Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 45

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 45
Lagt til að draga úr takmörkunum á slátrun lambhrúta Inngangur Undirritaður hefur lagt til að dregið verði úr takmörkunum á slátrun lambhrúta á haustin. Tillög- umar byggja á niðurstöðum nokk- urra rannFsóknaverkefna þ.á m. á svokölluðu Evrópuverkefni um lambakjöt og athugun sem gerð var í sláturhúsi SS á Selfossi í haust. Verkefnin vom kynnt á Ráðu- nautafundi í febrúar á þessu ári. Niðurstöður tilraunanna em að kjöt af hrútlömbum sé þokkalegasta kjöt. Munurinn á því og kjöti af ungum sumarlömbum reyndist ótrúlega lítill. Flest bendir til þess að tegund fóðurs, aldur og ástand lambanna við slátmn ráði bragði og óbragði í dilkakjöti. Hrútadagurinn 20. októ- ber stenst ekki ef hann byggir ein- göngu á rökum um hrútabragð. Þeg- ar líður á haustið verða ýmsar breyt- ingar sem vert er að huga að. Lömb- in em á ræktuðu landi og stundum em þau bötuð á öðm en grasi. Aðstæður í fjárhúsum em misjafnar hjá bændum. Hrútar fara að leggja af þegar líður að fengitíð. Lömbin em eldri þegar þeim er slátrað. Allar þessar breytingar auka líkumar á bragðgöllum í kjöti. Kjötið verður bragðsterkara og lyktarmeira með auknum aldri og þroska lambanna. Kjöt af hrútlömbum verður bragðsterkara en kjöt af gimbmm eða geldingum. En munurinn er ekki svo afgerandi að það réttlæti að flokka kjöt af 6 mánaða gömlum hrútlömbum með kjöti af fullorðnum hrútum og verðleggja það sem slíkt. Þótt lagt sé til að breyta hrútadeginum er því enn mælt með því að slátra hrútlömbum eins snemma í sláturtíð og kostur er. Tillögur að breytingum I flestum löndum em ekki sér- eftir Guðjón Þorkelsson, Rannsókna- stofnun fisk- iðnaðarins stakir hrútadagar í reglum um gæðamat á kindakjöti. Þá er heldur ekki skylt að gelda öll hrútlömb sem ætluð em til slátmnar. í Noregi og á Grænland em sérstakir hrúta- dagar eins og á Islandi. Á Græn- landi er hrútadagurinn 25. október, en í Noregi er hann 1. nóvember en með ákveðnum sveigjanleika. í Noregi em hrútlömb fram að 12 mánaða aldri, sem eru með lítil hrútaeinkenni, enn flokkuð sem lömb. Einnig er sérflokkur fyrir sér- staklega fóðmð lömb sem em yngri en fimm mánaða. Þótt margt bendi til að leggja eigi hrútadaginn niður þá em líka rök fyrir því að takmarka slátmn hrút- lamba yfir fengitímann. Lömbin leggja af, vaxtarlag breytist mjög mikið, þau flokkast illa og hættan á óþrifum og streitu vex. En á meðan bændur og sláturleyfishafar em enn að ná tökum á vetrarslátmn og gæðastýringu, sem henni tengist, er rétt að vera með mjög ákveðnar takmarkanir. Því er mjög eðlilegt að taka upp norsku reglumar. Almennt skal miða við 1. nóvember en vera með sveigjanleika eftir 1. nóvem- ber. Lömbin verða flokkuð sem fullorðnir hrútar ef þau em með greinilegt vaxtarlag þroskaðra hrúta. Þá verður að taka hart á flokknun lamba sem em í greini- legri og mikilli aflögn. Þannig má tryggja að eftir 1. nóvember komi aðeins til slátmnar hrútlömb sem gefa af sér svipað kjöt og gimbrar- lömb og geldingar á sama aldri. Miklu strangari reglur þarf einnig að setja um ástand og þrifnað lamb- anna við slátmn. Neita þarf slátmn á lömbum sem em áberandi skítug og bera merki þess að hafa verið í miklum þrengslum og óþrifnaði. Lýsing á norsku reglunum em í meðfylgjandi töflu. Tveir flokkar eru fyrir kjöt af lömbum. Lömb sem eru yngri en fimm mánaða við slátmn og hafa gengið undir eða haft aðgang að mjólk og auk þess fengið kjamfóður eða verið á beit flokkast sem „dielam“. Á íslandi myndu nánast öll lömb sem slátrað er fyrir 1. oktober falla undir þenn- an flokk. Gimbrarlömb og gelding- ar sem em yngri en 12 mánaða, hrútlömb sem slátrað er fyrir 1. nóvember og eftir 31. mars, seint borin lömb yngri en 7 mánaða og seinþroska lömb með lambaein- kenni flokkast sem „lam“. A.m.k. einn mánuður verður að vera liðinn frá geldingu. Öll gimbrarlömb og geldingar sem slátrað er eftir 1. október og öll hrúlömb sem slátrað er fyrir 1. nóvember og hrútlömb með lambaeinkenni sem slátrað er eftir 1. nóvember falla undir þenn- an flokk. Hér á landi er einn gmnn- flokkur fyrir allt lambakjöt. Ekki er lagt til að breyta því. Líta má á um- fjöllun þessa sem innlegg í umræð- una um gæðastýringu í sauðfjár- rækt og þær sérstöku gæðamerk- ingar sem henni hljóta að tengjast. Næsti flokkur er „ungsau“. I honum eru skrokkar af 12 - 30 mán- aða gömlum kindum. Skrokkar af fullorðnum ám, sem em eldri en 30 mánaða, flokkast sem „sau“. í hrútaflokknum em skrokkar með greinleg hrútaein- kenni, þar sem hætta er á hrúta- FREYR 4-5/2000 - 45

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.