinkunn. Þessi hrútur skilar óhemjulega þykkum vöðva hjá af- kvæmum sínum og læra- hold þeirra eru með ólík- indum en hins vegar virðist hann gefa aðeins of feit sláturlömb. Það er með ólíkindum í jafn þaulrækt- uðu fé og þama er að fá fram einstakling sem sker sig jafn feikilega úr og Spónn gerir þar sem lesa mátti afkvæmi hans úr lambahópnum. Spónn var um leið sem einstaklingur þriðji besti hrúturinn í sýsl- unni haustið 1999 þannig að þama fer rakinn sæð- ingarstöðvahrútur í ffarn- tíðinni. Spónn er sonur Glaðs 96-085. Á Voðmúla- stöðum hafði Prúður 96- 046 alla yfirburði í báðum þáttum með 131 í heildar- einkunn, en þar fer einn toppanna undan Bút 93- 982. Á Grímsstöðum í Vestur-Landeyjum kom einn allra mesti yfirburða- hópur haustsins undan Flotta 98-151 en hann fékk 152 í heildareinkunn úr rannsókninni, sem skiptist nokkuð jafnt á báða þætti hennar. Eins og kemur fram í grein um hrútasýn- ingar er þetta sá hrútur sem dæmdur var besti ein- staklingurinn í sýslunni. Þessi afburðahrútur er sonur Búts 93-982. I Háholti tók einn hrút- ur af fjórum alla yfir- burði, en það var Stapi 98-628 sem fékk 135 í heildareinkun og þar af 150 í kjötmatshluta, en Stapi er frá Oddgeirshól- um undan Stubb 95-815. í Langholtskoti kom fram hrúturinn Ormur 98-286 með 144 f einkunn og úr kjötmatshluta hvorki meira né minna en 169. Þessi stjömukind er und- an Möl 95-812. í Skip- holti báru afkvæmi Lykils 98-036 af í samanburði fimm hrúta en hann fékk 121 í heildareinkunn, en hann er sonur Húns 92- 809. í Auðsholti var Mel- ur 97-243 afgerandi á toppi með 135 í einkunn en úr kjötmatshluta 155, en hrútur þessi er sonur Mola 93-986. í Amarholti féll allur plús rannsóknar- innar í skaut Skarpi 98- 509 með 130 í einkunn, en þetta er sonur Garps 92-808. Skarpur 98-509, Amarholti. FREYR 4-5/2000 - 39

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.