Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 53

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 53
Um sauðfjárrækt og rannsóknir á Nýja-Sjálandi eftir Emmu Eyþórsdóttur Rannsókna- stofnun land- búnaðarins Aundanfömum tveimur vetr- um bauðst mér tækifæri til að dveljast við rannsóknar- störf á Nýja-Sjálandi í u.þ.b. tvo mánuði hvort ár. Þessar ferðir vom í boði AgResearch á Nýja-Sjálandi, sem er rannsóknastofnun á sviði bú- íjárræktar og beitar og starfar um allt landið. Stofnunin veitir sérstaka styrki til heimsókna erlendra vís- indamanna og var ég svo heppin að verða þess aðnjótandi. Land og þjóð Töluvert hefur verið ritað áður í Frey um aðstæður og búskap á Nýja- Sjálandi og tæplega ástæða til að endurtaka það en ég læt samt fljóta með nokkur atriði til að setja það sem á eftir kemur í samhengi. Nýja-Sjáland er íjarlægt íslandi og hggur við að ekki sé unntað komast lengra ef hugmyndin er að heim- sækja byggð ból á hnettinum. Land- ið er á 34-47° suðlægrar breiddar og 168-178° austlægrar lengdar og svæði á sambærilegri breiddargráðu á norðurhveli jarðar em t. d. Suður- Evrópa og norðurnki Bandaríkjanna. Landið er tvær eyjar sem teygja sig um 1600 km frá norðri til suðurs en vegalengdir stranda á milli frá austri til vesturs em mun styttri. Næsta meginland er Ástralía í 2250 km íjar- lægð til norðvesturs. Landslag er ákaflega ijölbreytt, allt frá 3000 m háum ijallgörðum til sléttlendis í fárra metra hæð yfir sjávarmáli á suðureynni og mikið er af hæðóttu og bröttu landslagi víða á norður- eynni. Loftslag er milt og temprað eða heittemprað á norðureynni, yfir- leitt ekki frost á láglendi á vetmm en hörkur geta orðið á hálendi á suður- eynni. Úrkoma er mjög breytileg eftir landsvæðum en víðast hvar nóg til að halda gróðri í nær stöðugri sprettu árið um kring. Yfirleitt er Útsýni yfir Canterbury slétturnar á suðurey Nýja Sjálands. Suður-Alparnir í baksýn með snjó á Jjallstoppum. mjög úrkomusamt á vesturströnd- inni, þar sem há íjöll rísa sums staðar beint úr hafi en hins vegar getur verið þurrkasamt austan til vegna ríkjandi vestanvinda. Á þessum svæðum geta þurrkar valdið bænd- um búsifjum seinni hluta sumars þegar grasspretta stöðvast og sums staðar verður nær því haglaust. Ég dvaldist við AgResearch í Lincoln, sem er lítið þorp rétt utan við Christchurch, sem er stærsta borg á suðureynni, með ríflega 300.000 íbúa, og er á austurströndinni. Landsvæðið austan við Christchurch nefnist Canterbury Plains og er langstærsta samfellda sléttlendið á Nýja Sjálandi og allt ræktað. í Lincoln er háskóli, sem nokkrir fs- lendingar hafa sótt, m.a. Valdimar Einarsson, sem nú starfar á Nýja-Sjá- landi og Guðrún Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslu ríkisins. Nýsjálendingar hafa stundað bú- fjárrækt sem aðalatvinnuveg allt frá því landið byggðist Evrópubúum á síðustu öld. Fyrir voru í landinu frumbyggjar þess, Maorar, sem komu frá Kyrrahafseyjum fyrir u.þ.b. 1000 árum og lifðu á landsins gæðum. Nú eru Maorar minnihluta- hópur í eigin landi og yfirgnæfandi meirihluti íbúanna er upprunninn á Bretlandseyjum þó að hlutur annarra þjóðema hafi farið vaxandi á seinni ámm. Ibúaljöldinn er um 3,8 millj- ónir og um 85 % íbúanna búa í þétt- býli. Hlutur landbúnaðar er mjög mikill í þjóðarframleiðslu og útflutn- ingi, landbúnaðarvömr em um helm- FREYR 4-5/2000 - 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.